Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1965, Blaðsíða 6

Ægir - 01.06.1965, Blaðsíða 6
176 Æ G I R Aflahæsti bátur á tímabilinu var Blíð- fari með 43 lestir í 5 róðrum. Heildaraflinn á vertíðinni varð 5.270 lestir í 494 róðrum, en var í fyrra 4.109 lestir í 420 róðrum hjá 7 bátum. Aflahæstu bátar á vertíðinni voru: Farsæll með 833 lestir í 73 róðrum Runólfur — 819 — - 60 — Skipstjóri á m.s. Farsæl var Sigurjón Halldórsson. Stykkishólmur: Þaðan réru 9 bátar með net, aflinn á tímabilinu varð 227 lestir í 36 róðrum. Aflahæsti bátur á tímabilinu var Gull- þórir með 82 lestir í 6 róðrum. Heildaraflinn á vertíðinni var 4.573 lest- ir í 484 róðrum, en var í fyrra 3.646 lestir í 362 róðrum hjá 5 bátum. Aflahæstu bátar á vertíðinni voru: Þórsnes með 852 lestir í 63 róðrum Gullþórir — 742 — - 64 — Skipstjóri á m.s. Þórsnesi var Kristinn Jónsson. NORÐLENDINGAFJÓRÐUNGUR í apríl. Aflabrögð í fjórðungnum voru léleg. Þakti ís heil svæði og gátu sjómenn ekki komið veiðarfærum í sjó. Seinnihluta mán- aðarins fjarlægðist ísinn og gátu menn þá lagt hrognkelsanet. Öfluðu menn sæmilega í þau, og má segja að það hafi verið aðal- veiðin á nokkrum stöðum. Höfðakaupstaöur: Bátar héðan lögðu net innan um ísinn og fengu nokkurn afla til að byrja með, en svo töpuðu þeir netunum, og hafa ekki fundið þau. Sauöárkrókur: Héðan réru 2 dekkbátar fyrri hluta mánaðarins og öfluðu lítið. Síð- an hefur ekki verið hægt að komast út úr höfninni fyrir ís. Hrognkelsaveiði hefir ekki verið hægt að stunda af sömu ástæð- um. Siglufjöróur: B.v. Hafliði landaði úr 3 veiðiferðum 322 tonnum. Hringur reyndi með japanska togvörpu og aflaði 15—20 tonn, ís og ógæftir hömluðu veiðum. Hrognkelsaveiði var góð. Dalvík: Héðan réri 1 dekkbátur með net og aflaði 45 tonn. Auk þess lögðu netabát- ar frá Árskógsströnd og Hrísey á land karfa. Varð aflinn 57 tonn, sem landað var hér. Opnir bátar voru á hrognkelsa- veiðum og öfluðu sæmilega, en ísrek hefir valdið erfiðleikum, og menn hafa misst net undir ísinn. Hrísey: Héðan réru 7 dekkbátar og öfl- uðu 111 tonn í 73 sjóerðum. Is hamlaði veiðum, annars góðar gæftir. Akureyri: B.v. Kaldbakur landaði hér 66 tonnum. Opnir bátar lönduðu hjáKEA 59 tonnum og 20 tonnum hjá Kr. Jónssyni. Grenivík: Hafís lá nærri landi, svo að fara varð með bátana af legunni til Dal- víkur og Akureyrar. ísinn eyðilagði hrogn- kelsanetin. Hnísur veiddust nokkuð. Grímsey: Reynt hefir verið við fisk nokkrum sinnum í mánuðinum, en ekki orðið vart. Grásleppuveiðin er nýbyrjuð og aflast sæmilega. Húsavík: Héðan réru 4 dekkbátar og 12 trillur, og öfluðu 239,5 tonn ósl. í 206 sjó- ferðum. Is og ógæftir hömluðu veiðum. Fiskafli Norðmanna ÞORSKVEIÐIN Heildara/Ii Hert Saltað ísað Fryst Meðalal. smál. smál. smál. smál. smál. hl. 1965 22/5 71.781 25.818 12.822 9.032 24.109 25.302 1964 23/5 60.531 23.753 18.085 6.264 12.429 23.459

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.