Ægir

Árgangur

Ægir - 15.08.1974, Blaðsíða 12

Ægir - 15.08.1974, Blaðsíða 12
við að ákvarða veiðikvóta og gera tillögur um framtíðamýtingu stofnsins. Ég hef sérstak- lega bent á þessi tvö dæmi, vegna þess, að þau sýna ljóslega fljótvirkni og mikilvægi hinnar nýju mælingatækni, þegar um er að ræða að ákvarða fiskmagn, sem ekki er veitt af svo teljandi sé, eða stofna, þar sem magn- sveiflur eru tíðar og/eða stórar. Það er líka svo, að þó að mælingaraðferðin gefi góða raun og svari mikilvægustu spurningunni, það er, hvað fiskmagnið sé mikið á tiltekinni fiski- slóð á tilteknum tíma, þá er það eftir sem áður fiskifræðilegt verkefni að reikna eða finna út hve mikið má veiða miðað við við- komuna. Þegar ég var kallaður til Perú, þá voru Perúmenn orðnir mjög uggandi um að þeir væru famir að ofveiða stofninn og þeir gátu enga grein gert sér fyrir stofnstærðinni eft- ir þá snöggu breytingu, sem þeir vissu að hafði átt sér stað á lífsskilyrðunum. Það mgl- aði þá líka, að ciflinn hjá þeim var vaxandi á sóknareiningu og það kom ekki heim og saman við að stofnstærðin færi minnkandi, sem þó var talið öruggt, vegna heita straums- ins (El-Nino), sem þarna var óvænt á ferð. Þessi straumur stóreykur dánartölu ansjós- unnar. Samkvæmt hefðbundnu gagnasöfnun- inni er aukinn afli á sóknareiningu talið óbrigðult merki um vaxandi aflamagn í sjón- um. Það var nú samt ekki svo þarna, eins og reyndar vitað var að gat alls ekki verið, þó svo að afli ykist á sóknareiningu. Orsökin kom í Ijós við bergmálsmælingamar og hún reynd- ist sú, að fiskurinn leitaði undan heita straumnum upp að ströndinni og þéttist þar í stórar torfur, sem hægt var að ausa úr og aflinn stórjókst á sóknareiningu þrátt fyr- ir stórlega þverrandi heildarfiskgengd í sjón- um og minnkandi stofnstærð. Ég fór til Perú í janúar, en veiðarnar áttu að hefjast 5. marz, svo að tíminn var ekki langur til stefnu. En í endaðan febrúar höfð- um við lokið mælingunum og gagnaúrvinnsl- unni og fiskifræðingar og stjórnvöld ákváðu svo veiðikvótann að verulegu leyti eftir okk- ar niðurstöðum. Það verkefni sem mér er nú ætlað í Suð- ur-Ameríku er miklu stærra og umfangs- meira og ég bind miklar vonir við það. Þarna er um að ræða flest veiðisvæðin beggja vegna við Suður-Ameríku og Mexíkó. Ég er þeirr- ar skoðunar, að starfsemi þessarar rannsókn- armiðstöðvar, sem ætlunin er að setja á stofn í Lima, geti þjónað mikilvægu hlutverki við að ákveða stærð, dreifingu og árstíðabundn- ar göngur hinna mörgu og stóru fiskstofna er fyrirfinnast í þessum heimshluta. Ég kem til með að leggja mikla áherzlu á nákvæma og yfirgripsmikla öflun rannsóknargagna, og það ætti að verða unnt, því að Limastöðin á að hafa til sinna nota tvö rannsóknaskip búin fullkomnum tækjakosti svo og veiðar- færum til að taka sýni, en það er nauðsynleg- ur liður samfara mælingunum. Eitt af verkefnum Hafrannsóknastofnunar- innar í Lima, verður að aðstoða Perúmenn við að skipuleggja og framkvæma rannsókn- aráætlanir er miðast við að skapa traustan upplýsingagrundvöll varðandi stærð, dreif- ingu og ástand helztu fiskstofnanna við strendur Perú og auðvelda þannig stjórnvöld- um skynsamlega stjórn sjávarútvegsins í land- inu. Athygli okkar mun að sjálfsögðu bein- ast að ansjósustofninum, þó að þarna sé einnig um að ræða fleiri mikilvæga stofna, svo sem lýsingsstofninn (hake) við norður- strönd landsins. Það verður og mikilvægur lið- ur í starfsami miðstöðvarinnar í Lima, að þjálfa vísindamenn, aðallega fiskifræðinga og menn með sérþakkingu í rafeindafræði og kenna þeim að nota með fullum árangri þau tæki og þá tækni, sem nú er völ á. Að öðru leyti er vonazt til að rannsóknarmiðstöðin geti þjónað sem allsherjar lyftistöng fyrir fiskmagnsrannsóknir á þessum hafsvæðum, bæði til að kanna lítt þekkta fiskstofna og til að fylgjast náið með stærð og sveiflum stofna, sem nú þegar eru undir miklu veiði- álagi. ■— Heldurðu að hægt væri að mæla loðnumagn- ið hér nákvæmlega? — Já, ég held, að það væri tiltölulega auð- velt, þegar loðnan er að ganga á hrygningar- slóðimar, og ég er reyndar ekki í nokkrum vafa um, að það væri hægt og það á tiltölu- lega stuttum tíma. — Hvenær heldurðu að hægt verði að koma við bergmálsmagnmælingum til að ákveða magn botnfisks? — Ef við afmörkum spurninguna t. d. við þorsk, ufsa, ýsu og karfa, þá er hægt að full- yrða að áðurgreind magnmælingatæki geta þjónað sem frábær hjálpartæki við rann- sóknir á þessum tegundum eins og reyndar 228 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.