Ægir - 01.09.1984, Blaðsíða 37
ERT ÞU
KAUPANDI
ÚTVEGS ?
Vilt þú vita um afla
og aflaverðmæti allra
báta og togara á s. I. ári
Vilt þú vita hvað hvert
fiskvinnslufyrirtæki á
landinu tók á móti miklu
fiskmagni á s.l. ári svo og
aflaverðmæti þess fisks.
Vilt þú vita hve mikið
fiskmagn var unnið í
hverri verstöð landsins á
s.l. ári svo og s.l. 10 ár.
Allar þessar upplýsingar
auk fjölmargra annara
er að finna í Útvegi '83.
Fiskifélag
íslands
Sími 10500
Pósthólf 20-121 Reykajvík
Kveðja
til dr. Björns Jóhannessonar
frá Jóni Sigurbssyni
í tilefni af svargrein dr. Björns
Jóhannessonar við grein minni í
Ægi nýveriðum laxahafbeiterrétt
að eftirfarandi komi fram sem
lokaorð um þetta efni af minni
hálfu.
Vegna áburðar dr. Björns í þá
veru, skal hann fullvissaður um,
að greinarkorn af þessu tagi er ég
maður til að skrifa sjálfur. Starfs-
menn Veiðimálastofnunar sáu
ekki ástæðu til að svara upphaf-
legri grein dr. Björns. í þeirra
sporum hefði ég heldur ekki gert
það eins og greinin var úr garði
gerð.
Eftir lestur athugasemdar dr.
Björns kýs ég að eiga ekki frekar
orðastað við hann um þetta efni.
Umfjöllun hans öll einkennist af
slíkri meinsemi, sem jaðrar við
heift út í starfsmenn Veiðimála-
stofnunar og Kollafjarðarstöðina,
að viti borin umræða um málið
verður ómöguleg á þeim grund-
velli.
En hverjar sem skoðanir dr.
Björns eru á laxeldisstöðinni í
Kollafirði og þeirri starfsemi, sem
þar hefur farið fram undanfarna
áratugi, er hætt við að við værum
í ýmsu tilliti enn skemur komnir
á þessu sviði en við þó erum, ef
þeir menn, sem á sínum tíma
höfðu frumkvæði að því að koma
eldisstöðinni á fót, hefðu ekki
gert það. Og vel mætti dr. Björn
við tækifæri biðja flesta helstu
frumkvöðla í laxeldi hérlendis að
telja saman þau ár, sem Kolla-
fjarðarstöðin hefurflýtt uppbygg-
ingu þeirra af því að hún var til
reiðu til aðstoðar, þegar þörf bar
til vegna slysa, sjúkdóma eða af
öðrum ástæðum.
JS 11.07.84
ÆCIR — 493