Stúdentablaðið - 01.10.2002, Side 17
17
}}Samfylkingin
spillir fyrir með
ótrúverðugum
málflutningi í sjá-
varútvegs-, efna-
hags- og utan-
ríkismálum44
99Stjórnkerfi
ESB er þung-
lamalegt og
verður varla virk-
ara nema með
fórnum smærri
aðildaríkja44
99Mál Þorfinns
Ómarssonar
snerist um lang-
varandi bók-
haldsóreiðu og
vanrækslu í
bókhaldi44
59 Ég hef ekki
sett fram kröfur
heldur viðrað að
íslenskur menn-
ingararfur verði
varðveittur á
Íslandi44
99Sjálfstæðis-
flokkurinn vill að
RÚV verði gert
að hlutafélagi en
Framskóknar-
flokkurinn er því
andvígur44
Bandaríkjanna að hafa hér
vamarviðbúnað vegna þeirra eigin
öryggismála og í þriðja lagi eru
það hagsmunir Atlants-
hafsbandalagsins að vamarliðið sé
hér sem nauðsynlegur hlekkur í
vamarkeðju NATÓ. Engin af þess-
um þremur stoðum gefur tilefni til
vangaveltna af því tagi sem í
Æ spumingunni felast.“
Tók rétt á
málefnum
Þorfinns
Telur þú rétt að taka hart á opin-
berum starfsmönnum sem halda
ekki vel utan um opinbert fé?
■ Tókstu rétta ákvörðun þegar þú
vékst Þorftnni tímabundið frá
■H störfum?
„Mál framkvæmdastjóra Kvik-
myndasjóðs snerist um lang-
HHHI varandi bókhaldsóreiðu og van-
rækslu í meðferð og skilum á
bókhaldsgögnum. Á slíkum málum
er rétt og skylt að taka. Ég tel að ég
hafí farið að mjög skýmm ákvæðum
laga þegar ég vék honum úr starfi um
stundarsakir. Lögskipuð nefnd taldi
að bókhaldsóreiðan hafi ekki verið
„nægilega mikil“ til að réttlæta
brottvikningu. Þessi niðurstaða kom
mjög á óvart og hún skapar mikla
óvissu um hvernig stjórnendur í
stjómsýslunni geta veitt nauðsynlegt
aðhald í meðferð opinbers fjár.“
Hvaða rétt höfum við til að setja
fram kröfur á Dani um skil á
menningararfi?
„Ég hef ekki sett fram kröfur af hálfu
íslendinga, og því síður byggt
málflutning minn á einhvers konar
rétti. Ég hef haldið til haga því
sjónarmiði Islendinga að íslenskur
menningararfur verði varðveittur á
íslandi. Ég hef lagt fram tillögu um
stofnun íslensk-danskrar menn-
ingarstofnunar sem staðsett yrði á
íslandi og hýsti þessa muni og
komið fram með þá hugmynd að efla
samstarf og tengsl þjóðanna. Allt er
þetta gert i þeim anda góðrar
samvinnu, vináttu og bræðralags,
sem einkennt hefur samstarf þjóð-
anna.“
Hvað er að frétta af menningar-
húsunum á landsbyggðinni?
„Það liggur fyrir ákvörðun ríkis-
stjómarinnar að ráðast í byggingu
menningarhúsa. Þau mál em lengst
komin á Austurlandi og þar er tjár-
festing í húsinu hafín. Ég mun beita
mér fyrir því að ganga frá skilgreind-
um áfangamarkmiðum á þeim
svæðum sem lengst eru frá
höfuðborgarsvæðinu, þ.e. á Akureyri
og Vestfjörðum. Vonir standa til að
hægt verði að ganga frá samningum
vegna uppbyggingu menningarhúsa
á þessum svæðum á næstu
mánuðum.“
RÚV á að velja
hæfasta
starfsfólkið
Hvaða líkur eru á því að rekstrar-
formi RÚV verði breytt í hlutafélag á
nœstu árum?
Það er ljóst að í núverandi
stjórnarsamstarfí er Sjálfstæðis-
flokkurinn fylgjandi því að RÚV
verði gert að hlutafélagi í eigu rík-
isins en Framskóknarflokkurinn er
andvígur því. Það verður sem sagt að
koma í ljós hvort okkur takist að
auka fylgi við sjónarmið
Sjálfstæðisflokksins.
Af hverju er svona mikil tregða að
breyta stjórnarháttum í Efstaleiti?
„RÚV er gróin stofnun og lagafyrir-
mæli um skipulag stofnunarinnar eru
óþarflega nákvæm og þar eru ákvæði
sem að mínu mati eiga alls ekki
heima í lögum. Þess vegna tel ég að
hlutafélag í eigu ríkisins gæfi RÚV
tækifæri til að aðlaga sig betur nú-
tíma aðstæðum og efla starfsemi
sína.“
Nú stendur oft styrr um manna-
ráðningar innan RÚV. Finnst þér
eðlilegt að menn sem eru fulltrúar
stjórnmálafiokka í sveitarstjórnum
eða trúnaðarstörfum séu ráðnir sem
þáttastjórnendur Itjá RÚV?
„Hlutleysi í fréttaflutningi og
dagskrárgerð er afar mikilvægt og
hafa verið uppi skiptar skoðanir um
hvemig til hefur tekist hjá RÚV.
Almennt fínnst mér mestu máli
skipta að hæfustu einstaklingamir
séu ráðnir til hvers starfs hvort sem
um er að ræða þáttastjómun eða
önnur störf. Hins vegar verður að
gera kröfú til allra starfsmanna RÚV
að þeir gæti hlutleysis í fréttum,
efnistökum og vali á viðmælendum í
þætti svo dæmi sé tekið."
Kennaraforystan
var á móti
Áslandsskóla
Iivernig finnst þér að meirihlutinn í
Hafnarfirði hafa tekið á málefnum
Áslandsskóla?
„í kosningabaráttunni fyrir síðustu
sveitarstjórnarkosningar lýsti for-
ystumaður Samfylkingarinnar og
núverandi bæjarstjóri Hafharfjarðar,
Lúðvík Geirsson, því yfír að samn-
ingi Hafnarijarðarbæjar og íslensku
menntasamtakanna yrði sagt upp ef
Samfylkingin kæmist til valda. Ég
get ekki betur séð en að
Samfylkingin hafí alltaf verið á móti
þessari tilraun og hafí í málinu litið
framhjá hagsmunum bama, foreldra
og þróun skólastarfs í landinu."
Voru kennarar og kennaraforystan
ekki tilbúin að taka þátt í til-
rauninni?
„Ég tel að kennarar almennt séu
jákvæðir í garð hvers kyns tilrauna
og þróunarstarfs í skólamálum. Það
hefur margoft sýnt sig - t.d. varðandi
innleiðingu upplýsingatækninnar í
skólastarf. Hins vegar hefur komið
fram opinberlaga að kennaraforystan
var á móti þessari tilraun sem mér
fínnst satt að segja umhugsunarefni.“
Má ekki letja
nemendur til vinnu
Hvert er meginhlutverk Lánasjóðs
íslenskra námsmanna að þínu mati?
„Ég er í stórum dráttum sammála því
meginhlutverki sem kveðið er á í
lögum en þar er að meginatriðið að
tryggja tækifæri til náms án tillits til
efnahags. Þó nokkrar breytingar
voru gerðar á úthlutunarreglum
námslánanna á þessu ári.
Tekjutenging maka var afnumin og
grunnframfærsian hækkuð um
8,7%.“
ILvað verður skoðað sem næstu skref
í því að bæta lánasjóðskerfið,
fritekjumark, skerðingarhlutfall eða
grunnframfœrsla ?
„Allir þessir þættir þurfa að vera til
skoðunar þegar næstu skref verða
tekin. Næstu skref fela væntanlega í
sér fleiri en einn af þessum þáttum
og geta fulltrúar stúdenta væntanlega
haft sín áhrif á hvemig forgangs-
röðunin verður. Ég tel reyndar mikil-
vægt að úthlutunarreglumar letji
stúdenta ekki til vinnu."
Margir eiga erfitt með að framfleyta
sér á 75.500 krónum á mánuði. Telur
þú að það sé nógu há upphœð?
„Við útreikning á grunnframfærslu
er gengið út frá því að einhleypur
námsmaður í leiguhúsnæði á íslandi
hafí um 1.280.000 kr. til ráðstöfunar
ef ég man rétt. Þessi tala endur-
speglar að það er talið eðlilegt að
taka tillit til tekna námsmanna og
horfa þannig ekki einungis á láns-
fjárhæðina.“
Hvernig metur þú framtíð HÍ? Eru
undirstöður hans það traustar að
hann geti keppt við innlendar og
erlendar háskólastofnanir?
„Háskóli íslands hefur að mínu mati
sterka stöðu bæði hér innanlands og
einnig í samanburði við erlendar
háskólastofnanir. Að sjálfsögðu er
ekki gefíð að sú staða haldist óbreytt
um ókomna framtíð. Háskólinn
verður eins og allar aðrar mennta-
stofnanir að vera í stöðugu þróunar-
og umbótastarfí til að standast
samkeppnina. Það er fyrst og ffemst
í höndum skólayfírvalda hvemig til
tekst.“
Hvernig líst þér á þau markmið
Háskólans sem sett voru á dögunum
fyrir árin 2002-2005?
„Mér fínnst mjög mikilsvert að
Háskólinn hafí framtíðarsýn og
kynni hana. Hún varpar ljósi á stöðu
hans og þá umræðu sem fer fram
innan veggja hans.“
Náttúrufræðihúsið í
notkun að hluta
2003
Er raunhæft að Náttúrufrœðihúsið
verði tilbúið á nœsta ári? I frum-
varpi tilJjárlaga er gert ráð fyrirþvi
að Náttúrufrœðihúsi verði ekki lokið
fyrr en árið 2004 en ekki árið 2003
eins ogfyrri áœtlanir segja til um. Er
ásœttanlegt að stúdentar og aðrir
aðilar biði lengur eftir þessu húsi?
„í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2003
kemur fram að samkvæmt
endurskoðaðri framkvæmdaáætlun
skólans og aðhaldi sem gætt er í
ríkisútgjöldum ljúki ffamkvæmdinni
ekki að fullu árið 2003. Það er stefnt
að því að húsið verði að hluta tekið í
notkun 2003 án þess þó að ég geti
sagt fyrir um að hvað miklu leyti.“
Hvað finnst þér um hugmyndir SHÍ
að fyrirtœki sem leggi framlag til
rannsóknarstarfs innan Háskólans
fái einhvers konar skattaafslátt?
„Það sem er mikilsverðast í þessu
sambandi er það að fyrirtækin sjái
sér beinan hag í því að fjárfesta í
rannsóknum og vísindum og hefúr
það verið að gerast á íslandi á undan-
fomum ámm. Það er mjög mikilvægt
að fyrirtækin sjái sér beinan efna-
hagslegan hag í því að fjárfesta í
vísindum fremur en að búa til
sérstakan skattalegan hag af þvi.“
/ kennslusamningi fyrir 2002 var
gert ráð fyrir því að Háskóli íslands
fengi fjárveitingu vegna 4300 virkra
nemenda þó að þeir liafi verið 4500
sem hefur valdið töluverðum
erfiðleikum í rekstri skólans á árinu.
Er fyrirhugað að tryggja skólanum
fjárveitingu vegna allra virkra
nemenda fyrir árið 2002?
„Þó að formlegir samningar séu ekki
hafhir sem þó verður um miðjan
þennan mánuð hefúr ráðuneytið gert
ráð fyrir að ársnemendum fjölgi um
200 umfram ákvæði núgildandi
samnings auk þess sem áætlað er
fyrir um 66 milljónir til viðhalds-
framkvæmda umffam ákvæði samn-
ingsins. Ráðuneytið gerir hins vegar
ráð fyrir að nýr samningur verði
undirritaður íyrir árslok.“
Hvaða nýjungar sérðu fyrir þér í
menntamálum?
„Ég sé fyrir mér ffekari uppbyggingu
innan Háskólans og innan
framhaldsskólanna. Það sem mun
einkenna þessa þróun er sveigjan-
leiki og fjölbreyttari valkostir fyrir
nemendur sem geta þá sótt námskeið
til annarra skóla en þeir eru skráðir í.
Ég hygg að samkeppni milli skól-
anna muni vaxa og það er ákjósan-
legt. Menn munu bera saman próf-
gráður ffá mismunandi skólum og
reyna að vega og meta í því sam-
hengi gæði menntunnar sem boðið er
upp á í skólunum. Ég tel einnig að
samkeppnin muni draga fram nýj-
ungar í skólastarfinu og skólamir
marki sér sérstöðu og tryggi gæði í
þjónustu við nemendur.
Sú áhersla sem ríkisstjómin
hefur lagt að færa stefhumörkun í
rannsóknum og vísindum upp á
ríkisstjórnarstig og gefa þessum
málaflokkum sérstakan sess leiðir til
þess að sú þróun að tengja saman
atvinnulífið og vísindastarfið á eftir
skapa enn frekari hagvöxt."
Þar áður var hann aðstoðarrektor og kennari við MA.