Ægir - 01.11.1966, Qupperneq 13
ÆGIR
Saga togaraútgerðarinnar
Framhald af bls. 323
Af ýmsum ástæðum hafði mjög sorfið
að togaraútgerðinni allar götur frá 1927
íram að síðari heimsstyrjöld. Hafði togur-
um farið fækkandi á þessum árum og voru
þeir ekki nema 37 talsins þegar styrjöldin
skall á 1. sept. 1939.
Meiri hluti fiskiskipaflota landsmanna
var þá gamall og hrörnandi, og stórkost-
'egt atvinnuleysi hafði verið frá 1931, og
Mmenn skuldaskil hjá landbúnaði 1933 og
hjá bátaútvegsmönnum 1935—1936.
Það sem mest amaði að á þessum árum,
var röng gengisskráning, almenn við-
skiptakreppa, upplausnarástand og borg-
arastyrjöld á Spáni, sem var annað aðal-
aiarkaðsland fyrir íslenzkan saltfisk. Tíu
Prósent innflutningstollur hafði verið sett-
Pr á í Bretlandi eftir Ottawa ráðstefnuna
1933, og jafnframt var innflutningurinn
skorinn niður á íslenzkum ísfiski til Bret-
'ands, og fór kvótinn minnkandi ár frá ári,
°g var svo komið í september 1939, að inn-
Hutningskvótinn fyrir það ár var fullnot-
aður. Mikil hjálp var í því á síðustu árum
lyrir styrjöldina, að innflutningskvóti á
Isfiski fékkst rýmkaður í Þýzkalandi fyrir
atbeina Jóhanns Þ. Jósefssonar síðar fjár-
P^álaráðherra.
Þegar stríðið hafði staðið liðlega eitt ár,
afléttu Englendingar 10% innflutnings-
l°llinum, en innflutningshömlunum (kvót-
apum) á íslenzkum fiski í október 1939.
I október 1939 hófu því Islenzku togar-
ai'nir siglingar til Bretlands að nýju, og
slgldu allt stríðið með afla til sölu á brezk-
PPi markaði, og önnur fiskiskip og flutn-
JPgaskip með ísfisk og hraðfrystan fisk,
s®m aflazt hafði á íslenzka bátaflotann. Á
vlssu tímabili var talið, að 70% af neyzlu-
ilski Breta hefði aflazt á íslenzk fiskiskip.
^lglingarnar til Bretlands á stríðsárunum
fyrstu árin eftir stríðið bættu mjög af-
f°niu íslenzka sjávarútvegsins og þjóðar-
'hnar í heild. Hin mikla gjaldeyriseign Is-
lendinga í stríðslok hafði fyrst og fremst
komið frá sjávarútveginum.
En þessar siglingar höfðu í för með sér
mikla hættu fyrir áhafnir og skip. Sam-
kvæmt upplýsingum Slysavarnafélags Is-
lands, er talið að í síðari heimsstyrjöldinni,
1939—1945, hafi 10 íslenzk skip farizt af
styrjaldarástæðum. Með þessum skipum
fórust 163 Islendingar auk þess sem 5 sjó-
menn biðu bana, er kafbátur réðst með
skothríð á íslenzkan línuveiðara. Af þess-
um 10 skipum voru 5 togarar og með þeim
fórust 99 íslendingar.
1 stríðinu hafði verið heimilað að safna
fé í nýbyggingarsjóði hjá útgerðar- og
skipafélögum. Kom þetta fé í góðar þarfir
í stríðslokin, því að auk skipatjónsins
voru þau skip, sem enn voru við lýði, flest
20 ára eða eldri, orðin úrelt og ekki til
frambúðar, þrátt fyrir það að þeim hafði
verið vel við haldið síðustu árin.
Ríkisstjórn ólafs Thors, nýsköpunar-
stjórnin, hófst handa um nýsköpun togara-
flotans. Samið var um smíði á 30 togur-
um í Bretlandi árið 1945, og tveim til við-
bótar 1946. Árið 1948 samdi stjórn Stefáns
Jóh. Stefánssonar um smíði á 10 togurum.
Af þessum 42 togurum voru 4 dieseltog-
arar, 2 af þeim fyrstu 30 og 2 af þeim 10
síðustu. Mjög hagstæð kjör fengust um
smíði og afgreiðslu fyrstu 32 togaranna,
sökum þess að enskir útgerðarmenn höfðu
þá ekki gert það upp við sig hvort þeir
ættu að smíða svo stóra og dýra togara
að þeirra áliti. Er óhætt að fullyrða, að ný-
sköpunartogararnir hafi verið beztu tog-
ararnir, sem nokkursstaðar höfðu verið
smíðaðir fram til þess tíma.
Það er fyrst nú síðustu árin, að rætt er
um að ný gerð togara taki nýsköpunartog-
urunum að sumu leyti fram, enda eru
þessi nýju skip margfalt dýrari í stofn-
kostnaði en nýsköpunartogararnir voru.
Hinn 1. sept. 1946 var 10% innflutn-
ingstollurinn á ísfiski látinn taka gildi að
nýju í Bretlandi. Fiskmarkaðurinn þrengd-
ist og verðið fór lækkandi eftir því, sem
fleiri skip tóku þátt í veiðunum og meira