Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1991, Síða 14

Ægir - 01.06.1991, Síða 14
298 ÆGIR og kenndi nokkrum stýrimanns- efnum á árunum 1871-1874, með góðum árangri. Sá fyrsti af nemendum Eiríks sem tók próf var Markús F. Bjarnason. Hann lærði hjá Eiríki part út tveim vetrum og tók próf 1873. Prófdómarar voru sjóliðsforingjar af danska herskip- inu Fyllu. Markús stóðst prófið með ágætum og vissu prófdóm- endurnir ekki hvort þeir ættu að undrast meir kennslu guðfræð- ingsins, sem aldrei hafði stýrt skipi, eða kunnáttu nemendans sem menntunarlítill varð að glíma við erlendar kennslubækur á milli þess sem hann reri til fiskjar hve- nær sem gaf og afla var von. Þess má geta hér að Eiríkur vann síðar að því fyrir stjórnvöld að undirbúa stofnun Stýrimannaskólans í Reykjavík og samdi frumvarpið að fyrstu lögum um skólann. Hann var og lengi prófdómari við Stýri- mannaskólann. Eftir próf það, er að ofan er greint frá, sigldi Markús F. Bjarna- son til Danmerkur og dvaldist þar vetrarlangt að læra stórseglasaum og annað það er til skipsstarfa heyrði, en mikill skortur var á slíkri kunnáttu við Faxaflóa á þessum árum. Því næst var hann skipstjóri hjá Geir Zoega í 1 7 ár. Sumarið 1881 lauk Markús bæði hinu minna og hinu meira stýri- mannsprófi í Kaupmannahöfn eftir 11 mánaða nám með það fyrir augum að taka til við kennslu í stýrimannsfræðum. Nokkurn styrk hlaut hann til þess af opinberu fé. Haustið 1881 hóf hann kennslu á heimili sínu í Doktorshúsi (Rán- argötu 13). Fyrstu árin þurfti hann jafnframt að gegna skipstjóra- störfum á vertíðum, en 1885 veitti Alþingi honum styrk til kennsl- unnar svo að upp frá því gat hann sinnt henni einvörðungu. Árið 1891 varð Markús svo fyrsti skóla- stjóri nýstofnaðs stýrimannaskóla. Stýrimannaskólinn í Reykjavík stofnaður. Þegar Stýrimannaskólinn í Reykjavík tók til starfa haustið 1891 var þörfin fyrir slíkan skóla orðin mjög brýn. Það var fyrst með stofnun hans að trygging fékkst fyrir því að menntunarleysi stæði útveginum ekki fyrir þrifum. Þilskipaútgerðin var upphaf þeirrar tæknibyltingar í sjávarút- vegi sem skipað hefur íslend- ingum í hóp auðugustu þjóða heims. Þannig hefur skólinn frá 6/9' öndverðu tengst framfarasók'1 þjóðarinnar órjúfanlegu'11 böndum. Um líkt leyti og Stýrimannaskó - inn var stofnaður voru sett íslens lög um alþjóðlegar siglingareglur og farmannalög. Þess má geta her að sama nefndin fjallaði um lög um siglingareglur á Alþingi og um stofnun Stýrimannaskóla'1- (Eiríkur Briem, Sigurður Stefáns son og Þorsteinn Jónsson). Skólahús. Stýrimannaskólinn starfaði fyrstu í svonefndu Doktorshúsi v' Ránargötu, í viðbyggingu sel11 Markús F. Bjarnason lét reisa ‘r eigin kostnað við íbúðarhús sitt- Hún var aðeins ein stofa, en upP' á þakinu var pallur sem notaður var til mælinga og annarra athug ana. Fyrsta starfsár skólans voru nemendur 14 talsins. Fljótt fór a bera á þrengslum og þá lána Markús stofu af íbúðarhúsn® ' sínu en það nægði ekki til fra'11 búðar. Haustið 1898 flutti skólinn í n>' byggt hús, Stýrimannaskóla'111 gamla við Öldugötu. Það haus settust 79 nemendur í skólann, þa1 af voru 50 nýsveinar. Húsrým1 1 Doktorshús. Stýrimannaskólinn í Reykjavík hafði aðsetur í viðbyggingunni vestan við húsið á árunum 1891-1898.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.