Ægir - 01.02.1973, Blaðsíða 10
Mynd 5. Hreinsi- og afvindun-
arkerfi (3—6 á mynd 1 og 2).
með þetta kerfi, og sem reru með sömu línu-
lengd á sömu mið. Þess ber þó að geta að
á þeim bátum eru 3 á sjó og 3 í landi við beitn-
ingu.
Yfir sumartímann eru 4 um borð, en þá
eru þeir nokkra daga úti í einu og draga inn
á stokka.
Notagildi.
Um notagildi kerfisins er það að segja að
það mun ugglaust létta mörg handtök og jafn-
framt spara mannskap. Það er víða hér á landi
orðið erfitt að fá beitningamenn og hefur
það staðið línuútgerð fyrir þrifum. Ég leyfi
mér að halda því fram, að hér sé einkum á
ferðinni kerfi fyrir minni báta og á að vera
auðvelt að koma kerfinu fyrir í bátum allt
niður í 15-20 rúmlestir og jafnvel minni, ef
gangbreidd milli stýrishúss og síðu er nægi-
leg. Segja má að það sem taki mesta plássið
séu stamparnir og þar sem aðeins er hægt að
hafa 220 króka í stamp í stað 4-500 með gömlu
aðferðinni, verða stampar um tvisvar sinnum
fleiri og þar af leiðandi fleiri handtök við
stampana, en ekki verður það neitt vandamál
að koma tilskildum stampafjölda fyrir.
Á minni bátum, sem eru í dagróðrum og róa
með ca. 10000 króka, eða 25 400 króka bjóð, er
algengt að 3 menn séu á sjó og 3 í landi. Með
vélinni væri að mínu áliti hægt að hafa 1 y2
mann í landi í stað þriggja, en sama mannskap
á sjó og er þá reiknað með að ekki sé dregið
inn á stokka og landmenn skili ákveðnum
vinnudegi. Ef vinna landmanna er borin sam-
an í þessum tveimur tilvikum, kemur út úr
því dæmi, að 1 maður stokki upp sömu línu-
lengd og tveir menn geta beitt. í þessum
samanburði er gert ráð fyrir að beitningar-
mennirnir þurfi að taka beitu úr frysti, skilja
hana að og skera. Þeir þurfa einnig að hreinsa
beituafganga og annað af krókum, en þess
þyrfti þó ekki, ef t. d. burstum væri komið
fyrir innan við línurúllu. Einnig þurfa þeir
að vinda tauma af ásnum, sem uppstokkun-
armaðurinn þarf ekki. Sama vinnan er að
sjálfsögðu við ábótina. Ef gerður er saman-
burður á vinnu um borð með línuvélakerfinu
annars vegar og hefðbundnu aðferðinni hins
vegar, þá verður vinnan um borð heldur
meiri þar sem gert er ráð fyrir að mannskap-
urinn um borð sjái um að skilja beituna úr
pökkunum og kljúfa hana og mætti hugsan-
lega gera það meðan stímað er á miðin, eða
áður en haldið er úr höfn. Vinnan við að
flytja stampa og tengja saman bjóð verður
einnig meiri eins og áður var minnzt á, en
þetta verða að teljast smáatriði.
Tíminn við að leggja línuna verður lengri,
þar sem lagningarhraðinn er minni með
beitningarvél þessari heldur en þegar lagt er
úr stamp. Það þýðir þó ekki að drætti þyrfti
endilega að seinka sem nemur þeim tímamis-
mun, t. d. ef byrjað er á þeim enda, sem fyrst
var lagður eftir ákveðinn tíma, ætti þetta að
koma út á eitt.
Yfir sumartímann er mögulegt að stunda
útilegur á minni bátum með kerfi þetta. Mið-
að við 30 rúmlesta bát má reikna með 4 mönn-
26 — ÆGIR