Ægir - 01.11.1966, Side 17
ÆGIR
331
r-------------------------------------------s
Frá Verðlagsráði sjávarútvegsins
V___________________________________________/
Síldarverð sunnanlands
og vestan
Yfimefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur
ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á fersksíld
veiddri við Suður- og Vesturland, þ.e. frá Horna-
firði vestur um að Rit, eftirgreind tímabil.
Síld til frystingar, söltunar og í
niðursuðuverksmiðjur, tímabilið 1.
okt. 1966 til 28. febr. 1967 pr. kg kr. 1.70
Verð þetta miðast við það magn, sem fer til
vinnslu.
Vinnslumagn telst innvegin síld, að frádregnu
Því magni, er vinnslustöðvarnar skila í síldar-
verksmiðjur. Vinnslustöðvarnar skulu skila úr-
gangssíld í síldarverksmiðjur seljendum að kostn-
aðarlausu, enda fái seljendur hið auglýsta
Þraeðslusíldarverð.
Þar sem ekki verður við komið að halda afla
bátanna aðskildum í síldarmóttöku, skal sýnis-
hom gilda sem grundvöllur fyrir hlutfalli milli
síldar til framangreindrar vinnslu og síldar til
hræðslu milli báta innbyrðis.
Síld ísvarin til útflutnings í skip,
tímabilið 1. október 1966 til 28.
febrúar 1967, pr. kg ......... kr. 1.55
Verð þetta miðast við innvegið magn, þ.e. síld-
>na upp til hópa.
Síld í bræðslu tímabilið 1. október
til 31. október 1966 pr. kg .... kr. 1.12
Verðin eni miðuð við, að seljandi skili síldinni
a flutningstæki við hlið veiðiskips.
Seljandi skal skila síld til bræðslu í verksmiðju-
Pró og greiði kaupandi kr. 0.05 pr. kg í flutnings-
£jald frá skipshlið.
Heimilt er að greiða kr. 0.22 lægra pr. kg á
?>ld til bræðslu, sem tekin er úr veiðiskipi í flutn-
'neaskip.
Reykjavík, 30. september 1966.
Verðlagsráð sjávarútvegsins.
Síldarverð norðanlands
°9 austan
Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ákveðið
®ftirfarandi lágmarksverð á síld í bræðslu og síld
11 söltunar, sem veidd er á Norður- og Austur-
landssvæði, þ.e. frá Rit norður um að Horna-
firði, frá og með 1. október til og með 31. október
1966.
Síld í bræðslu:
Hvert kg ................... kr. 1.37
Verðbreytingin tekur gildi kl. 24.00 þann 30.
september miðað við afhendingu.
Heimilt er að greiða kr. 0.22 lægra á kg fyrir
sild, sem tekin er úr veiðiskipi í flutningaskip
utan hafna, enda sé síldin vegin eða mæld eftir
nánara samkomulagi aðila við móttöku í flutn-
ingaskip.
Verðin eru miðuð við, að síldin sé komin í
löndunartæki verksmiðjanna eða umhleðslutæki
sérstakra síldarflutningaskipa, er flytji síldina
til fjarliggjandi innlendra verksmiðja.
Inneign sú, sem verður í flutningasjóði síld-
veiðiskipa þann 30. september 1966, skal yfirfær-
ast til hins nýja verðtímabils og vera til ráð-
stöfunar, ef nauðsyn krefur, samkvæmt reglum
sjóðsins, sem birtar eru í tilkynningu Verðlags-
ráðs sjávarútvegsins nr. 9/1966. Ekki er gert ráð
fyrir greiðslum í sjóðinn af bræðslusíldarverði
þetta verðtímabil.
Síld til söltunar:
Hver uppmæld tunna (120 lítrar
eða 108 kg) .................... kr. 278.00
Hver uppsöltuð tunna (með 3 lög-
um í hring) .................... — 378.00
Verð þessi eru miðuð við, að seljendur skili
síldinni í söltunarkassa eins og venja hefur verið
á undanförnum árum.
Þegar gerður er upp síldarúrgangur frá sölt-
unarstöðvum, sem kaupa síld uppsaltaða af veiði-
skipi, skal við hafa aðra hvora af eftirfarandi
reglum.
a) sé síld ekki mæld frá skipi, skal síldarúr-
gangur og úrkastssíld hvers skips vegin sérstak-
lega að söltun lokinni.
b) Þegar úrgangssíld frá tveimur skipum eða
fleiri blandast saman í úrgangsþró söltunarstöðv-
ar, skal síldin mæld við móttöku til þess að fundið
verði síldarmagn það, sem hvert skip á í úrgangs-
síldinni. Skal uppsaltaður tunnufjöldi margfald-
ast með 378 og í þá útkomu deilt með 278 (það
er verð uppmældrar tunnu). Það sem þá kemur
út, skal dregið frá uppmældum tunnufjölda frá
skipshlið, og kemur þá út mismunur, sem er
tunnufjöldi úrgangssíldar, sem bátunum ber að
fá greidda sem bræðslusíld. Þeim tunnuf jölda úr-
gangssíldar skal breytt í kíló með því að marg-
falda tunnufjöldann með 108 og kemur þá út úr-
gangssíld bátsins talin í kílóum. Hluti söltunar-
stöðvar miðað við uppsaltaða tunnu er eins og
áður 25 kg.