Ægir - 01.06.1975, Blaðsíða 7
RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS
68. ÁRG. 10. TBL. 1. JÚNÍ 1975
Menntun sjómanna
EFNISYFIRLIT:
Menntun sjómanna 165
•
Sveinn Benekiktsson:
Horfur í sölumálum
loðnuafurða 166
•
Framleiðsla sjávaraf-
urða 1. jan.—31. marz
1975 og 1974 168
Loðnuveiðar Norðmanna
a Nýfundnalandsmiðum 169
•
Fiskverð:
Humarverð 171
Verð á hörpudiski 171
^tfluttar sjávarafurðir
1 apríl og jan.—apríl
1975 og 1974 172
•
Stýrimannaskólanum
sagt upp 174
•
Fréttir í maí 176
•
r _ Ný fiskiskip:
Arni Sigurður AK 370 179
Skarðsvík SH 205 180
ÚTGEFANDI:
fiskifélag íslands
höfn. ingölfsstræti
SÍMI 10500
RITSTJÓRN:
IVÁR ELÍSSON (ábm.)
JÖNAS BLÖNDAL
AUGLÝSINGAR;
guðmundur
ingimarsson
UMBROT:
GÍSLI ólafsson
PRENTUN:
ÍSAFOLD
áskriftarverð
1000 KR. PR. ÁRG.
KEMUR ÚT
NÁLFSMÁNAÐARLEGA
Það gerist nú skammt
stórra högga á milli í því
máli, sem Fiskifélag íslands
hefur borið hvað mest fyrir
brjósti undanfarin ár, en það
er aukin menntun sjómanna-
stéttarinnar.
Það er óhætt að fullyrða að
sjóvinnukennsla og kennsla í
almennri sjómennsku sé nú
komin inní hið almenna skóla-
kerfi, þó að eftir sé að móta
þá kennslu og það taki vafa-
laust sinn tíma. Það er engin
ástæða til að flana að neinu í
því efni, heldur þreifa sig sem
mest rólega áfram eftir því
sem vaxandi reynsla leiðir í
ljós og hagkvæmast sé að
haga kennslunni.
Sjóvinnuskólafrumvarp Pét-
urs Sigurðssonar var afgreitt
sem lög frá Alþingi í vor.
Meginatriði þess voru reglu-
legt námskeiðahald bæði fyr-
ir kennara og unglinga á veg-
um Sjóvinnuskólans, aukin
kennsla í slysavornum og ör-
yggismálum sjófarerída og
aukin almenn fræðsla í fisk-
verkun og meðferð afla. Það
er vissulega einnig eftir að
móta þá starfsemi, sem Sjó-
vinnuskólanum er ætlað áð
inna af höndum, og í því efni
gildir það sama og um sjó-
vinnukennsluna í almenna
skólakerfinu, að þar er bezt
að láta sér hægt og þreifa sig
áfram. Lögin um Sjóvinnu-
skólann gera líka ráð fyrir
því að þannig sé staðið að
málunum.
Þá er að nefna, að Tækni-
skólinn hefur tekið upp út-
gerðartækninám, sem náms-
braut í skólanum og er hún
skiljanlega mjög tengd sjó-
mannsnáminu enda gert ráð
fyrir löngum siglingatíma og
alhliða þekkingu á okkar
helztu veiðiaðferðum.
Loks er að nefna það skref-
ið, sem reyndar er nú ekki
nýjung, en hefur einhverra
hluta vegna átt dálítið erfitt
uppdráttar. Það er sú starf-
semi Stýrimannaskólans í
Reykjavík að halda uppi 1.
stigs kennslu í sjávarþorpum,
þar sem þátttaka fengist
nægjanleg. Þó að ótrúlegt sé,
hefur reynzt erfiðleikum
bundið að fá næga þátttöku,
jafnvel í stórum fiskveiði-
plássum. í þessu efni vantar
áreiðanlega einhverja vakn-
ingu í sjávarplássunum.