Stúdentablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 20
þeirra sögn kviknaði hugmyndin að
sögunni fyrir hartnær tíu árum.
Myndin segir frá
Bandaríkjamanni að nafni Simon
(Keith Carradine) sem á í töluverðri
lífskreppu og kemur til íslands að
því er virðist til að hugsa sinn gang
eilítið, en jafnvel í nokkuð róttækari
tilgangi. Hann á ættir sínar að rekja
hingað til lands og hefur meðal
annars upp á íslenskum frænda
sínum (Magnúsi Ólafssyni) í þorpi
einu úti á landi. Hin óvænta heim-
sókn Simons gleður frændann mjög
en það sama verður ekki sagt um
þorpslögguna Jóhann (Ingvar E.
Sigurðsson) sem virðist hafa allt á
homum sér. Simon kynnist hinni
dularfullu Dúu (Margréti
Vilhjálmsdóttur) sem fóstrað hefúr
fálka nokkum, en ákveðin atburða-
Fát í flugi
Fálkar
Friðrik Þór Friðriksson
leikstýrði. íslenska
kvikmyndasamsteypan
ehf., Peter Rommel
Productions, Filmhuset
AS, Noregi og Film &
Music Entertainment,
Bretlandi í samstarfi
við Invicta Capital Ltd.,
Bretlandi & ZDF/Arte,
Þýskalandi framleiddu ísl-
enska kvikmyndasamsteypan
ehf. 2002
í lok september var kvikmyndin
Fálkar, nýjasta mynd Friðriks Þórs
Friðrikssonar, frumsýnd í
Sambíóunum og Háskólabíói.
Handritið skrifaði Friðrik í félagi við
rithöfundinn Einar Kárason en að
rás veldur því að þau flýja
land og enda í Þýskalandi
- með fálkann í far-
teskinu - en þar lenda þau
í ýmsum hremmingum.
Það má segja að myn-
din skiptist í tvennt; annars
vegar það sem gerist á íslan-
di og hins vegar það sem
gerist í Þýskalandi. Fyrri
hlutinn lofar nokkuð góðu og
sterkur leikur Carradine er ekki til að
skemma fyrir, en það verður því
miður að segjast að myndin missir
dampinn þegar á líður. Ófáar klisjur
amerískra spennumynda fara að birt-
ast og það skín óneitanlega í gegn að
myndin er framleidd fyrir erlendan
markað. Spennan sem reynt er að
byggja upp finnst mér aldrei skila sér
og má kannski segja að myndin
komist aldrei
á almennilegt
flug.
Það er ýmislegt
jákvætt hægt að segja
um Fálka. Leikurinn er
góður, og þá sérstaklega
hjá Carradine, og
hvað leikstjóm og
kvikmyndatöku varðar
era greinilega fagmenn að verki.
Akkilesarhæll myndarinnar er hins
vegar handritið og hún líður -
skiljanlega - mikið fyrir það.
Væntingar undirritaðs voru þó
nokkrar eflir að hafa kolfallið fyrir
síðustu mynd Friðriks, Englum
alheimsins, en fálkamir ná aldrei
hæðum englanna.
Kristján Hrafn Guðmundsson
Sammann-
legt siðferði
Mannkostir
Kristján Kristjánsson
Háskólaútgáfan 2002
Listaverð: 3.690 kr.
í haust gaf Háskólaútgáfan út nýtt
ritgerðasafn eftir heimspeki-
doktorinn Kristján Kristjánsson sem
ber heitið Mannkostir. Þetta er þriðja
verkið af þessu tagi sem kemur út
eftír ffæðimanninn en hann hefúr
áður sent frá sér bækumar
Þroskakostir (1992) og Af tvennu
illu (1997). í fyrri bókum Kristjáns
hefúr eðli mannsins verið efst á
baugi og heldur hann áfram á
svipuðum nótum í Mannkostum.
Nýja verkið inniheldur fimmtán rit-
gerðir sem flestar tengjast siðfræðis-
legu efhi á einhvem hátt. Kristján
tekur á hinum ýmsu málefnum og
skoðar út frá heimspekilegu sjó-
narhomi og má þar nefna kennslu-
og uppeldisfræði, heilbrigðismál,
bókmenntir og listir. Síðast en ekki
síst gerir Kristján grein fyrir afstöðu
sinni til póstmódemismans og vega
þær hugleiðingar óneitanlega þyngst
í heildarverkinu.
Þrátt fyrir að ritgerðimar taki
á ólíkum málefnum eru viss
samkenni sem binda ritgerðimar
saman og gefa verkinu ákveðinn
heildarsvip. Hin svokallaða siðferð-
islega veraldarhyggja er rauði
þráðurinn í gegnum bókina eins og
Kristján minnist á í inngangi hennar.
í ritgerðunum reynir höfundur að
færa rök fyrir því að til sé eitthvert
sammannlegt siðferði og notar hann
hin ýmsu svið til að styðja mál sitt.
Lesandinn verður var við
ákveðinn blæbrigðamun þegar líða
fer á verkið. Fyrstu ritgerðimar inni-
halda fræðilegar athuganir á hinum
og þessum málefnum undir
siðfræðilegum formerkjum. Um-
fjöllunin er laus við harða gagnrýni
til aó byija með og er öll fremur
þægileg. Þar ber að nefna ritgerðina
„Þjóðsögumar og manneðlið“ þar
sem er að finna skemmtilegar
vangaveltur um siðfræðilegt gildi
þjóðsagna. Sama má segja um rit-
gerðina „Fjársjóður fordómanna" en
þar færir höfundurinn rök fyrir því
að fordóma mætti nota sem
kennsluffæðilegt vopn! En smám
saman breytist tónninn í rit-
gerðunum og verður gagnrýnin í
þeim heldur hvassari. Þetta nær
hámarki í kjölfar ritgerðinnar
„Tíðarandi í aldalok" þar sem
höfundur gerir grein fyrir andófi
sínu gegn póstmódemismanum og
sparar ekki stóru orðin. Þessari rit-
gerð fylgja harðar ritdeilur sem
fjöragt er að fylgjast með þar sem
Kristján kemst í kast við fjölmarga
þekkta menn úr íslensku menningar-
lífi.
Kristján hefur unnið sér inn
orðspor fyrir rökfestu og hér sem
fyrr dregur hann ekkert undan.
Kristján er mjög mælskur og kann
að koma fyrir sig orði og endur-
speglast það í stíl bókarinnar sem er
í senn kröftugur, skemmtilegur og
ögrandi og heldur lesandanum við
efnið. Mannkostir er prýðislesning
og hefur að geyma margar
áhugaverðar og fræðandi hugleið-
ingar um málefni sem eiga erindi til
allra.
Þormóður Dagsson
Listmunauppboð
nr. 18
Á Radison SAS, Hótel Sögu
Listmunauppboð era haldin annað
veifið á íslandi og eitt þeirra var
haldið á vegum Listmunasölunnar
Foldar á Hótel Sögu sunnudaginn
22. september s.l. Uppboð þessi
vekja auðvitað alltaf nokkra athygli,
enda eiga þá listaverkaunnendur
þess kost að kaupa verk nýju og
gömlu snillinganna á reyfara-
kaupum.
Það var þó ekki laust víð að
greinarhöfundur, óharðnaður há-
skólanemi, sem getur varla greint á
milli verka Errós og Þorvaldar
Skúlasonar, hafi mætt á staðinn án
þess að gera sér grein fyrir því hvort
það væri kvíði eða spenna sem olli
þessum seyðingi í maganum. í besta
falli kæmi ég aftur út jafn fátækur í
andans og veraldlegri list og ég var
fyrir sýninguna - kannski öllu fróðari
hvemig svona uppboð fara fram. í
versta falli færi ég heim stjarfur með
800.000 kr. Kjarvals-málverk undir
höndunum og velti því fyrir mér
hvemig plata mætti bankann til þess
að semja um lán.
Uppboðið hófst á slaginu
19:00 og þar sem að 161 verk beið
þess að vera boðið upp sagði
Tryggvi Friðriksson uppbjóðandi, að
hann yrði að hafa hraðar hendur á.
Svo hófust hamarshöggin og ffamm-
íköllin. Fyrst í uppboðsskránni var
grafíkverk eftir Baltasar sem fór á
7.000 en matsverð var nærri fjórfalt
hærra. „Aha,“ hugsaði ég með mér.
„Kannski að maður geti gert góð
kaup.“ Svona gekk þetta, upphæð
við hamarshögg var í flestum
tilvikum hvergi nærri matsverði og
oftar en ekki aðeins helmingur af
uppsettum prís. Málverka-
folsunarmál hafa skilið listverka-
markaðinn í miklum lægðum.
Tryggvi bauð upp
stúlkumynd eftir Jón
Engilberts og fékk hæsta
tilboð sem var mörgum
þúsundköllum frá
matsverði. „Þetta er
ekkert verð fyrir
þessa mynd,“
sagði hann alvar-
legur í bragði.
Þá kom mynd sem mig lang-
aði í: Olíumálverk eftir Tolla sem
nefnist Morgunn. Myndin seldist
eins og önnur verk á verði sem var
undir „markaðsvirði" en þegar á
hólminn kom gugnaði ég og sagði
ekki neitt. Ætli að maður verði ekki
frekar að huga óvæntum útgjöldum
eins og dekkjaskiptum fyrir veturinn
eða jafnvel kuldaskóm á bamið?
Fyrst maður hafði ekki þor í
að taka þátt í atganginum var allt
eins hægt að sitja á rólegur og fylgj-
ast með þegar vcrk gömlu meist-
aranna rannu í gegn. Kjarval, Jón
Stefánsson, Scheving, Lousia
Matthíasdóttir o.fl. voru slegin
nýjum eigendum sem og síðasta
verkið, Sólarlag í Reykjavík, eftir
Ásgrím Jónsson. Það er vonandi að
myndlistarmarkaðurinn sjái fram á
tíma þannig að þeir sem
og keyptu hafi gert góð
ip. En sjálft uppboðið var
skemmtilegt og fróðlegt.
Eggert Þór
Aðalsteinsson