Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1973, Blaðsíða 5

Ægir - 01.02.1973, Blaðsíða 5
RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 6 6. ÁRG. 2. TBL. 1. FEBRÚAR 1973 I tilefni af komu Bjarna Benediktssonar EFNISYFIRLIT: I tilefni af komu Rjarna Benediktssonar 21 • Emil Ragnarsson: Pæreyskt línuvélakerfi 22 • Nýtt fiskiskip: Bjarni Benediktsson RE 210 28 • íslandsmet 31 • Bókarfregn: Nútímaveiðarfæri 32 • Fiskverð 33 Minningarorð: Árni Vilhjálmsson, fyrrv. erindreki 34 Þorvarður Björnsson, fyrrv. yfirhafnsögu- maður 35 • Utfluttar sjávarafurðir í nóv. 1972 og 1971 36 • Lög og reglugerðir: Ráðstafanir vegna gengisbreytingar 38 Skipu]ag á löndun loðnu 39 Eann við botnvörpu- og flotvörpuveiðum 40 ÚTGEFANDI: fiskifélag íslands höfn. ingólfsstræti SÍMI 10500 RITSTJÓRI: MÁR ELÍSSON PRENTUN: ÍSAFOLD ÁSKRIFTARVERÐ 600. KR. ÁRGANGURINN KEMUR ÚT HÁLFSMÁNAÐARLEGA Fiskifélagið vill óska eig- endum hins nýja fiaggskips íslenzka veiðiflotans til ham- ingju með farkostinn og skip- inu og áhöfn þess gæfu og gengis á komandi árum. Það er tímamótaviðburður, þegar nýtt skip, nýrrar gerðar, sigl- ir í fyrsta sinn til hafnar. Útlendingur einn, sem kynnti sér háttu íslendinga, sagði eitthvað á þessa leið: „Þegar íslendingum dettur eitthvað í hug, bregða þeir svo hart við, að við liggur að þeir snúi sig úr hálsliðnum". Þessi eðlisþáttur okkar, ásamt raun- verulegri eða ímyndaðri þörf, hefur valdið gerð þess koll- steypuþjóðfélags, sem við bú- um í. Okkur er gjarnt að að- hafast fyrst, en hugsa á eftir. Með þessu er ekki verið að gefa í skyn, að við eigum ekki að byggja togara. Það er mats- atriði, hvort hér hefur of mik- ið verið aðhafzt, en gamli tog- araflotinn er orðinn úreltur og úr sér genginn og því full þörf endurnýjunar. Hins vegar er því ekki að leyna, að grund- völlur ákvarðana um kaup margra þeirra togara, sem von er á, er byggður á afarhæpn- um forsendum. Á mörgum stöðum er mannaflaskortur, ekki hvað sízt að því er yfir- menn varðar, algjör skortur er víða á allri viðgerðarþjón- ustu og víða eru erfiðleikar á að taka við og vinna svo stóra farma, sem búast má við að þessi skip skili. Fari svo, að innan skamms rætist draumur okkar um einkarétt til nýtingar fiskauð- linda landgrunnsins, er fylli- lega tímabært að fara að skoða ofan í kjölinn hvernig við vilj- um haga þeirri nýtingu. í því sambandi er nauðsynlegt að hafa hliðsjón af sem flestum hliðum málsins. Okkur ætti þá að verða í lófa lagið að reka einhverja skynsamlega fisk- veiðipólitík. Sú pólitík verður fyrst og fremst að beinast að því að aðlaga afkastagetu flot- ans að afrakstursgetu þeirra fiskstofna, sem við kjósum að nýta. Með þessu eina móti komum við í veg fyrir sam- keppni við okkur sjálfa um veiðar á takmörkuðu magni og tryggjum arðsemi fiskveið- anna, til hagsbóta fyrir sjó- menn, útveginn og þjóðina alla. Spurningar, sem þarf að svara eru: Hvað þurfum við stóran flota? Hvernig á gerð flotans að vera? Og hvar á að staðsetja hann? J. BI.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.