Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1975, Blaðsíða 31

Ægir - 01.12.1975, Blaðsíða 31
NÝ FISKISKIP • ■/ • .... 0 / þessu tbl. birtist lýsing á skut- togaranum Haraldi BöSvarssyni AK, sem keyptur var til lands- ins frá Noregi, og tveimur 30 rúmlesta fiskiskipum sem byggð eru innanlands og afhent voru á s.l. sumri. Ægir óskar eigendum og áhöfnum skipanna til ham- ingju. Haraldur Böðvarsson AK 12 30. júlí s. 1. kom skuttogar- inn Haraldur Böðvarsson AK 12 til Akraness í fyrsta sinn. Þetta er 3. skuttogarinn, sem Akurnesingar eignast en fyrir eru á staðnum Krossvík AK og Ver AK. Skuttogari þessi, sem áður bar nafnið Baats- fjord, var keyptur frá Noregi og var afhentur fyrri eigend- um í apríl á þessu ári. Skipið er byggt hjá Storviks Mek. Vcrksted A/S Kristiansund, nýbygging nr. 67 hjá stöðinni, og er svonefnd R-155 A gerð frá Storviks. Þetta er fimmti skuttogarinn í flota lands- manna sem umrædd stöð hef- ur byggt og sá fjórði af þess- ari gerð, hinir þrír eru: Dag- stjarnan KE 9, Framtíðin KE 4 og Skinney SF 20. Stál- vík h.f. hefur byggt tvo skut- togaara af þessari gerð, en það eru Stálvík SI 1 og Runólfur SH 135. Haraldur Böðvarsson AK er í eigu samnefnds hluta- félags á Akranesi. Haraldur Böðvarsson AK mælist 299 rúmlestir, mesta lengd 46.45 m, breidd 9.00 m, dýpt að efra þilfari 6.50 m og dýpt að neðra þilfari 4.35 m. Lestarrými er um 280 m3, brennsluolíugeymar 124 m3 og ferskvatnsgeymar 47 m3. Aðalvél er frá MAK, 1500 hö, með Hjelset skiptiskrúfu- búnaði og skrúfuhring. Hjálp- arvélar eru tvær Mercedes Benz, 160 ha, með 124 KVA Stamford rafölum. Stýrisvél er frá Tenfjord. í skipinu eru tvær DIA8U togvindur (split- vindur), sambyggð akkeris- og grandaravinda og tveir kap- stan frá Brattvaag svo og flotvörpuvinda frá Norwinch. Kapalvinda fyrir netsjártæki er frá Elac, rafdrifin. Af öðr- um búnaði má nefna fersk- vatnsframleiðslutæki, lifrar- bræðslutæki svo og blóðgun- arkör, þvottakar og færibönd á vinnuþilfari. íbúðir eru samtals fyrir 17 menn. Undir neðra þilfari (framskips) eru fjórir 2ja manna klefar og einn eins manns klefi. Á neðra þilfari eru tveir 2ja manna klefar og einn eins manns klefi. í þil- farshúsi (á efra þilfari) eru tveir eins manns klefar fyrir yfirmenn og íbúð skipstjóra. Helztu tæki í stýrishúsi eru: Ratsjá: Decca, gerð RM924, 48 sml. Ratsjá: Decca, gerð RM926, 64 sml. Miðunarstöð: Taiyo, gerð TD-A130. Loran: Decca DL 91, sjálfvirkur Loran C. Gyroáttaviti: Anschiitz. Sjálfstýring: Anschutz. Vegmælir: Bergen Nautik, gerð FDU. Dvptarmælir: Simrad EQ 38. Dýptarmælir: Elac LAZ 71 m/botn- stækkun. Fisksjá: Elac LAZ 61. Netsjá: Elac. Talstöð: Sailor T122/R106, 400 W SSB Örbylgjustöð: Simrad VHFon, gerð PC 3, 25 W. Að öðru leyti er vísað í lýs- ingu á Skinney SF (14. tbl. ’75), en þessir tveir skuttog- arar eru byggðir eftir sömu teikningu, fyrirkomulag það sama og véla- og tækjabún- aður, þó með vissum undan- tekningum. í Haraldi Böðvars- syni AK er flotvörpuvinda og einn kapstan umfram, en aft- ur á móti er ekki losunarkrani. Tæki í brú eru af sömu gerð, nema fiskileitartæki. Hvílur eru fyrir 17 í umræddu skipi á móti 19 í Skinney SF, en íbúðarrými er þó hið sama. Skipstjóri á Haraldi Böðv- arssyni AK er Kristján Pét- ursson og 1. vélstjóri Jón Skafti Kristjánsson. Fram- kvæmdastjóri útgerðar er Sturlaugur Böðvarsson. ÆGIR — 385

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.