Ægir - 01.06.1975, Blaðsíða 16
Stýrimannaskólanum
sagt upp
Stýrimannaskólanum í Reykjavík var sagt
upp 24. maí í 84. sinn. Viðstaddir skólaupp-
sögn voru margir af eldri nemendum skólans.
í upphafi gaf skólastjóri stutt yfirlit yfir
starfsemi skólans á skólaárinu. Auk venju-
legrar kennslu sóttu nemendur 2. stigs nám-
skeið í brunavörnum á slökkvistöðinni. Þá
fóru nemendur 1. og 2. stigs æfingaferðir á
sjó með Hafþóri, skipi Hafrannsóknastofnun-
arinnar, og nemendur 3. stigs með varðskip-
um ríkisins.
Skólastjóri gat þess að tækjakostur skólans
hefði aukizt verulega, einkum með nýju
kennslutæki, sem heitir á ensku Radar Sim-
ulator, en mætti á íslenzku kallast ratsjár
samlíkir. Slík tækjasamstæða iþykir nú orðið
nauðsynleg við sjómannaskóla. Hlutverk þessa
samlíkis er að æfa nemendur í að sigla eftir
radar við sömu aðstæður og um borði í skipi
á sjó.
Að þessu sinni luku 18 skipstjóraprófi 3.
stigs og 53 skipstjóraprófi 2. stigs. Fyrr um
veturinn höfðu 58 iokið skipstjóraprófi 1.
stigs og 6 skipstjóraprófi 4. stigs, þ. e. skip-
stjóraprófi á varðskipum ríkisins.
Efstur á prófi 3. stigs var Þórarinn Th. Ól-
afsson, 9.89, sem er hæsta einkunn við skól-
ann til þessa, og hlaut hann verðlaumabikar
Eimskipafélags íslands, farmannabikarinn.
Efstur á prófi 2. stigs var Kristinn Gestsson,
9.52, og hlaut hann verðlaunabikar Öldunnar,
Öldubikarinn. Efstur á prófi 4. stigs var
Vilmundur Víðir Sigurðsson, 9.38, og á prófi
1. stigs Stefán Þröstur Halldórsson, 9.50.
Bókaverðlaun úr Verðlauna- og styrktar-
sjóði Páls Halldórssonar skólastjóra hlutu
eftirtaldir nemendur, sem allir höfðu fengið
ágætiseinkunn: Guðmundur Jósepsson, Gunn-
ar Jónsson, Jón Sigmar Jóhannsson. Kristinn
Gestsson og Þórarinn Th. Ólafsson.
Áður en skólastjóri tók að afhenda skír-
teinin ávarpaði hann nemendur svofelldum
orðum þeim til veganestis:
„Ég óska ykkur til hamingju með prófið
og þann áfanga, sem þið hafið nú náð. Frá
skólans hendi teljist þið hæfir til að gegna
stýrimannsstöðu hver á sínu sviði. Við þessi
tímamót vil ég þó benda ykkur á að skóla-
veran er aðeins undirbúningur undir enn
harðari raun og af reynslunni eigið þið eftir
að læra margt, sem ekki verður numið ein-
göngu af bókum. Þið, sem nú eruð að hverfa
frá skólanum, hafið sjálfsagt það markmið
að nýta þá möguleika sem prófið veitir ykk'
ur og held ég að þið getið verið bjartsýnir á
að það takist fljótlega. Eftir því sem mér sýn'
ist er fremur vöntun á stýrimönnum en hitt-
Nú er komið að því að þið eigið að tengja
bóklega mennt við verklega, þannig að not
ykkar af skólaverunni verði sem bezt. Látið
því ekki fyrnast yfir það, sem þið hafið num'
ið hér. Skip eru nú orðið búin fullkomnum
rafeindatækjum svo að mönnum hættir við
að líta á hinar hefðbundnu aðferðir siglinSa'
fræðinnar sem úreltar og óþarfar. Þetta er
mikill misskilningur. Rafeindatækin erU
ómetanleg hjálpar- og öryggistæki og vissU'
lega auðvelda þau allar staðarákvarðanir þar
sem þau eru fyrir hendi og í lagi. En stjórn*
andinn má ekki verða svo háður þeim að aðr-
ar aðferðir gleymist, því alltaf getur kiomi
fyrir að til þeirra þurfi að grípa.
Eitt atriðið enn í sambandi við hin íu
komnu siglingatæki get ég ekki látð hjá kða
að minnast á við ykkur, sem eigið í framti
inni eftir að vinna með þeim og að sjálfsög
færa ykkur hina miklu kosti þeirra i
nyt’
Eins og ég gat um áðan eru þetta ómetante
hjálpar- og öryggistæki, sem hægt er að jar
aði að staðsetja sig með á fljótvirkan úa
hvenær sem er sólarhringsins og hvernig se
veður er, jafnframt því að auðvelda alla sig
ingu í slæmu skyggni. Maður skyldi þvi
ætla
að skipsströnd og árekstrar milli skipa heyu
fortíðinni til. Svo er þó ekki. Skip stranda
skip rekast á þó þau séu búin fullkomnUs
174 —ÆGIR