Ægir - 15.11.1970, Qupperneq 15
ÆGIR
337
1. TAFLA. SVÆÐI, SEM HÖRPUDISKUR FANNST Á f EINHVERJU MAGNI
Svaði Dýpi Afli (kg) pr. 5 mín. tog Meðalstœrð
nr. Staður fm Mest Meðal (mm hœð) Athugasemdir
1 ViðKiðey 18—22 60 53
2 Við Landey 14—17 100 90 74,7
3 Við Þórishólma 20—31 90 60 —
4 Við Böllusker og Steinólfssker .. 14—25 30 30 —
5 Viö Lónssker og Svartasker .... 13—33 180 85 84,2 Talsverð aða
6 Við Stangasker 17—19 45 — — 1 hal
7 A af Selskerjum 20—21 30 — — 1 hal
8 A af Lambahnúksboða 14—15 30 — — Talsverð aða. 1 hal
9 V af Týsgrunni 22—24 100 80 — Talsverð aða
10 Við Kópaflögur ' 14—27 100 68 — Talsverð aða
11 S-SA af Elliðaey 18—20 90 68 —
12 N og A af Elliðaey 13—28 180 81 79,9 Talsverð aða
13 Við Bjarnareyjar 15—27 90 75 —
14 Bjarneyjarflói — Svefneyjafótur . 14—32 120 65 77,9
15 SA af Oddbjarnarskeri 20—24 60 52 —
16 S-SA af Flatey 16—28 120 65 78,0
17 N-V af Sírey 15—26 90 66 80,6
18 N af Langey 15—22 120 62 —
heitur sjór við botn og fremur hart botn-
lag, skeljasandsbotn eða sand- og malar-
botn. Mjög leirborinn botn var aftur á
móti að finna á innanverðum Breiðafirði,
en hörpudiskur heldur sig yfirleitt ekki
á slíkum botni í neinu magni. Utar í firð-
inum var botninn víða í harðasta lagi,
þannig að þar var oft óhægt um vik að
toga.
Hvað viðvíkur stærð hörpudisksins á
Breiðafjarðarmiðum, virtist hún vera í
meðallagi, miðað við áður þekkt veiðisvæði.
Þó eru talsverðar sveiflur á stærð milli
svæða, eins og sjá má á 4. mynd og 1. töflu,
er sýna stærðardreifingu og meðalstærð
hörpudisks á nokkrum helztu veiðisvæð-
unum í Breiðafirði. Botnlag og dýpi virð-
ist skipta nokkru máli í sambandi við
stærðina og var stærstu skeljarnar yfir-
leitt að fá á hörðum botni og grunnt á
hverju svæði.
I þessum leiðangri var, auk hörpudisks,
fylgzt með öðrum skeljategundum er kunna
að verða nýttar í framtíðinni. Víða var tals-
vert magn af öðuskel, einkum á grunnu
vatni. Þá varð og vart við kúskel og báru-
skel á nokkrum stöðum, en í litlu magni,
þar sem þessar skeljategundir grafa sig
niður í leirinn og sandinn og veiðast því
síður í hörpudiskaplóg.
Þar eð hörpudiskaveiðar eru nýjar af nál-
inni hér á landi, þykir ekki úr vegi að
minnast hér örlítið á lífshætti og útbreiðslu
hörpudisksins (sjá nánar heimildarrit að
neðan).
Hörpudiskurinn er einkynja og er hlut-
fallið á milli hrygna og hænga venjulega
u. þ. b. jafnt. Hann verður kynþroska 40
—50 mm að stærð (við stærðarmælingar
er mæld hæð skelja frá hjör að skelrönd)
og er þá að jafnaði 5 ára gamall. Hrognin
eru bleik eða appelsínurauð, en svilin hvít-
leit og eru því oftast auðveld til aðgrein-
ingar. Hrygningin fer fram einu sinni á
ári og virðist ná hámarki á tímabilinu frá
því í lok júní fram í miðjan júlí.
Sem kunnugt er, má oft greina bauga á
skeljum skeldýra sem árhringi, einkum ef
breytingar á umhverfisháttum dýranna eru
ekki tíðar eða óreglulegar. Aldursákvarð-
anir á hörpudiski hafa samkvæmt þessu
leitt í ljós, að vöxturinn er fremur hægur
og minnkar með aldrinum (sjá 5. mynd).
Þar eð lágmarksstærð á hörpudiski til lönd-
unar er nú 70 mm, samanstendur veiðin
því aðallega af skeljum 8 ára og eldri (sjá