Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1975, Blaðsíða 8

Ægir - 01.06.1975, Blaðsíða 8
Sveinn Benediktsson: Horfur í sölumálum loðnuafurða I dreifibréfi Félags ísl. fiskmjölsframleið- enda nr. 4 29. apríl 1975 birti Sveinn Bene- diktsson, formaður félagsins, yfirlitsgrein um ástand og horfur í sölu á loðnumjöli og loðnu- lýsi. Greinin er söguleg og hagnýt heimild um gang þessara mála undanfarið og þó að hún sé nú í höndum margra, gaf Sveinn leyfi til að hún birtist einnig í Ægi. Þar væri hún flestum tiltækust sem heimild til upprifjunar. Ásg. Jak. Aðfararorð Enn hafa orðið miklar og snöggar breyt- ingar á verði loðnuafurðanna, mjöls og lýsis, frá því að síðasta dreifibréf FÍF var birt hinn 18. marz s.l. Loðnuvertíðinni lauk hinn 8. apríl, og höfðu þá veiðst um 457.000 tonn á móti 462.000 í fyrra. í bræðslu fóru um 455.000 tonn, en um 1.000 tonn voru fryst fyrir Japansmarkað og 500/1000 tonn til beitu. Dylgjur þær í garð yfirvalda, banka og framleiðenda, vegna verðlags loðnuafurða, sem getið var í síðasta dreifibréfi, féllu dauð- ar niður, svo sem vænta mátti. Ágæt ansjóvetuveiði hefur verið í Perú frá því hinar reglulegu veiðar hófust þar hinn 10. marz s.l. Gera þeir nú ráð fyrir 1.200.000 tonna fiskmjölsframleiðslu á árinu 1975. Verð á loðnumjöli í fyrstu viku s.l. marzmánaðar seldi EP- CHAP (fiskmjölseinkasala Perúmanna) um 100.000 tonn til Vestur-Þýzkalands af ansjó- vetumjöli cif Hamborg. Verðið var um $200,- fyrir metric tonn, þ.e. $3.08 fyrir eggjahvítu- eininguna í tonni, laust í lest, en kögglað. Af- skipun skyldi fara fram í apríl 1975 fram í marz 1976. Skýrt var frá þessari sölu í Dreifi- bréfi FÍF nr. 3 1975, er út kom 8. marz, en þá var salan nýlega um garð gengin. Margir töldu, að þessi sala á svo miklu magni til afskipunar á heilu ári til aðalmark- aðslands fiskmjöls í Evrópu myndi hafa 1 för með sér enn meira verðfall á fiskmjöli en orð- ið var, en sú varð ekki raunin á. Verð á soja- baunamjöli var á þessum tíma óeðlilega hátt samanborið við verð á fiskmjöli. Hafði soja- baunamjölið hækkað í verði í byrjun marz- mánaðar. Leiddi verðmunurinn á sojabauna- mjölinu og fiskmjölinu til þess, að fóðurblönd- unarstöðvar og aðrir kaupendur fóðurs tóku að nota fiskmjöl að nýju í miklu ríkari mæh en þeir höfðu gert um alllangt skeið, vegua hinnar miklu hækkunar, sem orðið hafði a fiskmjölinu allt frá því í júnímánuði 1972. Að vísu hafði verðhækkun á fiskmjölinu verið mjög óstöðug, eins og áður hefur verið skýrt rækilega frá í mörgum dreifibréfum FÍF. Verðið á loðnumjöli hafði ekki verið haerra fyrrihluta ársins 1972 en 1.10 sterlingspunu eggjahvítueiningin í tonni cif, en var US doU' arar 4.30 þegar samningurinn var gerður vi v/o Prodintorg í Moskva hinn 6. febr. 1975. Síðan Perúmenn gerðu samningana við Þjóðverja um 100.000 tonn ansjóvetumjöls’ hafa þeir selt þeim fyrst 20.000 tonn cif Harrl' borg á 235.00 US dollara tonnið og a.m.k. 36.000 tonn til viðbótar á 240.00 U dollara. Eins og að framan segir, höfðu þessir samn ingar ásamt fleiri samningum Perúmann3 mikil áhrif til að auka neyslu á fiskmj0 r‘ Þegar hér var komið jókst skyndilega eftir spurn eftir fiskmjöli frá íslandi til afhen taflr vart ingar í apríl/maí og júní, því að nokkrar urðu á afgreiðslu mjölsins í Perú og er búist við því að það komi til Evrópulanda f/ , en komið er fram í júní. Vildu kaupendur P fá íslenzka fiskmjölið í skarðið. 166 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.