Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1984, Síða 31

Ægir - 01.01.1984, Síða 31
Dcemi um fyrirkomulag áföstum slökkvibúnaði. minni en áður í skrá yfir íslensk skip. Hinsvegar hefur Siglingamálastofnunin að sjálfsögðu ekkert við það að athuga, að eigendur skipa færi þannig niður orku aðalvélar, að því tilskyldu að skipið verði ekki talið vélvana. Það er kunnugt mál, að hægt er að minnka orku velar með öðrum aðgerðum, t.d. við það að minnka afköst forþjöppu eða loftkælingu vélarinnar. Pegar þessar aðgerðir hafa haft í för með sér umtalsverðar ^reytingar á aðalvél, sem ekki var talið auðvelt að ^reyta aftur í fyrra horf, þá hefur Siglingamála- stofnun ríkisins tekið slíkar breytingar gildar, og skráð orku vélarinnar lægri, í samræmi við upp- ■ýsingar frá vélaframleiðanda. Sumar þessara að- gerða eru hinsvegar ekki hagkvæmar með tilliti til olíunotkunar. Þannig geta þessi ákvæði landhelgis- 'aganna verið orsök þess, að olíunotkun verði meiri en hún þyrfti að vera. Væntanlega er hugmynd landhelgislaganna, að miða við orku aðalvélar sú, að miðað sé við togkraft viðkomandi skips. Þessi viðmiðun kemur þó ekki allt- af réttlátlega út. í sumum skipum knýr aðalvél auk skrúfubúnaðar líka vökvadælur fyrir spil og rafala. í sumum skipum er öll orka aðalvélar nýtanleg á skips- skrúfuna, en í öðrum skipum ekki. Ef miða á við mestu orku hvers skips á skrúfu, þá væri eðlilegra að miða við mestu orku, sem vélbúnaður hvers skips getur beitt til að knýja skrúfu skipsins með. Þá getur skrúfubúnaður líka nýtt misjafnlega vel orkuna til dráttar á trolli. Mæling á togkrafti skips væri því lík- lega eðlilegasta viðmiðun varðandi landhelgismálin. En jafnvel þótt landhelgislögunum yrði breytt á þann hátt að miðað yrði við mestu orku á skrúfu- búnaði skips, þá þarf samt að ákveða, helst með nákvæmri reglugerð, á hvern hátt Siglingamála- stofnun ríkisins skuli skrá orku aðalvélar skipa. Til er alþjóðlegur staðall, sem fara má eftir við ákvörðun vélarafls við prófunarkeyrslu á nýjum vélum. Þessi staðall er ISO staðall nr. 3046/1 til 3046/ 6. Við slíka prófunarkeyrslu yrði þá vélin að vera með sama búnaði og hún yrði í notkun í skipinu síðar. ÆGIR-19

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.