Alþýðublaðið - 25.06.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.06.1923, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLA&IÐ ei? til sölu hjá Nýju Blfreiðastöðinoi lir bensíngeymi á Lækjartorgi og á dunkum. Landsverzlun. Alftýð ubr aaB gerðin selur hln óvið jafnanlegu hveitibrauð, bökuð úr beztu hveititðgundiniii (Kanada-korni) frá stœrptu og fullkomnustu hveitimylnu í Skotlandi, sem þekt er um alt Bretland fyrir vörugæði. Kauplækkunar' fyrirtektiu. Melra tap. í laugai dagablaðinu var sýnt trám á, hversu hverfandi lítiil. ágóði vasri að því fyrir (ogara- eigendurna að lækka kaup sjó- mannanna, þar sem þeir ekki fengju i ágóða af þeirri fyrir- tekt sinni svo mikið sem almenna vexti af því fé, sem í togurun- er talið liggja, þótt þeir kæmu sínu fram og togararnir væru gerðir út, en — um það hafa þeir engu heitið. Það lætur því að líkum, að þeir muni ekki láta lenda við lækkun hjá sjómönnum einum, enda er ekki heldur svo. Þeir, sem talað hafa við tog- araeigendurna um þessa kaup- lækkunarkröfu, og það hata eðlilega margir sjómenn gert, geta um það borið, að það er aamhuga álit þeirra, eftir því, sem þeir láta uppi, að það skifti útgerðina ákaflega litlu, hvort kaup sjómanna helzt óbreytt eða Iækkar þetta, en kaup sjó- manna verði að lækka, til þess að unt verði að koma fram kauplækkun hjá öðrum verka- mönnum. Það skiíti útgerðina miklu meiru. Arásin á sjómennina er því aðallega gerð vegna þess, að togaraeigendur álítagþá, sem'rétt er, varnarvegg fyrir aðrar verka- mannastéttir. Þegar sá varnar- veggur er brotinn, vita þeir, að auðrofin muni fyiking hinna, því að þá má með nokkrum rétti halda því tram, að úr því að sjómenn fallist á að lækkakaup sitt, geti aðrir ekki sfður fallist á það. A þessu sést, að ef sjómenn- irnir verða að gefast upp af ein- hverjum ástæðum, þá er skriðan komin að verkamönnum og verkakonum og þaðan að iðn- aðarmönnum, verz’unarmönnum, opinberum starfsmöunum og em- bættismönnum hverjum af öðr- um, ef til vill ofurlítið misjafn- lega hranalega og ósvífnislega, en alveg óumflýjaniega. Hjálparstöð Hjúkrunarfélags- Ins »Líknar< er opin: Mánudaga . . , kl. u—12 f. h. Þriðjudaga ... —; 5—6 e. -- Miðvikudaga . . — 3—4 e. - Föstudaga ... — 5—6 e. -- Laugardaga . . — 3—4 e. -- Það þarf ekki mikið hugarflug til þess að sjá í hendi sér, að um það bil, sem það er komið í kring, — og þess verður ekki langt að bíða, ef varnarveggur sjómannanna yjrði að bresta —, verður farið að sneyðast óþyrmi- lega um viðsklfti hjá iðnrekend- um og verzluaarrekendum, í hverri grein sem eru, og þá verður ekki heldur mikil atvinnu- von þar. Þarf iengra að rekja, til þess að allir sjái, að ef þeir ekki viija voðann yfir höfuðið á sér, verða þeir að hlaða sér til stuðn- ings að baki sjómannastéttinni, svo að ekkert lát geti á þeim varnarvegg orðið? Það er ótrúlegt, að nokkur sé svo sofandi um sólstöðurnar, að það þurfi að brýná hann til að bjarga sér undan fyrirsjáanlegum voða. Meira á tnorgun, Islenzkar niBur- snðuvðrnr úr eigin verksmiðju seljum vér í heiidsðlus FiskbolillS1 1 kgr. dósir KJöt beinlaust 1 — — Do. —»— V* — — Kœia i — — Do. Va. - “ Kaupmenn! Bjóðið viðskiftavin- um yðar fyrst og fremst ís- lenzkar vörur; það mun reyn- ast h&gkvæmt fyrir alla aðila. Slátuifíél. Suðuriande Sími 249, tveer línur. Frá útlöndum. Sioux-Indíánar í Bandaríkjun- um hafa nýlega gert kröfu til 750 milljóna dollara I skaðabætur fyrir lönd og aðrar eignir, er »hvítskjannar< í Bandaríkjunum hafa tekið frá þeim. Standá um 25 þús. Indíána bak við kröfuna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.