Ægir

Volume

Ægir - 15.03.1977, Page 16

Ægir - 15.03.1977, Page 16
Sjávarútvegurinn 1976 Nohhrir iorusimnenn í sjúnuriítvegi og fishiilinuiyi gcfu í livssu og nivstu hlöúuin stutt gfirlit gfir úriA sem leið og neða ústanil og liorfur Tónms Þorvaldsson: Saltfiskframleiðslan 1976 í tveimur síðustu áramótapistlum mínum hér í Ægi hefi ég lýst skoðun minni á því rang- læti að leggja há út- flutningsgjöld á að- al útflutningsat- vinnuvegina. Salt- fiskútflutningur varð þar harðast úti og var það því SÍF sérstakt ánægjuefni, þegar þau voru lækkuð í 6%.; Sú ánægja er þó nokkuð blandin, þar sem algjör niðurfelling þeirra hlýtur að vera markmiðið. Auk þeirra bættu samkeppnismöguleika erlendis, sem nið- urfelling útflutningsgjaldanna hafði í för með sér, einfaldaði það mjög hið svonefnda sjóða- kerfi sjávarútvegsins og er það vel. Það er augljóst, að til lengdar getum við ekki staðist þá óheilbrigðu samkeppni, sem Norðmenn og fleiri fiskútflytjendur stunda, ef við erum skattlagðir á ýmsan hátt, en þeir á sama tíma styrktir beint og óbeint um mikl- ar fjárhæðir. Sterkasta vopn okkar í sölustarfseminni var um langan aldur sú staðreynd, að við gátum ábyrgzt 35—45% af stærðinni 10/20 sporðar í 50 kg. pakka. Þetta er fiskur, sem lætur nærri að vera 97 94 — Æ GIR cm langur upp úr sjó. Þetta vopn hefur nú verið slegið úr höndum okkar að mestu, því að þó ennþá sé þokkalegt hlutfall af þessum fiski í sumum landshlutum, þá sést hann varla annars staðar. Á meðan f jölmiðlar slá upp fréttum af mok- afla hér og mokafla þar án þess að hirða um, hvort þar sé um að ræða fullvaxinn fisk eða einungis verið að strádrepa ungviði, þá er ekki von að vel fari. Framleiðsla og sala. Framleiðsla 1975 hafði verið áætluð 46.500 lestir, en birgðir um áramót reyndust meiri en ætlað var og kom því í ljós síðar á árinu 1976 að framleiðslan alls hafði orðið 48.800 lestir- Eins og fram kom í 5. tbl. Ægis 1976 var það mesta framieiðsla í 20 ár. Framleiðslan á árinu 1976 er skv. bráða- birgðatölum talin verða tæplega 44.000 lestir- Þar af hafa verið teknar um 3.300 lestir í þurrkun, sem er mun minna en síðustu ár og stafar af erfiðleikum á þurrfiskmörkuðum. Útflutningur á saltfiski árið 1976 varð alls rúmlega 49.000 lestir, sem er mesti útflutn- ingur um mjög langt skeið. Birgðir í ársbyrj' un voru talsverðar, en nú í árslok næsta litlar. en í því liggur meðal annars skýringin. Cif verðmæti þessa útflutnings mun nema ca- 13,8 milljörðum króna. Útflutningurinn 1976 skiptist þannig: lestir Útflutningur alls...................... 49.446 Óverkaður saltfiskur alls ............. 40.751 Bretland .......................... 208 Grikkland ....................... 3.427 Ítalía .......................... 3.796 Portúgal ....................... 27.273

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.