Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.1991, Qupperneq 12

Ægir - 01.06.1991, Qupperneq 12
296 ÆGIR 6/9' Einar Arnalds: Skipstjórnarfræðsla á íslandi Stýrimannaskólinn í Reykjavík 100 ára Forsagan. Siglingatækni var að sjálfsögðu mjög frumstæð, eins og farkostirn- ir, um það leyti sem fyrstu land- námsmennirnir komu til íslands. Stuðst var við ófullkomna þekk- ingu í stærðfræði og stjörnufræði og við leiðsagnir ýmiss konar. Það var ekki fyrr en á 13. öld að not- kun áttavita varð almenn í heimin- um. Tæknikunnátta íslendinga í sjávarútvegi og siglingum breyttist lítið um aldir og eftir lok þjóð- veldisaldar fór þekkingu á þessum sviðum raunar hnignandi. Til þess lágu ýmsar ástæður, svo sem skortur á heppilegum viði í land- inu til skipasmíða. A tímum einok- unarverslunarinnar á 17. og 18. öld varð hnignunin mest enda verslun og siglingar til annarra landa í höndum útlendinga. Það er ekki fyrr en hillir undir 19. öld- ina að þetta fer að breytast. 19. öldin. Árið 1787 var slakað á hömlum einokunarverslunarinnar og 1855 var verslunin síðan gefin alfrjáls. Þar með sköpuðust skilyrði fyrir Islendinga að takast sjálfir á hendur siglingar og verslun við útlönd. Árið 1800 keypti Ólafur Thorlacius kaupmaður á Bíldudal skonnortu sem hann lét sigla með saltfiskfarm til Spánar. Skipið er talið fyrsta alíslenskt hafskip frá því 1581 að skip í eigu biskups- stólsins á Hólum fórst. Um líkt leyti urðu framfarir í fiskveiðum: útgerð hófst á þilskipum að ein- hverju marki. Bjarni riddari Sívert- sen í Hafnarfirði hóf þilskipaút- gerð um 1800 og litlu síðar þeir Ólafur Thorlacius á Bíldudal og Guðmundur Scheving í Flatey. Þessar auknu siglingar og fisk- veiðar leiddu í Ijós bagalega fá- kunnáttu og menntunarskort íslendinga á þessu sviði. Til úthafssiglinga þurfti meiri kunn- áttu en flestir íslenskir skipstjórn- armenn bjuggu yfir og nú var sífellt sótt á fjarlægari mið til fisk- veiða; reynslan sýndi brátt að öryggi skips og skipshafnar var stefnt í voða ef þekkingu á sigl- ingafræðum skorti. Krafa um aukna menntun tengdist líka við- leitni manna til að koma á ei'1 hverjum tryggingum eða skipa ábyrgð. Ef tryggja átti skip hlaut þess að vera krafist að skípstjórn- andinn hefði þekkingu til a stjórna skipinu. Ekki munu vera til heimildir um skipstjórnarlærða íslendinga Á'rr en á 17. öld. Þessara manna er getið í annálum og fátt eitt vita um þá annað en það sem þar stendur og ekki Ijóst hvort þe,r hafa numið sín fræði í skóla eða a erlendum skipstjórnarmönnui11 um borð í hafskipum. Fyi'stLl íslendingarnir sem heimildir erLl um að hafi lært sjómannafræð'^ erlendum skólum og síðan kon1 heim og nýtt þekkingu sína vl Stýrímannaskólans í Reykjavík 1891 leystist það til frambúðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.