Alþýðublaðið - 05.07.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.07.1923, Blaðsíða 2
8 . AVi>TtturzuiBi& AHiýðnbraaðprðin selur hln ó vl ð | a f n a m 1 e gln hveitibranð, bökuð úr beztu hveititegundinni (Kanada-korni) frá stærstu og fullkomnustu hveitimylnu í Skotlandi, sem bekt er um alt Bretland fyrir vörugæði. Viðnrkenning. Til eru þeir menn, sem vegna kristilegs uppeldls og hugsunar- háttar hafa viljað taka mildilega á því háttalagi togaraeigend- anna að binda togarana, þegar bráð nauðsyn hefir verið að gera þá út og það af dugnaði og ráð- deild. Þeir menn hafa hugsáð sem svo, að togaraeigendunum yrði að fyrirgefa þetta, því að þeir vissu ekki, hvað þeir væru að gera, >heldur en þessir Gyð- ingart forðum er krossfestu Kriat at því, að þeir álitu hann hættu- legan hagsmunum sínum, þótt hann væri fremur kominn til að efla þá, ef rétt hefði verið skiíið. í>að er ekki nema eðlilegt, að góðgjörnum mönnum sé ekki um að ganga hart að möunum, sem af ósjálfráðum gáfnaskorti eða mentunarleysi er fyrirmunað áð sjá, hvort þeir gera rétt eða rangt, þótt þeir fái fytir óheppi- leg atvik fæii á að hafa rík áhrif á örlög heillar þjóðar. En nú er það komið fram í kaupgjaidsmálinu, er nú stendur yfir milli togaraeigendanna og sjómannanna, sem útiíokar það, að þeim verði fært til afbötunar, að þeir viti ekki, hvað þeir gera. í sjálfri vörn skrifstofustjóra þeirra í málinu í »Morgunblað- inu< 3. þ. m. er lögð fram skýr og ótvíræð viðurkenning þess, að þeir vita, að með því að binda togarana vinna þeir eigi að eins sjáifum sér tjón og sjó- mönnunum stórkost’egan skaðá, heldur og allri þjóðinni böl. Þessi viðurkenning þeirra hljóð- ar svo, tekin upp orðrétt innan tilvitnunarmerkja:; »Ef tekinn hefði verið þessi síðari kosturinn< (að binda tog- arana), »hefði það orðið æði- alvarlegur hlutur og afdrifamik- ili, ekki þó aðaliega fyrir botn- vörpuskipaeigendurna — þeirra skaði hefði áðallega verið fólg- Irfn f vaxtatapi —, heldur fyrir alt landið, fyrir alla þjóðarheild ina, að ógleymdum sjálfum há- setunum og öllum þeim, er hafa atvinnu sína beint og óbeint af veiðum botnvörpuskipanna.« Hvar þurfum vér framar vitna við? Er ekki komin þarna frá út- gerðarmönnum hrein og óskoruð viðurkenning um það, að það, sem haldið hefir verið fram af Alþýðuflokknum um tjónið af bindingu togaranna um hábjarg- ræðistímann, hefir vetið hárrétt orði til orðs? Jú. Samt binda þeir. Þó að þeir verði fyrir tjóni sjálfir og það stórtjóni í vaxtatapi, þá vilja þeir viona það til með opin augun fyýr því og fullan skilning á því, hvert böl þeir leiða með því yfir ekki einungis verkalýðinn, heldur alla þjóðina, — til þess að geta komið fram hinum ósvífna vilja sfnum að reita af verkafólki sínu fjórðá hlutann af kaupi þess í vaxandi dýitíð, þótt þeir viti', að ávinningur þeirrá af því jafnist ekki við vaxtatap þeirra af bind- íngunni. Með þessari viðurkenningu hafa þeir sannað, svo áð ekki verður um vilst, að það er rétt, sem hér í blaðinu hefir verið haldið fram, að kauplækkunar- tilraun þeirra er vísvitardi tilræði við líf þjóðarinnár. Er hægt að hugsa sér meiri ófyrirleitni? Læðist í nokkurs manns hugskoti eimur at hug- mynd um, að meiri ósvffni sé unt að hafa í frammi? Hvað myndi hafa verið sagt um Dani hér á árunum, meðan þeir höfðu yfirráð yfir þjóðinni, ef þeir hefðu haft slíkt háttalag í frammi? Verðskuldar innlent tilræði meiri mildi en útlent, þegár það er í, ofanálag nærgöngulla en útlent getur verið? Því hljóta allir að neita. Eftir þessa viðurkenningu hljóta allir að aameinast um kröfuna, sem gerð er um, að tegararnir Iljálparstöð hjúkrunarfélags- ins »Líknar< er opin: Mánudaga . . . kl. 11—12 f. h. Þriðjudaga ... — 5—6 e. -- Miðvikudaga . . — 3—4 e. — Föstudaga ... — 5—6 e. -- Laugardaga . . — 3—4 e. - Útbreiðið Alþýðublaðið hvar sem þið eruð og hvert sem þið farið! Bjpýnsia. Hefill & Sög, Njáls- götu 3, brýnir öll skerandi verkfæii. séu látnir ganga til veiða. Eig- endurnir svo kölluðu hafa sjálfir viðurkent háskann, sem leiðir af því, að hafa þá bundnn. Ut með togarana! Pjöönýtt slcipulag á framleiðslu og verzlun í stáð frjálsrar og slcipulagslausrar framleiðslu og verzlunar ílióndum ábyrgðarlausra einstaldinga. Bjltingin. Eftir Richard Wagner. Alþýðublaðið getur ekki stilt sig um áð taka upp eftir >Lög- bergi< eftirfarandi grein eftir hinn heimshæga afburðamann og snilling og leggja hann fram á móti hjali vesalings smámenn- anha, sem í auðvaldsblöðunum hér eru að reyná að telja fólkí trú um, að jafn-náttúrlegt fyrir- brigði og bylting sé eitthvað

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.