Ægir - 15.05.1975, Blaðsíða 7
Æ3R
RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS
68. ÁRG. 9. TBL. 15. MAl. 1975
Mikilsverðir áfangar
EFNISYFIRLIT:
Mikilvetrðir áfangar 149
•
Sumarveiðar Norðmanna
á loðnu í Barentshafi 150
Útgerð og aflabrögð 153
Lög og reglugerðir:
Reglugerð fyrir
■skveiðasjóð íslands um
lánaflokka 158
Reglugerð um
ukmörkun á loðnuveið-
um íslenzkra skipa í
Norðvestur-Atlantshafi 161
Fréttir 162
Ný fiskiskip:
Dagrún ÍS 9 163
ÚTGEFANDI:
FISKIFÉLAG íslands
HÖFN. ingólfsstræti
SÍMI 10500
RITSTJÓRN:
MÁR ELÍSSON (ábm.)
JÓNAS BLÖNDAL
AUGLÝSINGAR;
GUÐMUNDUR
INGIMARSSON
UMBROT:
GÍSLI ÓLAFSSON
PRENTUN:
ÍSAFOLD
ÁSKRIFTARVERÐ
1000 KR. PR. ÁRG.
KEMUR ÚT
fiAlfsmánaðarlega
Það hefur um áratugi verið
fiskimönnum og útgerðar-
mönnum mikið kappsmál, að
sjóvinna og kennsla í sjó-
mennsku yrði viðurkennd
námsgrein í almenna skóla-
kerfinu og á síðari árum hafa
einnig verið uppi raddir um
að nú væri einnig orðin þörf
fyrir kennslu í útgerð.
Sú reynsluþekking, sem
sjávarútvegurinn hefur byggt
á bæði í sjósókninni og út-
gerðinni var orðin of seinvirk,
þar sem hvorttveggja gerðist
að flotinn jókst stórlega, ný
tækni ruddi sér til rúms, og
flotinn var hlutfallslega sífellt
meir og meir mannaður við-
vaningum. Meðan svo var,
að viðvaningar voru tiltölu-
lega lítill hluti skipshafnar-
innar um borð, þá var hægt
að bíða eftir því, að þeir öðl-
uðust kunnáttu með gömlu að-
ferðinni, að þreifa sig áfram
og læra smám saman af
skipsfélögum sínum, en þessi
aðferð gat ekki dugað eins og
mannaskipan er farin að
verða á fiskiflotanum. Það
varð að taka upp þá aðferð að
skóla unglinga sérstaklega og
ganga skipulega og ákveðið til
þess verks. Sem sé hraða
kennslunni. Hinn mikli slysa-
faraldur, sem hefur herjað
fiskiflotann gerði nauðsyn
þessa enn brýnni.
Árið 1975 verður að teljast
merkisár í skólamálum sjó-
mannastéttarinnar. Veturinn í
vetur er sá fyrsti, sem sjó-
vinna er kennd nokkuð al-
mennt á gagnfræðastiginu eða
í einum 30 skólum og nú í
vertíðarlokin hjá þinginu varð
Sjóvinnuskólafrumvarp Pét-
urs Sigurðssonar að lögum,
en það gerir ráð fyrir að starf-
ræktur sé sérstakur sjóvinnu-
skóli jafnframt sjóvinnu-
kennslunni í almenna skóla-
kerfinu. Um líkt leyti og þetta
varð tilkynnti Tækniskóli ís-
lands, að tekin yrði upp
kennsla í útgerðartækni við
þann skóla að hausti kom-
anda. Eftir langa kyrrstöðu
og þóf, gerast nú framfarirn-
ar í stökkum.
Leiðrétting
Línuruglingur varð í afla-
fréttum frá Stokkseyri og
Eyrarbakka í síðasta tbl. bls.
137. Réttur er textinn þannig:
Stokkseyri. Þar lönduðu 6
(0) bátar afla, allir með net
og öfluðu 265 (0) lestir úr 41
veiðiferð. Gæftir voru góðar.
Eyrarbakki. Þar lönduðu 8
(6) bátar afla, allir með net
og öfluðu alls 404 (683) lestir.
Gæftir voru góðar.