Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1966, Blaðsíða 7

Ægir - 01.07.1966, Blaðsíða 7
ÆGIR 209 Sjötugur: VILHJÁLMUR ÁRNASON Af þeirri kynslóð íslenzkra fiskimanna, Sem segja má, að vaxið hafi upp með tog- araútgerð á Islandi, eru nú fáir orðnir eft- sem enn fást við þann atvinnurekstur. Einn þeirra varð sjötugur 27. maí s.l. Var Pað Vilhjálmur Árnason, fyrrv. skipstjóri ^úverandi framkvæmdastjóri hf. Venus 1 Hafnarfirði. ...Togaraútgerðin, sem hófst á fyrsta og °?}'um tug aldarinnar olli gerbyltingu í sJávarútvegi hér á landi. Þá í fyrsta skipti engu íslenzkir fiskimenn tæki í hendurn- ai\ iend, sem gerðu þeim kleift að keppa við er- a starfsbræður sína á jöfnum grund- velli og það stóð ekki á því, að dugmiklir ungir menn gripu það tækifæri. Vilhjálmur var einn þessara manna. Hann kom frá hafnleysu suðurstrandarinnar, fæddur og uppalinn á Stokkseyri, þar sem hann hafði hafið sína sjómennsku á unglingsárum, en hugurinn stefndi til hinna stóru nýtízku veiðiskipa, sem gátu stundað sínar veiðar hvar sem var á hafinu umhverfis landið og víðar ef æskilegt var talið. Þegar 24 ára gamall var Vilhjálmur kominn á togara eftir að hafa lokið námi við Stýrimanna- skólann og 31 árs gamall varð hann skip- stjóri á Gylli. Á því skipi sigldi hann fyrst- ur með fisk á Þýzkalandsmarkað árið 1930. Hann gerðist árið 1936 meðeigandi í tog- araútgerð og þá jafnframt skipstjóri á Venusi. Þegar uppbygging togaraútgerðar- innar hófst eftir styrjöldina, tók Vilhjálm- ur, ásamt félögum sínum, þátt í því og skipstjórn hélt hann jafnframt áfram til ársins 1956, síðustu árin á hinu nýja skipi Venusarfélagsins, Röðli. Eftir að hann kom í land gerðist hann framkvæmdastjóri fé- lagsins og er það enn. Hefir hann, auk út- gerðarinnar, fengizt við fiskverzlun í all- stórum stíl. Vilhjálmur var annálaður aflamaður á skipstjórnarárum sínum og farsæll í starfi og hefir það fylgt honum ætíð, og fyrirtæki sitt hefir hann rekið svo að til fyrirmyndar hefir verið. í tilefni af þessum tímamótum sendi ég Vilhjálmi árnaðaróskir og vona að hann eigi enn um hríð eftir að starfa að mál- efnum sjávarútvegsins. D. Ól. SJÓSTÍGVÉLIN Gamla g-óða merkið TRETORN FULLHÁ — ÁLÍMD — LÁG og með lausum svampgúmmísóla. TRETORN GÚMMÍVETTLINGAR Einkaumboðsmenn: JÓN BERGSSON H.F. Laugavegi 178 — Reykjavík — Sími 35-3-35 L

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.