Stúdentablaðið - 01.10.2002, Síða 6
Syndir bókhaldsdónanna
Hvernig tókst möppudýrum að komast í heimsfréttirnar? Bjarki Stefánsson, BS í
viðskiptafræði/fjármálum frá golfhöfuðborg Bandaríkjanna, Myrtle Beach í Suður-
Karólínufylki, er nú að bæta við sig þekkingu í Háskóla Islands. Hann fór létt með að
skýra frá Enron-málinu og áhrifum þess fyrir ÞÓRHALLI ÁSBJÖRNSSYNI, enda orðinn
sjóðheitur eftir fjórfaldan tíma í Reikningshaldi VI.
Hvað gerðu stjómendur Enron af
sér?
„Enron átti mikinn fjölda dóttur- og
systurfélaga. Hluti þeirra gegndi
þeim eina tilgangi að taka lán, telja
þau sem tekjur og kaupa fyrir þau
þjónustu af Enron sem taldi greiðsl-
umar sem hluta af sínum tekjum.
Þetta var gert með aðstoð hæfra
endurskoðenda og íjármálamanna.
Reikningar fyrirtækisins sýndu 40-
60% vöxt fyrirtækisins á ári sem er
auðvitað óraunhæft til lengri tíma í
samkeppnisheimi, sérstaklega í ljósi
þess að fyrirtækið var að keppa á
orkumarkaði sem er gamalgróinn.
Nýir markaðir eru mun líklegri til að
bjóða upp á óvenjulegan gróða.“
Áttu menn þá að vera búnir að
,,/inna skítalykt af málinu “ fyrr?
„Ég hef lesið skýrslur frá Qár-
málamönnum sem mæltu með því að
selja bréf í Enron mörgum mánuðum
áður en að svikin komust upp;
kannski var það vegna þess að þetta
„meikaði ekki sens“ lengur. Engu að
síður mælti meirihluti ijármálasér-
fræðinga óhikað með kaupum í
Enron síðasta haust, rétt áður en að
svikin komust upp. Vandinn er að
stórfyrirtæki eru mörg hver orðin svo
umfangsmikil að það er erfitt að átta
sig á bókhaldi þeirra.“
Hvernig gátu stjórnendurnir grætt á
þessum brellum?
„í starfssamningum er stjómendum
gjaman tryggður réttur til þess að
kaupa hlutabréf á ákveðnu gengi í
viðkomandi fyrirtæki. Það eru
svokallaðir valréttarsamningar eða
„stock options“. Þess vegna þjónar
það hagsmunum stjómenda að bréfm
hækki sem mest í verði. Ef þeir fá að
kaupa bréf á 10 dollara á hlut og
verðið rýkur upp í 100 geta þeir
hagnast gríðarlega. Þegar brellum er
beitt til að hækka verð bréfanna, líkt
og í Enron-málinu, ráða ferðinni
persónulegir hagsmunir stjómenda,
en ekki hluthafa, sem er einn helsti
gallinn á þessu fyrirkomulagi.
Hluthafar em gjaman langtímafjár-
festar en brögð sem hækka verð
hlutabréfa til skamms tíma eru líkleg
til að skaða hluthafana til lengri tíma
litið.“
Hvernig komst upp um svikin?
„Ég held að reikningar Enron hafí
hreinlega verið komnir í of mikla
flækju. Á síðasta ári bókfærði Enron
milljarð dollara sem gjöld án þess að
geta gefíð viðunandi skýringar á
þeim. í kjölfarið fór í gang rannsókn
á því hvað þama væri á seyði. Þegar
upp komst um svikin hmndi gengi
bréfanna nánast niður í núll og em
hluthafamir því illa brenndir af
málinu. Stofhanir og sjóðir, sem fjár-
fest höfðu í fyrirtækinu töpuðu fleiri
hundmð milljónum dollara. Verst fór
fyrir starfsmönnum Enron sem fengu
Iífeyrisgreiðslur í formi hlutabréfa í
Enron að megninu til og
þurrkaðist því lífeyrir
þeirra nánast út.“
Hver hafa áhrijin af
bókhaldshneykslunum
verið?
„Þar sem Enron komst
upp með ýmislegt í
bókhaldi sínu fóm menn
að spyija sig: „Hvað með
öll hin stórfyrirtækin sem
hafa óskiljanlega
reikninga?" Fjárfestar
vita ekki lengur hveijum
þeir geta treyst og hafa
margir dregið sig út úr
hlutabréfasjóðum. Það
hefur valdið offramboði
á hlutabréfum með
tilheyrandi verð-
lækkunum, sem valda
því að enn fleiri vilja
losna við hlutabréf og
þess vegna hafa þau
lækkað enn meira. Gengi
bréfa á hlutabréf-
amörkuðum hefur
lækkað um 20-30% síðan
upp komst um málið og
sér ekki fyrir endann á
því. Ég býst við að á
næstunni muni mikill
kostnaður fara í að bæta
eftirlit og reglugerðir og
að með tímanum muni
tiltrú fjárfesta ná sér aftur
á strik.“
,55Með aukinni reynslu í bókhaldsbrellum hljótum við
íslendingar að eignast einhverja svívirðilega svikara á
þessu sviðiU
Er það rétt að George W.
Bush forseti hafi tekið
þátt í þessari gerð svika
,á árum áður?
„Ég efast nú um það. Þeir
sem staðið hafa í þessum
svikum eru örugglega
mjög klárir. Bush forseti
og reyndar Cheney
varaforseti voru báðir
viðskiptamenn í olíu-
fyrirtækjum í Texas og
þekkja forstjóra Enron,
hr. Lay, mjög vel. Leiða
má líkur að því að Enron-
málið hafí komið fram í
dagsljósið síðar en ella
vegna tengsla þeirra.
Framlög Enron í kosn-
ingasjóði Bush voru víst
talsvert há. Annars heyrði
ég því fleygt að einn
stjórnarmeðlima Enron
fyrirtækisins sé
eiginkona bandarisks
þingmanns. Þessi kona
var víst formaður í reikn-
ingsskilanefnd Enron og því nátengd
málinu. Þingmaðurinn á hins vegar
hátt setta vini innan fjármálaeftir-
litsins bandaríska og á víst hönk í
bakið á háttsettum aðila þar. Nú er
þingmaðurinn sagður beita áhrifum
sínum fyrir því að málið gegn
stjómarmönnum Enron verði fellt
niður.“
Gœti verið að einhver íslensk
stórjyrirtœki séu að leika sama leik?
„Ég verð að segja að það sé ólíklegt.
Stór hluti af svikunum hafði að gera
með afleiðusamninga ýmis konar og
þeir eru ekki notaðir mikið hér á
Islandi. Annars held ég að með
aukinni reynslu í bókhaldsbrellum
hljótum við að eignast einhverja
svívirðilega svikara á þessu sviði.
Það gæti tekið nokkur ár en það
gerist örugglega einhvem tímann."
Er ekki bara verið að kenna ykkur
bókhaldsbrellur í Reikningshaldi VI
þar sem að þið kunnið allt annað í
faginu nú þegar?
„Nei, ég held að Reikningshald V sé
hjálplegri fyrir þá sem vilja læra að
eiga við bókhald. Annars veit ég að
áfanginn Bókhaldsbrellur er kenndur
í Endurmenntunarstofnun Háskólans
af Stefáni Svavarssyni, sem hefur
mikinn áhuga á þessu og tekst að
koma vel frá sér skoplegu hliðunum
á þessu efni.“