Ægir

Árgangur

Ægir - 15.05.1971, Blaðsíða 12

Ægir - 15.05.1971, Blaðsíða 12
Æ GIR 118 svæðið vera úti af Arnarnesi á 15—28 fm dýpi (svæði 9). Á þessu svæði höfðu þeg- ar verið stundaðar nokkrar veiðar, en svæðið virðist þó nokkru víðáttumeira en áður var haldið. Á svæði 8 við Sandeyri hafði ennfremur verið veitt smávegis, en ný svæði fundust við Snæfjallaströnd úti af Gullhúsum á 10—25 fm dýpi (svæði 7), við Kambsnes á 13—25 fm (svæði 10) og smásvæði á hrygg suður af Hrútey í Mjóa- firði á 13—28 fm (svæði 11). Enda þótt aflamagn hafi ekki allsstaðar verið ýkja- mikið á þessum svæðum í ísafjarðardjúpi, var hörpudiskurinn yfirleitt sérstaklega vænn. 1 Dýrafirði reyndust vera tvö góð veiði- svæði, innan til við Arnarnes á 15—26 fm dýpi (svæði 12) og úti af Hrauni á 16—22 fm (svæði 13). Vitað var um hörpudisk á þessum slóðum áður, en þar hafði ekkert verið veitt. Tvö ný og góð veiðisvæði fundust í Arn- arfirði, fyrir innan Álftamýri á 12—21 fm dýpi (svæði 14) og úti af Fífustaðadab Kirkjubólstöngum og Bakkadal á 16—26 fm dýpi (svæði 16). Áður var vitað um hörpudisk rétt utan við Bíldudal (svæði 15) og við Langanes, en tilraunir Bíldæl- inga með þessar veiðar höfðu þó ekki gef- izt vel. I Tálknafirði fundust ný mið við Tálkn- ann á 11—25 fm dýpi (svæði 17) og í Patreksfirði einnig við Tálknann á 11—22 fm dýpi (svæði 18). Smávegis hafði verið leitað í Patreksfirði áður, en án árang- urs. Ætla má, að þessi nýju mið, sem héi' hefur verið greint frá, verði til þess, að hörpudiskveiðar á Vestfjörðum verði stundaðar víðar og í auknum mæli en fram til þessa. Summary. In February—March new grounds of Iceland scallop (Chlamys islandica) were discovered in North-west Iceland, during a I. Tafla. Svæði, sem hörpudiskur fannst á i einhverju magni. Svæði nr. Staður Dýpi fm Afli (kg') pr. 5 mín. tog Mest Meðal Athugasemdir i Jökulfirðir 20-30 85 40 2 — 10-12 38 33 3 — 15-24 120 84 Smáv. kalkþör. 4 — 12-29 60 38 Talsv. kalkþör. 5 — 9-18 60 40 Talsv. kalkþör. 6 — 12-24 140 66 Smáv. kalkþör. 7 ísafjarðardjúp 10-25 45 36 8 — 14-24 100 50 9 — 15-28 150 82 10 — 13-25 60 33 11 — 13-28 60 55 12 Dýrafjörður 15-26 100 70 13 — 16-22 85 56 14 Arnarf jörður 12-21 125 65 15 — 11-14 50 1 hal 16 — 16-25 200 96 17 Tálknafjörður 11-25 125 73 18 Patreksf jörður 11-22 120 60 19 Tálknaf jörður 9-16 25 1 hal 20 Arnarfjörður 20-22 25 1 hal 21 — 11-22 30 21 22 ísafjarðardjúp 13-21 20 13 23 — 17-29 40 15 24 — 13-26 20 14

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.