Ægir

Årgang

Ægir - 01.05.1967, Side 7

Ægir - 01.05.1967, Side 7
ÆGIR 137 Sjávarútvegurinn við áramót I- » I. u fi m' c i n. SVEINN BENEDIKTSSON: SíIdarverksniiAJurnar á Nordur- Austurlandi 1966. Síldveiðin fyrir Norðurlandi og Aust- fjörðum hófst, að þessu sinni, fyrr en nokkurntíma áður. Eins og árinu áður aflaðist fyrsta sildin á m/s Jón Kjartans- son, skipstjóri Þor- steinn Gíslason. Fékk skipið 160 tonn hinn 12. mai um 160 sjó- ftúlur SAS af Seley. Var sildin frekar smá °g mögur og talin hafa gengið frá Færeyja- svæðinu. Á útleið í öðrum túr fékk skipið góðan afla 80 sjómilur frá landi í sömu stefnu, var sú síld miklu stærri og fallegri en síldin í fyrri túrnum. Gangan, sem fyrsta veiðin fékkst úr, virtist mjög öflug og ganga •dla leið norður undir Jan-Mayen og ekki koma aftur á Austfjarðamiðin sunnanverð fyrr en komið var langt fram á haust. Heildaraflinn 1966 var i hámarki, þrátt fyrir það, að þrjá fyrstu mánuði veiðitímans varð að sækja meginhluta aflans á veiðisvæði 100—200 sjómílur A og NA af landinu og alla leið til Jan-Mayen nm 360 sjómílna leið. Veður spillti veiði haust- og vetrarmánuð- ma i október—desember. Engin veiði var fyrir Norðurlandi s.l. sum- ar, en ágæt veiði fyrir Austfjörðum frá því 1 miðjum ágúst fram í miðjan nóvember, að m]ög dró úr veiðinni, sökum veðurs og rninnkandi þátttöku. Skipin hættu öll veiðum nokkru fyrir jól. I byrjun veiðitímans var síldin að mestu leyti mjög mögur og erfið til vinnslu, en fitnaði þegar kom fram á sumarið. Hélzt fitumagnið hátt fram á haustið, en þá fór það minnkandi að vanda. Miklu meira magn veiddist af stórri, gam- alli og feitri síld en búizt hafði verið við, einkum í júní og frá síðari hluta ágúst- mánaðar fram í nóvembermánuð, en eftir það var síldin mjög blönduð smærri síld. Talið er, að síldarárgangar, 10 ára og eldri, hafi niunið um 22,6% af heildarmagninu miðað við þyngd, þar af tæpur helmingur 16 ára árgangur frá árinu 1950. Meðalþyngd pr. stk. var 496 grömm á 16 ára síld og meðallengd 37,3 cm. Áætlað er að 7 ára árgangur hafi numið um helming aflans og 6 ára árgangur 18,5%, meðallengd fyrrnefnda árgangsins var 33,4 cm. og þyngd 360 grömm og hins síðamefnda 32,5 cm. og 330 grömm. Mun þetta vera þyngri síld, miðað við ald- ur, en kunnugt er um áður. Stóra síldin virtist, að sumra áliti koma, að verulegu leyti austan frá Bjarnareyjar- svæðinu. Verð á bræðslusíldarafurðum, síldarlýsi og síldarmjöli, fór ört fallandi, þegar fram á sumarið kom, einkum á lýsinu. Kom þetta verðfall mjög hart niður á síldarverksmiðj- unum vegna þess að hráefnisverðið hafði ver- ið ákveðið fyrú tímabilið frá 10. júni til 30. september miðað við miklu hærra afurða- verð en raun varð á. Af þessum sökum voru síldarverksmiðjum- ar flestar reknar með tapi s.l. ár. Saltsíld til útflutnings tókst að selja fyrir- fram með nokkru hærra verði en árinu áður, og hækkaði hráefnisverð saltsíldar úr kr. 350.00. uppsöltuð tunna i kr. 378.00.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.