Stúdentablaðið - 01.10.2002, Qupperneq 19
19
Stúdeiifablaðið
“““ w
Ásgeir Tryggvason stjórnmáiafræðinemi:
99 í svona stórum hóp og í svona
stórum sal er hætta á að maður
týnist og missi áhuganníí
Helga Arnardóttir laganemi:
99Mér finnst ekki traustvekjandi að
þurfa að tjalda fyrir utan Háskóla-
bíó daglega til þess að fá sæti64
mikið til kennslunnar. Þetta á síður
við á síðari misserum námsins.“
Hvernig upplifir þú það að kenna
hundruðum nemenda i stóra sal
Háskólabíós?
„Ég held að þetta snúi miklu frekar
að nemendum en okkur kennurum.
Mér finnst þetta ekki eins slæmt og
ég hafði óttast, en mér finnst sú
vinnuaðstaða sem nemendum er
boðin ekki góð.“
Hefurðu kennt Aðferðafrœði I áður,
og ef svo, verðurðu var við fcekkun i
salnum, nú eða einhvers konar
breytingu á mannskapnum, eftir því
sem það líður á misserið?
„Já, ég kenndi aðferðafræðina fyrstu
árin sem ég kenndi hér í Háskólanum
en þá þegar vom hópamir orðnir
nokkuð stórir. Fólki fækkar í sumum
námskeiðum og mér finnst það oft
eðlilegt því hver og einn metur
hvemig tímanum sé best varið. Ég
nefni oft við nemendur mína að þeir
verði að meta það hvort tíma þeirra
sé betur varið í tímum hjá mér, eða á
bókasafni með vel skrifaðar
kennslubækur sem útskýra efnið
iðulega ekki síður en mér tekst að
gera það. í námskeiði eins og
Aðferðafræði I er bakgrunnur
nemendahópsins gríðarlega ólíkur og
sumir nemendur geta vel sinnt
náminu án þess að mæta í alla fyrir-
lestra. Allar upplýsingar um efni,
hlutapróf og annað, sem máli skiptir,
em á háskólavefnum."
Finnurðu mikinn mun á þvi að kenna
stórum eða litlum hópum?
„Já, ég finn á því nokkum mun en
samt er það svo að þegar hópar em
komnir yfir 50-60 manns, þá missir
maður svolítið sambandið í ein-
stökum kennslustundum. Þess vegna
munar ekki öllu fyrir kennarann, að
mínu mati, hve mörg hundmð manns
em í timanum. En háskólakennsla
ætti að felast í því að miklu meiri
samræður ættu sér stað á milli kenn-
ara og nemenda en almennt gerist hjá
okkur. Þó emm við í býsna góðu
sambandi við nemendur okkar þegar
þeir koma á síðasta árið, þótt það sé
eitthvað misjafnt eftir greinum."
Myndirðu vilja sjá breytingar á
núverandi tilhögun?
„Það hefur verið rætt um að breyta
þeirri tilhögun sem verið hefur á
þessu námskeiði nú um langt skeið,
og ég er sannfærður um að það
verður gert. Ýmsar leiðir hafa verið
ræddar, m.a. skipting þess eftir
greinum, en jafnffamt að nota vefinn
mun betur en gert hefur verið. Efhi
námskeiðsins býður nefnilega alveg
upp á það.“
Dæmatímar koma
örugglega að gagni
Stjómmálafræðineminn Ásgeir
Tryggvason situr nú á haustdögum
fyrmefnt fjölmennasta námskeið
skólans, Aðferðafræði I.
Stúdentablaðið innti Ásgeir álits á
fyrirlestmnum.
Hvernig finnst þér að sitja svona
JJölmenna fyrirlestra?
„Ég neita þvi ekki að
mér finnst betra að
vera í minni sölunum
með minni hóp.
Þannig finnur maður
fyrir meiri nálægð við
kennarann og er ein-
hvem veginn í betra
sambandi við allt og
alla. í svona stórum
hóp og í svona stórum
sal er hætta á að
maður týnist og missi
áhugann. Við þannig
aðstæður má búast við
því að fólk mæti síður
í tímana og vilji frekar
læra þetta á eigin spýt-
ur. Svo gengur það
kannski ekki upp og
fólk getur tekið upp á því að hætta í
faginu til að einbeita sér að kúrs-
unum sem það á enn möguleika á að
ná.“
Hefur sú hugsun hvarflað að þér?
„Ég get nú ekki sagt það og pers-
ónulega myndi ég aldrei fara þessa
leið. Frekar myndi ég pína mig til að
mæta í þessa tíma og reyna að fá eitt-
hvað út úr þeim því þetta er, með
fullri virðingu, fag sem maður vill
alls ekki þurfa að sitja tvisvar. Svo
vaknar maður við það að maður þarf
hvort eð er að fara í þetta aftur, nefni-
lega „mömmu“ þessa námskeiðs:
Aðferðafræði 11“
Finnst þér að hinn mikli
nemendajjöldi komi niður á
kennslunni að einhverju leyti?
„Ég er óneitanlega á þeirri skoðun að
þetta séu fyrirlestramir sem hvað
flestu fólki finnst það fá minnst úr.
Fyrirspumir verða erfiðari þegar
fjarlægðimar em svona miklar og
þetta útilokar líka möguleikann á
leiftrandi umræðum. Þetta vandamál
er augljóslega ekki til staðar í minni
sölunum þar sem maður þarf ekki að
öskra til að aðrir heyri í manni. Þar af
leiðandi er sjálfsagt að velta þeim
möguleika fyrir sér að hafa fyrir-
lestrana í minni sal vegna þess að
það er engin spuming að sú tilhögun
væri betri fyrir nemenduma. En hin
hliðin á þeirri lausn er auðvitað sú að
kennaramir þyrftu að auka kennsl-
una og kenna það sama mörgum
sinnum. Þar að auki er sennilega
skortur á húsrými fyrir fleiri tíma.“
Kotna dœmatimarnir ekki að gagni?
Þeir koma ömgglega þeim að gagni
sem eiga í erfiðleikum með töl-
fræðina. Mér finnst ég ráða nokkuð
vel við hana og þess vegna hef ég
ekki þurft að leita mér hjálpar hvað
hana varðar. Mér sýnist hins vegar
aðferðafræðihlutinn vera snúnari en
tölfræðihlutinn en ég þekki það ein-
faldlega ekki hvort veitt sé aðstoð
með þann hluta námsefnisins í
dæmatímunum.
Góðir umræðutímar
Einhveijir lesendur hafa væntanlega
haft spumir af ástandinu sem rikir á
fyrirlestrunum í fyrsta árs
námskeiðum lagadeildar, og kannski
tekið eftir stólaleysinu fyrir framan
sali 1-3 (áður2-4) í Háskólabíói. Þeir
laganemar sem sækja þessa fyrir-
lestra hafa nefnilega margir hveijir
neyðst til að sækja sér stóla af
göngum kvikmyndahússins og sitja á
þeim í tröppum saianna sökum
sætaskorts. Helga Amardóttir er í
þessum hópi.
Hvemig finnst þér að sitja svona
jjölmenna fyrirlestra þar sem slegist
er um sœtin?
„Manni finnst það ekki beint
traustvekjandi að þurfa að tjalda fyrir
utan Háskólabíó á hveijum degi til
þess að fá sæti, en eftir því sem liðið
hefur á önnina hefur fólki fækkað og
því fleiri sæti laus en í upphafi.“
Heldurðu að þessi mikli fjöldi valdi
þvi að einhverjir gefist einfaldlega
upp og hœtti?
„Já, án efa. Það krefst mikils að
keppa við svona stóran fjölda og ég
veit um þó nokkra sem hafa bara ein-
faldlega farið í eitthvað annað og em
mjög sáttir við það.“
Hefur það hvarflað að þér?
„Já, ætli það hvarfli ekki að öllum.
Síðan verður maður bara að gera það
upp við sig hvort maður vilji leggja
þetta á sig.“
Finnst þér að hinn mikli
nemendafjöldi komi niður á
kennslunni að einhverju leyti?
„Það kemur ekki beint niður á
kennslunni en auðvitað kemur það
niður á nemendum þegar þeir geta
ekki fengið sæti til að hlýða á fyrir-
lestrana. Ég hugsa að flestir nemend-
ur tali um það.“
Finnst þér umrœðutimarnir koma að
gagni?
„Já, mér finnst þeir koma að miklu
gagni og geta nemendur, sem ekki
vilja spyija innan um 200 manns,
komið sínum spumingum að í
umræðutímunum. Auk þess voru
valdir mjög hæfir nemendur til að sjá
um þessa tíma og verð ég að segja að
það hefiir komið mjög vel út.“
Er eitthvað sem þú myndir vilja að
yrði gert til þess að breyta núverandi
tilhögun?
„Það er í raun lítið hægt að gera við
því núna en ég vona að forsvarsmenn
lagadeildar geri betri ráðstafanir
næsta vetur ef það verður svona
margt fólk sem skráir sig i deildina
líkt og nú.“
kristjg@hi.is
Fjölmennustu námskeiðin
innan HÍ
10.05.02: Aðferðafræði 1......................609
04.41.02: Reikningshald 1....................467
04.51.01: Þjóðhagfræði 1......................447
04.41.01: Rekstrarhagfræði 1..................421
04.41.11: Stjómun 1...........................362
09.10.14: Línuleg algebra og rúmffæði.........339
04.41.03: Stærðfræði A........................332
10.02.00: Almenn sálfræði....................331
04.42.09: Fjármál 1......................... 289
10.04.00: Almenn félagsfræði.................278
09.21.11: Eðlisfræði 1 V......................274
08.71.12: Tölvunarffæði la....................268
03.01.21: Inngangur að lögfræði...............258
03.01.22: Ágrip af réttarsögu.................258
03.01.23: Almenn lögfræði.....................258