Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 15.11.1970, Qupperneq 14

Ægir - 15.11.1970, Qupperneq 14
336 Æ GIR var og kannað víða með dýptarmæli ein- göngu, þó að plógnum væri ekki kastað vegna óhagkvæms botnlags og/eða dýpis. Hörpudiskamið fundust allvíða miðsvæð- is í firðinum, bæði að sunnan- og norðan- verðu. Eru miðin dekkt og tölusett 1—18 á 2. og 3. mynd, en 1. tafla greinir nán- ar frá aflabrögðum á hverju svæði. Eins og að líkum lætur, kunna höpudiskamið þessi að vera nokkru víðáttumeiri en hér er sýnt samkvæmt niðurstöðum tiltölulega skammvinnrar leitar, og mun það koma í ljós við veiðar á hverju svæði fyrir sig. Á eftirfarandi svæðum fékkst auk þess nokkur vottur af hörpudiski (allt að 15 kg í 5 mín. togi), N og NA af Höskuldsey á 14—21 fm dýpi, við Stagley á 14—17 fm, S af Oddbjarnarskeri á 27—30 fm, við Eystriboða A af Oddbjarnarskeri á 25— 26 fm og NV af Melrakkaey á 16—23 fm. Eru þessi svæði tvístrikuð á myndum 1— 3. Annars staðar á leitarsvæðinu (ská- strikað á 1.—3. mynd) var hörpudiskaafl- inn aðeins nokkrar skeljar eða enginn. Ástæður fyrir mismunandi hörpudiska- magni eru auðvitað margar og ýmislegt enn á huldu í því sambandi. Einkennandi fyrir svæðin, sem hörpudiskur fannst á í miklu magni í Breiðafirði, var u. þ. b. 15—30 fm dýpi, talsverður straumur, tæplega 8.0°C 3. mynd: Hörpudiskwmiðin noröanvert i Breiðafirði (dekkt).

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.