Ægir

Árgangur

Ægir - 15.08.1974, Blaðsíða 8

Ægir - 15.08.1974, Blaðsíða 8
y% millj. lesta af sardínu. Perúmenn tóku þessar niðurstöður gildar og ákváðu að veru- legu leyti veiðar sínar í samræmi við þær. Kári gerði einnig aflaspá fyrir Ferúmenn í sama leiðangri og taldi, að þeir myndu ekki mega veiða nema sem svaraði 2 millj. lesta af ansjósu úr þessu 3% millj. lesta heildar- magni, vegna þess, að fiskurinn myndi eftir það dreifa sér og verða ill-veiðanlegur með þeirra veiðiaðferðum. Perúmenn veiddu svo 1,8 millj. lesta, svo að aflaspáin reyndist nærri lagi. Eins og menn muna var mikið rætt og ritað hérlendis um þessa ákvörðun Perúmanna að takmarka veiðar á síðastliðnu ári, þar sem það hlaut að hafa mikil áhrif á útkomuna úr loðnuveiðunum hjá okkur, þar sem segja má að heimsmarkaðsverð á mjöli fari eftir veiðum Perúmanna. Það vissu það þó fáir hérlendis, að hin mikilvæga ákvörðun Perú- manna byggðist á starfi íslendings. Frá Senegal fór Kári í september s.l. haust til Túnis, að mæla fiskmagn þar við strönd- ina. Þarna reyndist vera um % millj. lesta af ansjósu, makríl og sardínu. Næsta verkefni, sem Kára var falið, var í Senegal í Vestur- Afríku, en þar átti hann að hafa umsjón með rannsóknum, sem franskir vísindamenn önnuðust í samstarfi við FAO á svæðinu 10° n. br. til 18° n. br. og 50 sjóm. út frá ströndinni. Á þessu svæði mældist um 2i/2 millj. lesta fisks, aðallega makríll, sard- ínur og ansjósa. Næst þessu skrapp Kári til Alsír og Mar- okkó til fyrirlestrahalds og viðræðna við vís- indamenn þar. Að lokinni þessari ferð var komið að mikilvægasta viðfangsefni eða þætti í starfi Kára hjá FAO. Um jólaleytið 1972 hafði hann lagt fram tillögu um það í Róm, að þessi aðferð, sem hann notaði til að ákveða fiskmagn — en hún kallast á enskunni quantitative acoustic survey methods and techniques, sem gæti kallast á íslenzkunni bergmálsmagnmælingaraðferð — væri notuð í vötnum við að ákveða fiskmagn og kort- leggja fiskdreifingu. Rómarskrifstofan ákvað svo síðast liðið haust (1973) að gera þessa tilraun í fersku vatni og varð Tanganayika- vatnið í Afríku fyrir valinu. Rannsókn á fiskmagni í Tanganayikavatninu hafði stað- ið í þrjú ár eða lengur og verið notaðar hefð- bundnar aðferðir. Fiskurinn í vatninu er aðal- lcga smá sardína, 4 grömm eða svo á þyngd. Menn voru helzt þeirrar skoðunar, að fisk' magnið í vatninu væri ekki nema svo sern 200 þúsundir lesta. Árleg veiði var um 80 þús. lesta og margir töldu að um ofveiði vær1 orðið að ræða. Búrundi- og Tanzaníumönnum, enn þau ríki eiga m. a., land að vatninu- var mikið í mun að vita hið rétta í þessu efni, og þess vegna var þetta vatn valið af FAO til að prófa mælingaaðferð Kára í forsku vatni. Niðurstaðan vakti mikla furöu manna. Hún reyndist svo allt önnur en menn höfðu búizt við. Kára og félögum hans reiknaðist til að um 2,8 milljónir lesta af sardínu vseri í vatninu. Það var því ekkert í líkingu við þa® að um ofveiði væri að ræða heldur miklu fremur vanveiði. Þegar hér var komið sögu var Kári fast- lega að hugsa um að flytjast heim til síns föðurlands aftur, og ef til vill reyna að skapa hér heima meiri áhuga fyrir þessum tækni- nýjungum við mælingar á fiskmagni og fisk' dreifingu. FAO-menn voru þó ekki aldeilis a því að sleppa honum og þeir ákváðu að setja á stofn í samvinnu við Norad (Norwogian Agency for International Development) mikla rannsóknamiðstöð í Láma fyrir alla Suður- Ameríku, þar með talið Mexíkó. Þarna eT áætlað um þriggja ára verkefni og sjálfsagt áframhald að þeim tíma liðnum. Það er ÞV1 ekki liklegt að Kári komi heim á næstunni- Kári var heima um síðastliðin áramót að búa sig og fjölskyldu sína undir brottflutning' in til Lima. Fyrir atbeina Þorsteins Gísla* sonar dróst Kári á það, þrátt fyrir mikla tímaþröng að segja frá starfi sínu og sS' ferðum í megindráttum. „Þegar ég kom fyrst til FAO stóðu yf*r víðtækar rannsóknir eða könnun á magn1 og dreifingu uppsjávar fiskstofna bæði grunnt og lengra undan ströndum Vestur-Afríku a hafsvæbinu frá Kongó, (5° s. br.) til spönsku Sahara (26° n. br.). Þarna var farið að frarn- kvæma FAO-áætlanir (projects) í þessum til- gangi fyrir löndin: Kongó Brazzaville, Ghana. Fílabeinsstnöndina, Sierra Leone og Senegul en auk þess var í gangi hið svokallaða Regional Fishery Survey (RFS) — svaeðis- bundnar fiskveiðirannsóknir, en bækistöðvar þess rannsóknarhóps voru á Fílabeinsströnd- inni, og átti þetta að vera forystusveitin 1 rannsóknarstarfi FAO. Hugmyndin var a^ tengja saman rannsóknir hinna smærri verk' efna með sérstakri könnun úthafs- og rnilli' 224 — Æ GI R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.