Stúdentablaðið - 01.10.2002, Qupperneq 15
15
Stúdentablaðið
19Sumir, sem einhverra hluta vegna hafa ekki haft mjög góðar eink-
unnir í framhaldsskóla, finna sig mjög vel lögfræðinni og fljúga í gegn-
um hana. Það má því setja spurningarmerki við það hvort rétt sé að
velja menn fyrirfram úr eftir einkunnum á stúdentsprófi46
staka deildir eins og t.d. raunvísinda-
deildin skilyrði um stúdentspróf af
stærðfræði- eða eðlisfræðibraut.
Aðsóknin að laganámi við H.í. sló
öll met í ár. Alls hófu nálægt 260
manns nám við deildina og það þrátt
fyrir að byrjað væri að kenna
lögfræði annars staðar. Við höfum
haft þann háttinn á að leyfa öllum
sem hafa stúdentspróf að spreyta sig
en í Háskólanum í Reykjavík var
valin sú leið að velja úr hópnum
fyrirfram. Auðvitað er ákveðin
fylgni milli góðra einkunna í
íramhaldsskólum og ffammistöðu í
almennu lögfræðinni en það er þó
ekkert einhlítt. Sumir, sem einhverra
hluta vegna hafa ekki haft mjög
góðar einkunnir í framhaldsskóla,
fínna sig mjög vel í þessu námi og
fljúga í gegnum það. Það má því
setja spumingarmerki við það hvort
rétt sé að velja menn úr eftir eink-
unnum á stúdentsprófi.
Eins og ég nefndi áður hafa
verið gerðar mjög strangar kröfur til
þeirra sem ljúka lagaprófi frá
Háskóla íslands og hafa þeir átt mjög
auðvelt með að fá vinnu að námi
loknu. Og eftir því sem ég veit best
hafa þeir einnig staðið sig mjög vel í
ffamhaldsnámi við erlenda háskóla
þar sem þeir etja kappi við
lögfræðinga ffá öðrum háskólum. Af
þessari ástæðu og reyndar með tilliti
til þarfa þjóðfélagsins tel ég æskilegt
að áffam séu gerðar miklar kröfur til
þeirra sem ljúka embættisprófi í
lögfræði.
Þjónusta við
nemendur eykst
En fleiri breytingar má nefna varð-
andi 1. árið. í haust var farin sú leið
að skipta nemendum upp í fjóra
hópa. Þeir eru að vísu fjölmennir því
að þeir sem hófu nám í haust hafa
verið óvenju áhugasamir og sótt tíma
vel. Með því að skipta hópnum upp
höfum við getað farið dýpra ofan í
námsefnið og veitt nemendum betri
þjónustu en áður var hægt. Því miður
mætti gera betur en þar komum við
að fjárskorti sem stendur allri
þjónustu við nemendur og kennara
fyrir þrifum. Lagadeild fær aðeins
2/3 hluta þeirra tekna sem hún aflar
H.í. til eigin nota. Þetta er mjög
ósanngjamt því að aðrir skólar sem
eru í samkeppni við okkur geta notað
allt það fé sem ríkið greiðir þeim
vegna lagakennslu óskert til þeirrar
kennslu og aflað sér að auki tekna
með því að innheimta skólagjöld.
Innan þess þrönga fjárliagsramma
sem við búum við reynum við hins
vegar að gera okkar besta.
Nýtt meistaranám
á ensku
Frá og með haustinu 2003 verður
tekið upp samfellt meistaranám á
ensku við deildina. Undanfarin ár
hefur verið boðið upp á mörg
námskeið á ensku fyrir erlenda
skiptistúdenta en nú hefur verið
ákveðið að stíga skrefíð til fulls og
gera þetta að fullgildu meistaranámi.
Námið er fyrst og fremst hugsað
fyrir erlenda laganema sem lokið
hafa tilteknu grunnnámi erlendis og
lýkur því með meistaraprófsritgerð.
Séu nemendur með meiri undir-
búning að baki er sá möguleiki einn-
ig fyrir hendi að þeir ljúki meistara-
náminu á einu almanaksári, þ.e.
standi skil á tilskildum fjölda
námskeiða á tveimur misserum og
skrifi ritgerðina um sumarið á
svipaðan hátt og í Englandi. Þetta
nám er fyrst og ffemst hugsað fyrir
erlenda laganema sem vilja taka
meistarapróf hér á landi. Jafnffamt er
það opið erlendum skiptinemum og
síðast en ekki síst íslenskum laga-
nemum, þ. á m. þeim sem stunda
nám til embættisprófs. Þess má geta
að nú í haust stunda þó nokkrir af
íslenskum nemendum okkar nám við
deildina sem fram fer á ensku. Þetta
er að mínum dómi mjög góður
undirbúningur fyrir þá íslensku
laganema sem ætla sér að stunda
síðar meir framhaldsnám í lögffæði á
erlendri grundu.
Gjörbreytt fyrir-
komulag á náminu
í heild
En þetta eru ekki einu nýjungamar
sem bryddað hefur verið upp á hér í
lagadeild. Það má segja að námið og
námstilhögunin hafi gjörbreyst á
síðustu árum og þeir sem stunduðu
hér nám fyrir einum áratug eða svo,
ég tala nú ekki um fyrr á árum,
myndu varla þekkja námið fyrir hið
sama. En svo virðist sem þessar
breytingar hafi farið ffamhjá mörg-
um þeim sem starfa úti í þjóð-
félaginu og þeir hinir sömu telji að
allt sé við það sama, jafnvel er það
útbreidd skoðun innan annarra deilda
Háskólans að lagadeild standi öðrum
deildum að baki hvað varðar náms-
tilhögun og kennsluhætti. Ég hef séð
marga reka upp stór augu þegar þeir
hafa áttað sig á þeim breytingum
sem orðið hafa og í vændum eru.
Sem dæmi um breytta námstilhögun
er að við hefjum nú kennslu í bytjun
september og kennum samfleytt í sex
vikur. Þá er gert hlé á kennslunni í
eina viku sem notuð er til verkefna-
vinnu og undirbúnings undir þau
próf sem tekin eru á miðju misseri.
Að því búnu tekur við kennsla í aðrar
sex vikur og aðalpróftímabilið er svo
í lok haustmisserisins, þ.e. í des-
ember. Fyrirkomulagið verður með
sama hætti á vormisseri.
Lagaenska og þátt-
taka í mál-
flutningskeppni
metin til eininga
Vegna áhuga laganema á að fara utan
til náms þá var boðið upp á einnar
viku námskeið síðasta vetur þar sem
farið var yftr bandarískt lagakerfí og
lagamál. Kennarar voru tveir
lagaprófessorar ffá Pittsburgháskóla
sem haldið hafa slík námskeið víða
um heim. Kennslan var mjög
markviss og námefnið tiltölulega
yfirgripsmikið miðað við hve stuttan
tíma námskeiðið stóð. Það var mjög
vel sótt bæði af laganemum og starf-
andi lögffæðingum. Þeir laganemar,
sem sóttu þetta námskeið og luku því
með tilskildum árangri, fengu það
viðurkennt sem hluta af laganáminu,
þ.e. sem eina einingu af þeim 150
sem þeir þurfa minnst að standa skil
á til embættisprófs.
Þá hafa laganemar um árabil
tekið þátt í norrænni málflutnings-
keppni sem haldin er til skiptis á
Norðurlöndunum. í keppninni er
hverju sinni flutt mál þar sem reynir
á skýringu á Mannréttindasáttmála
Evrópu. Það er mjög lærdómsríkt að
taka þátt í keppni sem þessari og í
það fer heilmikill tími. Því hefur
verið rætt um að fella norrænu
keppnina inn í námið og veita
viðurkenningu fyrir þátttöku í henni í
formi eininga. Á sama hátt er til
athugunar að veita sams konar
viðrkenningu fyrir þátttöku í
alþjóðlegri málflutningskeppni sem
haldin er í Bandarikjunum ár hvert.
Með þessu móti höfum við smátt og
smátt verið að fikra okkur yftr í það
að veita einingar fyrir það sem kalla
mætti óhefðbundið laganám.
Samkeppnisfær við
aðrar lagadeildir á
Norðurlöndum
Við breytingar á tilhögun náms við
deildina hefur verið horft til þess
sem er að gerast i löndunum um-
hverfis okkur, ekki síst í Danmörku.
Þar í landi voru fyrir nokkrum árum
gerðar breytingar á hinu hefðbundna
laganámi, þar sem tekið var upp
B.A.próf að loknu þriggja ára
grunnnámi. Reynslan þar hefur
verið sú að langflestir laganemar
halda áfram námi til embættisprófs
að loknu B.A.prófí.
Við erurn sífellt að bera okkur
saman við aðrar lagadeildir á
Norðurlöndum og má fúllyrða að
lagadeild H.í. er samkeppnisfær við
þær deildir þrátt fyrir að þær séu
flestar langtum stærri og hafi yfir
margföldu fjármagni að ráða. Eins
og ég gat um fyrr hefur íslenskum
lögfræðíngum og reyndar einnig
laganemum gengið vel að fóta sig í
námi á erlendri grundu i samanburði
við aðra. Vandamál okkar er hins
vegar fámennið og bágur fjárhagur.
Því kostar það sífellda baráttu að
standast jöfnuð við það sem best
gerist erlendis. Eitt af því sem hefur
skipt miklu máli í því sambandi er að
við höfum átt gott samstarf við
lagadeildir víðs vegar um heim, ekki
hvað síst við lagadeildir
Kaupmannahafnarháskóla og
Árósaháskóla í Danmörku en Danir
standa okkur enn nær en aðrir á
þessu sviði, vegna sögunnar og
sameiginlegrar lagahefðar.
Lagadeild Háskóla
íslands - annað og
meira en nám
Við lagadeild Háskóla íslands er
mjög öflugt félagslíf og er félag
laganema, Orator eitt virkasta
nemendafélagið í Háskólanum.
Félagið gefúr út stærsta lagatímaritið
hér á landi, Úlfljót og nýtur tímaritið
mikillar virðingar meðal lögfræð-
inga. Laganemar hafa einnig veitt
almenningi ókeypis lögffæðiaðstoð
og tekið virkan þátt í evrópsku sam-
starfi laganema. Það má því segja að
félagslíf nemenda sé ein af traustustu
stoðum deildarinnar.