Ægir

Árgangur

Ægir - 15.06.1967, Síða 3

Ægir - 15.06.1967, Síða 3
Æ G I R _____________RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 60, árg. Reykjavík 15. júní 1967 Nr. 11 Clgerð og afilabrögð VESTFIRÐINGAFJÓRÐUNGUR í maí 1967. VertíSarlok. Vegna algjörs aflaleysis höfðu margir netabátar dregið upp net sín fyrir mán- aðamótin, en hinir drógu upp fyrstu daga Riánaðarins. Aftur á móti hélzt ágætur afli hjá línubátunum fram yfir miðjan ®ánuðinn, og fengu þeir margir á annað hundrað lestir í mánuðinum. Var aflinn að sjálfsögðu eingöngu steinbítur. Afla- hæst var Sif frá Súgandafirði með 157,2 lestir í 14 róðrum. Heildaraflinn á Vestfjörðum í maí varð aú 2.875 lestir, en var 1.857 lestir í fyrra. ^arð heildaraflinn í fjórðungnum frá ára- wótum til vertíðarloka nú 27.221 lest, en var í fyrra 30.722 lestir. Er það fyrst °g fremst aflabresturinn hjá netabátun- nrn> sem veldur samdrættinum í aflanum. Fefir aflabresturinn komið harðast niður a Þingeyri, þar sem allir vertíðarbátarnir reru með net. Aflahæsti báturinn á vertíðinni var Helga Guðmundsdóttir frá Patreksfirði ureð 1123 lestir í 54 róðrum, en í fyrra var Framnes frá Þingeyri aflahæst með 1148 lestir í 45 róðrum. Af bátum, sem réru með línu alla vertíðina, var Sif frá Súgandafirði aflahæst með 775 lestir í 77 ] °ðrum. Sami bátur var einnig aflahæstur 1 l'yrra með 728 lestir í 70 róðrum. A þessari vetrarvertíð voru gerðir út 5 bátar til þorskveiða, og reru 22 þeirra lneð línu alla vertíðina, en hinir reru með net lengri eða skemmri tíma. Árið áður var gerður út 51 bátur, og reru þá 19 með línu alla vertíðina. I vertíðarlokin fóru tveir bátar, Þrymur frá Patreksfirði og Jörundur III frá Tálknafirði, til veiða rneð net við Vestur- Grænland, en varð lítið ágengt. Síðar í mánuðinum fór Þrymur með línu til Vest- ur-Grænlands og gerði ágætan túr, þrátt fyrir mikið ísrek, sem hamlaði mjög veið- um. Landaði Þrymur 60 lestum af slægð- um fiski, og hélt aftur á sömu slóðir, ásamt Þorra frá Patreksfirði. Voru báðir bát- arnir á heimleið með fullfermi af slægðum fiski um mánaðamótin. Handfærabátar voru lítillega byrjaðir veiðar í maí, aðallega í Bolungavík, og verið var að búa dragnótabáta til veiða. Heildarafli vertíðarbátanna var sem hér segir: Patreksfjörður: Lestir Róðrar Helga Guðmundsdóttir .... 1123,2 54 Jón Þórðarson ............. 1096,8 69 Þrymur ..................... 761,7 40 Þorri ...................... 748,4 38 Heiðrún .................... 426,9 29 Dofri ...................... 332,3 36 Svanur 1.................... 180,5 12 T álknafj örður: Jörundur III................ 751,1 44 Brimnes 1................... 625,9 65 Sæfari ..................... 496,0 52 Freyja ..................... 160,0 20

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.