Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1984, Page 18

Ægir - 01.01.1984, Page 18
gefin út af Fiskifélaginu 1965. Bók þessi er uppseld. Nú er unnið að gerð nýrrar og viðameiri bókar af starfsmönnum Fiskifélagsins þar sem tekin er inn sú þróun sem hefur orðið í gerð og meðferð þessara mikilvægu tækja á seinustu árum. Fyrir þinginu liggur ýtarleg skýrsla fræðsludeildar Fiskifélagsins. Aðalstarfsemi hennar hefur grundvall- ast á almennri skipulagningu sjóvinnunámsins og framkvæmd kennslunnar víða um land. Unnið hefur verið að því að fá afnot af fiskiskipum þar sem kynna mætti starfið við raunverulegar aðstæður. Á þessu skólaári sem hófst í haust er stunduð sjóvinnukennsla í 41 skóla og er það 7 færri en var á s.l. skólaári og hefur nemendum fækkað úr 600 í 500. Að áliti þeirra er til þekkj a í skólakerfi landsmanna, er vart dvínandi áhuga ungmenna fyrir sjávarútvegi og kenna þeir um hinni neikvæðu umræður sem fram kemur í fjöl- miðlum og víðar um bágt ástand þessa atvinnuvegar og dökkar framtíðarhorfur. T.d. er tölvunám í boði í fyrsta sinn sem valgrein í nokkrum grunnskólum nú og er aðsókn nemenda í það nám geysileg, enda ó- spart haldið að þeim að enginn verði gjaldgengur í þjóðfélagi framtíðarinnar nema þeir sem yfir þessari tækni hafa að ráða. Ef engir fást til að mennta sig á sviði mikilvægasta atvinnuvegar landsmanna, er ekki víst að þörf verði heldur fyrir tölvufræðinga í framtíð- inni. Aflatryggingasjóður Starfsemi deilda sjóðsins var með svipuðum hætti árið 1982 og verið hefur undanfarin ár. Árið 1982 var lögum sjóðsins breytt lítillega og þá eingöngu í samræmi við það, að nú falla grá- sleppuveiðar undir starfsemi sjóðsins, eins og aðrar veiðar. Einnig gerði stjórn sjóðsins smábreytingu á útreikningum mánaðarbóta. Eins og að ofan greinir voru grásleppuveiðar felldar undir starfsemi sjóðsins. Gífurleg vinna var lögð í athugun á grásleppuveiðunum allt frá árinu 1978. Út úr þeim athugunum kom í ljós, að bóta- skyldu var árið 1982 á tveim svæðum þ.e. Horn/ Skagatá og Skagatá/Fontur. Útreikningum á bóta- skyldu og síðan á bótum lauk ekki fyrr en í júnímánuði á þessu ári. Bætur voru greiddar til 26 útgerðarmanna á vestursvæðinu samtals 254 þúsund krónur og til 18 útgerðarmanna á austursvæðinu, samtals 220 þúsund krónur. Þess má geta að tekjur sjóðsins af útflutningi grá- sleppuhrogna nam um 122 þús. króna árið 1982 og fram til febrúarloka 1983. Hlutverk áhafnadeildar sjóðsins var eins og kunn- ugt er, að greiða hluta af fæðiskostnaði sjómanna. Samkvæmt lögum sjóðsins skulu þær greiðslur breyt- ast í samræmi við matvælalið framfærsluvfsitölu. Með bráðabirgðalögum í maí s.l. voru m.a. bannaðar hækkanir launa í samræmi við hækkun vísitölu og einnig starfstengdar greiðslur. Hins vegar áttu laun að hækka um 8% 1. júní og4% 1. október. í ljósi þessara laga ákvað framkvæmdastjórn sjóðsins 3. júní s.l. að hækka fæðisgreiðslur í samræmi við ofangreinda % hækkun, en ekki samkvæmt lögum sjóðsins. Þetta mál hefur verið rætt töluvert á fundum stjórnar sjóðsins og eru sumir stjórnarmenn ekki sáttir við ofangreinda málsmeðferð og eru líkur á því að þetta mál verði tekið til nánari athugunar. Framkvæmdastjórn hefur bent á það, að með fullri hækkun vísitölu á fæðisgreiðslurnar væru miklar líkur á því að áhafnadeildin ætti í erfiðleikum að sinna sínu hlutverki upp úr næstu áramótum. í gegnum fæðisgreiðslur til sjómanna hefur áhafna- deildin um áraraðir séð um greiðslur á iðgjöldum til lífeyrissjóðs sjómanna. Árið 1980 nam sú upphæð 9,8 millj. króna, 1981 21,3 millj. kr., 1982 41,2 millj. kr. og það sem af er þessu ári er búið að greiða 58,8 millj. kr. til sjóðanna. Samkvæmt lögum er Verðjöfnunardeild ætlað það hlutverk að greiða uppbætur á vannýttar fiskteg- undir. Verðlagsráð ákveður hverjar þessar vannýttu fisktegundir eru og einnig hvaða prósentu skuli greiða hverju sinni. Vegna afla, sem veiddist árið 1982 voru greiddar uppbætur á 156.245 lestir, samtals 92,5 millj. króna. Þar munaði mest um karfa, en á hann voru greiddar 65 millj. króna og var magnið 104.157 lestir. Ufsamagnið nam aftur á móti 39.766 lestum og upp- bætur 24,3 millj. króna. Það sem af er þessu ári er búið að greiða 95,1 millj. króna á 139.466 lestir. Á karfa er búið að greiða 60,2 millj. og ufsa 33,5 millj- króna. Greinilegt er að þessar upphæðir eiga eftir að hækka töluvert fram til áramóta. Oft hafa heyrst raddir um það, að ýmsir hópar báta fengju hærri greiðslu úr deildum sjóðsins en nemi upphæðinni, sem þeir sömu bátar legðu til sjóðsins. Vegna þessa hefur verið gerð bráðabirgðakönnun á þessu atriði. Könnunin var gerð þannig að skipum var raðað í flokka eftir stærð og síðan reiknað út hvað hver hópur átti stóran hundraðshluta (%) af verð- mæti landaðs afla árið 1982. Síðan var athugað á sama hátt hve stóran hundraðshluta sömu hópar áttu í greiðslu úr deildum sjóðsins. 6-ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.