Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.10.2002, Qupperneq 16

Stúdentablaðið - 01.10.2002, Qupperneq 16
16 Stúdenf|blaðið Sjálfstæðis- flokknum er best treystandi fyrir mennta- málum Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra gaf sér tíma til að ræða við EGGERT ÞÓR AÐAL- STEINSSON um mennta- mál og stjórnmál í miðju amstri kosningavetrar. Tómas Ingi hefur setið á stóli menntamálaráðherra í rúmt hálft ár og átt sæti á þingi síðan árið 1991. Hann ætlar sér sjálfur stóra hluti og stefnir á 2. sætið á lista sjálfstæðismanna í Norð- austurkjördæminu. Göngum til kosninga með óbundnar hendur Um hvaða málefni verður rætt um á kosningavetri? „Ég held að það sé erfitt að sjá fyrir hvemig umræðan þróast eftir að hún fer í gang en ég hygg að mikið verði rætt um byggðamál og vonandi í meira mæli í tengslum við menntun og menningu. Það má velta vöngum yfir því að hvort það verði einhver umræða að ráði um um sjávarútvegs- mál. Hins vegar hef ég ekki til- finningu fyrir því að umræðan um Evrópusambandið verði fyrirferða- mikil.“ Hvaða sæti sækist þú eftir á lista Sjálfstœðisflokksins í Norðaustur- kjördæmi? Er ekki eðlilegt að ráðherra skipi 1. sœti? „Það er eðlilegt að þeir þingmenn sem njóta mests trausts til ábyrgðarstarfa fyrir flokkinn skipi efstu sætin á framboðslistanum. Æskilegt er að stuðningsmenn Sjálf- stæðisflokksins hafi sem mest um það að segja hvemig listinn er skipaður hveiju sinni og því hef ég verið þeirrar skoðunar að prófkjör sé oftast heppilegasta aðferðin til að velja á lista. Ég væri ekki þar sem ég er nú ef ég hefði ekki gengið í gegn- um prófkjör. Samstarf þingmanna Sjálfstæðisflokksins í nýja kjör- dæminu hefur verið gott. Menntamálaráðherra starfar jafnt fyrir alla landsmenn og í samræmi við það hef ég litið til hagsmuna Austurlands ekki síður en Norðurlands. Nú hefur verið ákveðið að stilla upp framboðslista í Norðausturkjördæmi en það á eftir að koma í ljós hvort það var heppi- legasta aðferðin að þessu sinni.“ Ef Sjálfstœðisflokkurinn fær umboð til stjórnarmyndunar eftir kosningar nœsta vor myndirðu vilja sjá Fram- sóknarflokkinn sem samstarfsaðila? „Samstarf flokkanna hefur gengið með ágætum. Ég tel hins vegar eðlilegt að gengið verði til kosninga með óbundnar hendur að því er varðar framhaldið.“ Samfylkingin er ótrúverðugur sam- starfskostur Er Samfylkingin raunhœfur stjórnarflokkur með Sjálfstæðis- flokknum? „Samfylkingin er sinnar eigin gæfu smiður. Hingað til hefur henni ekki gengið vel að fylla upp í þann stakk, sem hún sneið þegar flokkurinn var stofhaður. Hún hefúr spillt fyrir sér með ótrúverðugum málflutningi, t.d. í sjávarútvegsmálum, efna- hagsmálum og utanrikismálum. Ef Samfylkingin nær að skapa sér meira traust og tiltrú kann hún að verða álitlegri samstarfskostur en hún er nú um stundir." Myndir þú telja að Sjálf- stœðisflokknum sé betur treystandi fyrir málaflokknum menntamálum en öðrum flokkum? „Já, það tel ég tvímælalaust. Það hefur verið mikil gerjun í mennta- málum að frumkvæði mennta- málaráðherra og mikið gerst í þeim málum. í tíð vinstri stjómar, áður en Sjálfstæðisflokkurinn tók við menntamálaráðuneytinu, var gerður svokallaður „tímamótasamningur" við kennara. Blekið var varla þomað á þeim samningi, þegar hann var svikinn af ríkisstjóm vinstri manna. Nú hefur ríkið gert mikilvægan samning við kennarastéttina, sem tryggt hefur kennurum miklar og tímabærar kjarabætur. Ömgg stjóm efnahagsmála, jafnvægi í efna- hagsmálum og tiltrú á stjórn þjóðmála hefur leitt til þess að atvinnulífíð sækist eftir vel mennt- uðu starfsfólki og hefur stóraukið fjárfestingu í þekkingu, í vísindum og rannsóknum. Hið opinbera og atvinnulífið hafa því tekið höndum saman um að styrkja íslenskt efna- hagslíf með því að efla menntun, vísindi og rannsóknir. Þetta er ein af meginforsendum þess að kjör íslendinga hafa hafa batnað langt umfram það sem gerst hefur hjá nágrannaþjóðum okkar og þeim, sem við berum okkur saman við.“ Telur þú að ESB sé nægilega sterkt afl til að vera leiðandi aðili í alþjóðamálum ? „ESB hefur ekki gengið vel að hasla sér völl sem leiðandi afl í alþjóðamálum. Þar hefur fremur borið á einstökum aðildaríkjum en sambandinu sjálfu. í raun er stjóm- kerfi sambandsins þunglamalegt og svifaseint, og verður sennilega ekki gert virkara nema með fómum og á kostnað hinna smærri aðildaríkja sam- bandsins. í öryggis- og vamarmálum hefur sambandið ekki komið fram sem sterkur aðili út að við á alþjóðavettvangi.“ Er hœtta á að ísland muni einangr- ast ef það sœkir ekki um inngöngu i bandalagið? „ísland er í nánari tengslum við umheiminn en nokkm sinni áður í sögu þjóðarinnar. Allt tal um einangrun styðst ekki við raun- vemleikann. Það er brýnt að halda nánu samstarfí við Evrópu- sambandið og ríki álfunnar en hafa frjálsar hendur um að þróa samstarf okkar og viðskipti við önnur lönd á okkar eigin forsendum.“ Hvernig metur ráðherra stöðuna i íraksmálinu og hvaða líkur telur hann á þvi að ráðist verði á stjórn Husseins? „Það er því miður mjög líklegt að stefha íraksstjómarinnar og þrotlaus viðleitni hennar til að koma sér upp gjör- eyðingarvopnum, m.a. kjarnorkuvopnum, muni leiða til átaka á þessu svæði sem hefur svo mikla efnahagslega þýðingu fyrir öll hagkerfi heimsins." Ef varnarliðið fer á brott hvernig eiga íslendingar að haga landvörnum sínum? „Öryggismál íslendinga eru reist á þremur stoðum: í fyrsta lagi hagsmunum íslendinga af þvi að hafa hér vamarstöð. Önnur stoðin eru hagsmunir 551 tíð vinstri stjórnar- innar var gerður svokallaður „tímamóta- samningur" við kennara. Blekið var varla þornað á honum þegar hann var svikinnU

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.