Ægir

Árgangur

Ægir - 15.06.1967, Blaðsíða 9

Ægir - 15.06.1967, Blaðsíða 9
ÆGIR 207 ar með sérstöku tæki, sem fest verður á næturnar. Tæki þetta mælir það dýpi sem það er í á hverjum tíma og skilar línuriti, sem sýnir dýpið í hlutfalli við tímann. Með þessum mælingum er vonazt eftir að geta látið síldarskipstjórum í té mikils- verðar upplýsingar um hvenær hagkvæmt er að byrja að snurpa. Ennfremur munu áhrif mismunandi þungrar blýjunar svo og tegundar efnis, styrkleika, fellingar og i'otvarnarefnis nótanna koma fram. 2) Rannsóknir á efni í veiðarfæri. Eins og auðsýnt er, hlýtur það að vera mjög mikilvægt atriði fyrir útvegsmenn að fá uPplýsingar um þau efni sem þeir ætla að kaupa. Fyrsta skref Hafrannsókna- stofnunarinnar í þessa átt er að kaupa vél, sem slítur garn og getur auk þess mælt teygjanleika þess. Með vél þessari verður væntanlega ekki aðeins slitið nýtt garn, heldur og garn, sem verið hefur í notkun um tíma til að geta skorið úr um endingu þess og um gagnsemi þess rotvarnarefnis, sem notað hefur verið. Sennilegt er, að til- raunir þessar verði fjölþættari síðar meir, ef áhugi er fyrir hendi. 3) Tilraunir með síldarvörpu. Fisk- veiðar okkar með síldarvörpu hafa tæp- lega komizt af tilraunastigi. Þótt segja uiegi, að þessar veiðar geti ekki orðið eins fengsælar og hringnótaveiðin, mætti þó ®etla að hér væri um veiðar að ræða, sem hentað gætu togurum okkar hluta úr ár- inu, ef markaður fyrir aflann er tryggður. Eins" og kunnugt er hafa einkum Þjóð- verjar náð mjög góðum árangri í Austur- hjúpi, Norðursjó og við Noregsstrendur ^oeð þessu veiðarfæri. 4) Hegðun fisks gagnvart veiðarfærum. Pengsæld hvers veiðarfæris ákvarðast ^ojög af hegðun fisks gagnvart því. ».Aktív“ veiðarfæri (þ. e. veiðarfæri á hreyfingu svo sem nót, vörpur og drag- Pót) fæla yfirleitt fiskinn frá, svo að afli í þessi veiðarfæri fer eftir því hve fljót þau eru að inniloka fiskinn, svo að hann komist ekki undan. Við botn- og flot- vörpuveiðar verður því að halda nægum toghraða, við dragnótaveiðar nægum dráttarhraða og við hringnótaveiðar verð- ur að loka nótinni nógu fljótt með því að snurpa hana saman. Afli í þessi veiðar- færi fer ekki einungis eftir stærð þeirra heldur einnig eftir sundhraða og við- bragðsflýti þeirra fisktegunda, sem veiða á. Þannig er líkamsstarfsemi og þar með viðbrögð og sundhraði fiska hægari í köld- um sjó en heitum, hrygning deyfir skynj- un utanað komandi truflunar og auk þess hindrar slæmt skyggni í sjó, að fiskarnir verði eins fljótt varir við hættuna af veiðarfærinu. Loks má taka fram, að því þéttari og stærri sem fisktorfan er, þeim mun minni möguleika hafa einstakir fisk- ar hennar til að komast undan. Þannig virkar kaldur sjór, hrygning, slæmt sjó- skyggni, stærð og þéttleiki torfunnar hag- stætt á veiðimöguleikana. Talsvert hefur verið gert hin síðari ár til að rannsaka hegðun fiska gagnvart „aktívum.“ veiðar- færum og er sjálfsagt að taka einnig upp slíkai’ rannsóknir hér. Einkum er gengi síldveiða í flotvörpu mjög háð hegðun fisksins við hin ólíku skilyrði. Rannsóknir á hegðun fiska gagnvart staðbundnum veiðarfærum (neti og línu) hafa aðallega beinzt að hegðun fiska við net. Þessar rannsóknir eru ekki eins þekktar hér, en vissulega væri þó fýsilegt að vita, hvernig þorskur hagar sér við net af mismunandi gerð. Tilraunir þessar mætti framkvæma með litlum dýptarmæl- um, sem settir verða á netin. 5) Söfnun gagna um íslenzk veiðarfæri. Eins og er, er erfitt að fá yfirlit um þau íslenzku veiðarfæri, sem í notkun eru hverju sinni. Mikil nauðsyn er því á að safna upp- lýsingum um íslenzk veiðarfæri. Líklegt er, að slíkt yfirlit gæti verið gagnlegt fyr- ir sjómenn og útgerðarmenn og ef til vill fróðlegt fyrir marga aðra. Auk þessara verkefna, sem talin hafa verið, eru mörg önnur, sem Hafrann- sóknastofnunin mun fást við, þótt síðar verði. Nægir hér að nefna tilraunir með

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.