Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1973, Page 12

Ægir - 01.02.1973, Page 12
NÝ FISKISKIP Bjarni Benediktsson RE 210 Hinn 10. janúar s.l. kom skuttogarinn Bjarni Bene- diktsson RE 210 til Reykja- víkur. Þetta skip er það fyrsta af sex systurskipum, sem sam- ið hefur verið um að smíða hjá Skipasmíðastöðinni „As- tilleros Luzuriaga S.A., Pasa- jes de San Juan“ á Spáni. Eig- andi Bjarna Benediktssonar er Bæjarútgerð Reykjavíkur, en Bæjarútgerðin mun fá tvö sams konar skip til viðbótar. Skipið er byggt eftir flokkun- arreglum „Lloyd’s Register of Shipping" og er styrkt með tilliti til siglinga í ís. í skipinu eru 11 eins manns klefar, 7 tveggja manna klefar og einn sex manna klefi. Við venjuleg- ar aðstæður verður sex manna klefinn ekki notaður, en í sér- stökum tilfellum, t. d. ef veiða á í salt, er gert ráð fyrir að fjölga megi áhöfn. Skipið er búið tveimur aðal- vélum, MAN, G8V 30/45 ATL og skilar hvor um sig 1410 hestöflum við 400 sn./mín. Niðurfærslugír er af gerðinni BREVO með niðurfærslu 2:1. Skipið er með 4ra blaða skipti- skrúfu af Escher Wyss gerð, sem stjórnað er eftir atvikum af stjórnpalli eða úr vélarúmi. Inn á gírinn tengjast tveir riðstraumsrafalar, sem hvor um sig er 475 KVA (380 kw), 3x380 V, 50 HZ. Sértsakur riðstraumsrafmótor (550 hö) knýr 350 kw, 440 V jafn- straumsrafal, sem sér rafmót- or togvindunnar fyrir orku. Rafalar og rafmótorar eru af Indar-gerð. Hjálparvél er af gerðinni MAN R6V 16/18T, 225 hest- öfl við 1000 sn./mín., sem knýr Indar riðstraumsrafal (170 KVA, 3x380 V, 50 HZ). Auk þess er lítil hjálparvél af Caterpillargerð, 67 hestöfl, 1500 sn./mín., sem knýr 56 KVA riðstraumsrafal. Ljósa- vél þessi er staðsett á milli- dekki í lokuðu rúmi. í skipinu er „hydrofor- kerfi“ bæði fyrir sjó og fersk- vatn og 300 1. kútur fyrir heitt vatn. Sérstakur ferskvatns- eimir af Atlasgerð framleiðir 5 tonn á sólarhring og er varmi frá kælivatninu á aðalvélunum notaður til að eima sjóinn. Einnig er í vélarúmi sérstök skilvinda (lænsevands-sepera- tor) til að skilja olíu úr véla- rúmsausturnum. Þetta tæki er nauðsynlegt um borð í skip- um og gefur auga leið að mengun frá skipum stór- minnkar við tilkomu þess. Skilvinda þessi er af gerðinni Akers og á að geta afkastað 10 t/klst. Dælur fyrir aðalvélar, fersk- vatns-, sjó- og smurolíudælur, hafa allar varadælur. Skil- vindur eru tvær, önnur fyrir smurolíu og hin fyrir gasolíu, og hafa þær sömu afköst. I stýrisvélarrúmi undir skut- rennu er rafstýrð, vökvaknúin stýrisvél af gerðinni Brússel. Brú skipsins er mjög fram- arlega, hlutfallslega framar en á öðrum skuttogurum hér á landi, og fæst þar af leiðandi mjög langt togþilfar, eða um 40 m. langt frá efri brún skut- rennu. Fyrirkomulag á tog- þilfari er þannig, að mögu- legt er að hafa tvær vörpur undirslegnar og tilbúnar til veiða, en algengast er á skut- togurum að aðeins ein sé und- irslegin. Rétt fyrir aftan lestarlúg- urnar greinist vörpurennan í tvær minni rennur, sem liggja sitt hvorum megln við lúgurn- ar fram að grandaravindunum. Togvindan er af gerðinni Brússel KMC III/4. Vindan er drifin af Indar 440 hö, 440 V rafmótor. Meðaltogkraftur er um 14 t og vírahraði 120 m/ mín. Hvor tromla tekur um 1670 faðma af 3V2 tommu vir. Fyrir utan togtromlurnar eru Stærð skipsins .............................. 269 brl. Mesta lengd................................ 68.70 m. Lengd milli lóðlína........................ 59.00 m. Breidd .................................... 11.60 m. Dýpt frá efra þilfari....................... 7.50 m. Dýpt frá neðra þilfari ..................... 5.00 m. Djúprista .................................. 4.80 m. Lestarrými .................................. 730 m3 Olíugeymar .................................. 414 m3 Ferskvatnsgeymar.............................. 80 m3 Ballastgeymir (stafnhylki) ................... 45 ms Lýsisgeymar .................................. 30 m3 Hraði í reynslusiglingu..................... 15,3 sjóm. 28 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.