Stúdentablaðið - 01.10.2002, Page 14
14
Kennsla í HÍ
Aðsókn að lagadeild
sló öll met í ár
í haust hófu 260 manns nám við lagadeild
Háskóla íslands og hafa aldrei jafn margir sótt
um. Undanfarin ár hafa miklar breytingar átt sér
stað og má segja að námið sé nú gjörbreytt frá
því sem var fyrir áratug eða svo. Nýr deildar-
forseti lagadeildar, EIRÍKUR TÓMASSON
prófessor,
greinir frá
helstu
nýjungum í
starfi hennar.
Breytingar á laganáminu sjálfu
hafa þegar tekið gildi en aðrar
breytingar gilda frá og með
haustinu 2003. Nú hefur verið tekin
upp sú tilhögun að grunnnámið sem
tekið hefúr þrjú ár, og tekur enn þrjú
ár, lýkur með B.A.-prófi í lögfræði.
Þá geta þeir sem það vilja farið beint
út á vinnumarkaðinn eða haldið
áfram námi á öðrum fræðasviðum.
B.A.-próf í lögfræði er hagnýtt nám
eins og t.d. B.A.- próf í stjóm-
málafræði og slíkum greinum.
Starfsmöguleikar eru miklir hjá
stjómsýslunni, fyrirtækjum og víða
annars staðar. En til að fá starfsrétt-
indi sem lögmaður eða dómari þarf
að ljúka tveggja ára ffamhaldsnámi.
Námið til embættisprófs í lögffæði
er því fimm ár - þriggja ára B.A.-
nám og tveggja ára ffamhaldsnám.
Þetta próf jafngildir meistaraprófi í
lögffæði.
99Almennu lögfræðinni hefur nú verið skipt upp í þrjár greinar. Á fyrri
hluta haustmisseris leggja nemendur stund á inngang að lögfræði og
taka próf í þeirri grein um miðjan október. Síðan er tekið próf í hinum
greinunum tveimur í desemberU
Fjölmargir
möguleikar til
sérhæfingar og
samsetningar náms
í ffamhaldsnáminu er hægt að sér-
hæfa sig á ýmsan hátt. í fyrsta lagi
býðst nemendum nú að velja um 50
kjörgreinar, auk þess sem í boði eru
kjörgreinar sem eru kenndar á ensku
og hafa þær alþjóðlega skírskotun.
Ennfemur er hægt að taka hluta
námsins í öðrum háskóladeildum.
Lagadeildin hefur í mörg ár
viðurkennt nám úr öðrum deildum
við Háskóla íslands. Deildin hefúr
t.d. skipulagt sérstakt nám í sam-
vinnu við viðskipta- og
hagfræðideild fyrir þá sem vilja
tvinna saman lögfræði og við-
skiptaffæði. Einnig geta nemendur
tekið námskeið í félagsvísindadeild,
heimspekideild og jafnvel í öðrum
deildum. Loks eiga nemendur þess
kost í ffamhaldsnáminu að stunda
nám við háskóla á Norðurlöndum, í
Evrópu og einnig í Bandaríkjunum á
grundvelli samstarfssamninga
Háskóla íslands við háskóla í þess-
um löndum.
Framhaldsnám við lagadeild
hefúr einnig breyst á undanfomum
tveimur ámm að því leyti að nú er
lögð aukin áhersla á verkefnavinnu
og rannsóknatengt nám. Um er að
ræða hvort tveggja hópverkefni og
einstaklingsverkefni.
Almennu
lögfræðinni skipt
í þrennt
Miklar breytingar hafa einnig orðið á
náminu á 1. ári í lögffæði. Hingað til
hefúr verið tekið próf i almennri
lögffæði að loknu eins misseris námi
við deildina, þ.e. rétt fyrir jól. Gerðar
hafa verið strangar kröfur. Þannig
hefur þurft lágmarkseinkunn 7 á
prófinu og því margir ekki staðist
það. Við ætlum okkur áffam að gera
strangar kröfur en fyrirkomulaginu
hefur verið breytt. Almennu
lögffæðinni hefur nú verið skipt upp
í þrjár greinar: Inngang að lögffæði,
almenna lögffæði og ágrip af réttar-
sögu. Á fyrri hluta haustmisseris
leggja nemendur stund á inngang að
lögffæði og taka próf í þeirri grein
um miðjan október. Síðan er tekið
próf í hinum greinunum tveimur i
desember. Eins og ég sagði áður eru
kröfumar enn miklar og þurfa
nemendur að fá 7 í öllum greinunum
til þess að geta haldið áffam. Við
kennaramir höfum orðið varir við
mikla ánægju meðal nemenda með
að fá að skipta almennri lögffæði
upp með þessum hætti og ætti þetta
að auðvelda þeim að komast í gegn-
um þann flöskuháls sem fyrsta árið
óneitanlega er. Ef nemandi fellur í
einni grein af þessum þremur þá þarf
hann aðeins að taka upp próf í þeirri
grein, en heldur einkunnunum í
hinum tveimur.
Öllum leyft að
spreyta sig
Allir sem hafa stúdentapróf eða
ígildi þess geta hafið nám við
Háskóla íslands en að vísu setja ein-