Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1965, Blaðsíða 11

Ægir - 01.09.1965, Blaðsíða 11
ÆGIR 249 er sömu sögu að segja um mest allt hafið milli Noregs annars vegar og íslands, Jan iMayen og Spitzbergens hins vegar, nema hvað munurinn við fyrri ár er ekki eins mikill og í Austur-lslandsstraumnum. 2. ÁTUMAGN I maí var mjög lítið átumagn fyrir vestan og norðan Island, en talsverð áta fannst í Austur-lslandsstraumnum, norðaustur af Langanesi. I júní var einnig mjög átusnautt vestan- og norðanlands og eins á grunnmiðum aust- anlands. Átumagn á íslenzka hafsvæðinu í júni er eitt hið minnsta, sem verið hefur und- anfarin 10 ár. Hins vegar fannst allgott átu- svæði djúpt norður og norðaustur af Langa- nesi. í hafinu austur af íslandi fannst hins vegar mun meiri áta en á íslenzka hafsvæðinu. Sökum hins óvenjulega kulda hefur vorað mjög seint i sjómrni, og má því ætla að aukn mg átumagnsins verði hægfara og seinna á ferð en venjulega. 3. SÍLDARGÖNGUR Þrátt fyrir ýtarlegar athuganir fyrir vest- an og norðan land í maí og fyrri hluta júni Varð þar ekki vart við verulegar síldargöng- ur. Rannsóknir okkar í maí sýndu hins veg- aL að allsterkar síldargöngur voru að koma a þrjú aðalsvæði úti af austanverðu landinu Þ. e.: 1. Um 180—200 sjóm. ANA af Langa- nesi, þar sem síldin var í austurjaðri kalda straumsins. 2. Um 130 sjóm. A af Langanesi, þar sem síldargangan var komin alllangt inn í kalda sjóinn. 3. Allmikil síld var á svæðinu 50—80 sjóm. úti af Dalatanga. Síðari athuganir ásamt þróun veiðisvæð- anna hefur sýnt, að í byrjun júni fór síldin úti af Austfjörðum að síga norður á bóginn. Þegar norður fyrir Langanes kom, hafa flest- ar síldargöngur í júní á undanförnum árum sveigt vestur eða norðvestur á bóginn, en að þessu sinni hélt aðalgangan NNA á bóginn allt norður undir Jan Mayen eins og mönn- um er enn í fersku minni. Líklegt er, að hið óvenjulega ástand, sem nú er á hafinu NA af landinu hafi valdið hér mestu um. Nokk- ur síld hefur þó gengið norðvestur á bóginn á svæðið NA og NNA af Langanesi, en þar er nú veruleg áta og ættu veiðilíkur að vera talsverðar á þeim miðum á næstunni. Um miðjan júní kom allsterk síldarganga á Aust- fjarðamið, en þar er nú mjög átulítið og hafa torfurnar staðið djúpt til þessa og þvi hefur þar ekki orðið nein veiði. Samkvæmt athug unum sovézku rannsóknaskipanna er nú tals- vert síldarmagn á stóru svæði 200-—300 sjóm. austur af landinu og verður framhald síld- veiðanna næstu viku einkum háð því, hve hratt þessi austanganga nálgast síldarmiðin austan eða norðaustanlands, svo og því, að átumagn aukist á nýjan leik á miðunum. THE BELFAST ROPEWORK COMPAMY LTD., Belfast, Morður-lrlandi. Framleiða allskonar kaðla, botnvörpugarn, netja- garn, seglgarn, bindigarn, fiskilínur, botnvörpur o. fl., úr manillu, sísal, grasi, mjúkum hampi, Teryl- ene, Nylon og öðrum þekktum gerfiefnum. BELFAST-verksmiðjan er stærsta fyrirtæki heims- ins í sinni grein, og hefur selt framleiðsluvörur sín- ar til íslands í áratugi. Einkaumboðsmenn: V. Sigurðsson & Snæbjörnsson h. f.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.