Stúdentablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 22
unum, þ.e. íslendingunum í
skólanum. Til dæmis gátum við ekki
lesið neitt í síðasta Stúdentablaði,
fáum sjaidan tölvupóst á ensku, öll
skilti og leiðbeiningar eru á íslensku.
Auðvitað er eðlilegt að hlutimir séu
erfiðari hér en heima en ég hef ég
lent í vandræðum með að skiija
tölvukerfið á bókasafninu, hvemig á
að taka út bækur og fleira svoleiðis.
Mér var farið að líða á tímabili eins
og að ég gæti ekki bjargað mér sjálf,
það tekur tíma að læra það að þurfa
að biðja alltaf um hjálp. Þetta em svo
sem engir alvarlegir hlutir sem ekki
er hægt að laga með lítilli fyrirhöfn.
Hitt er svo annað mál að fólk
hefur alltaf verið hjálplegt þegar ég
hef verið að biðja um aðstoð en ég
hefði hins vegar kannski ekki þurft
að vera síspyrjandi ef ég hefði fengið
upplýsingamar strax. Það var bara
þetta upplýsingaleysi sem var
svolítið pirrandi í upphafi en annars
er alveg hreint frábært að vera héma
og nú þegar allt er komið á hreint þá
gengur allt miklu betur.“
Þá var komiö að spurningunni sem
ég efast ekki um að allir lesendur
biðu eftir: „Háv dú jú lœk Æsland? "
„Ég vissi auðvitað eitthvað um
ísland áður en ég kom hingað. Vissi
til dæmis að þrátt fyrir nafnið þá er
landið ekki ísilagt, að jarðfræði
landsins væri margbreytileg fyrir
svona litla eyju og um jöklana og
eldvirknina. Ég hafði líka heyrt að
það væri dýrt að búa á íslandi en ég
vissi hins vegar ekkert um fólkið í
landinu. Vissi til dæmis ekki fyrr en
ég fór að lesa mér til um landið
hversu sterk tengsl fólksins em við
landið og hversu stoltir íslendingar
em og fleira svoleiðis. Eitt sem kom
mér líka skemmtilega á óvart var
það að vatnið úr krönunum er gott
og er mun bragðbetra en vatnið
heima.“
í vetur eru um 500
erlendir nemar í
Háskóla íslands og af
þeim búa um 39 á
Gamla garði. ALBERT-
ÍNA ELÍASDÓTTIR
ræddi við einn þeirra,
Ashley Deavu.
Ashley Deavu er ein af þessum
500 og hún býr einmitt á
Gamla garði. Hún verður 23
ára í október. Ashley er fædd og
uppalin í Huntsville, Ontario,
Kanada en bjó á Nýja-Sjálandi í eitt
ár þar sem hún bjó hjá kanadískri
fjölskyldu. Þetta er því annað ár
hennar erlendis. Stúdentablaðið hitti
hana á Gamla garði og ræddi við
hana um hitt og þetta varðandi
ísland, námið og fleira.
Við byrjuðum á því að forvitnast um
hvað hún er að lœra hér á Fróni og
af hverju hún hefði ákveðið að koma
til íslands að lœra.
„Ég er að læra jarðfræði fyrir erlenda
nema hér á íslandi. í Kanada er ég
hins vegar að læra eðlisfræðilega
landafræði (Physical geography)
með áherslu á norrænar- og pólar-
rannsóknir. Ástæðan fyrir því að ég
valdi ísland var sú að mig langaði að
fara til lands þar sem ég hefði þann
möguleika að sjá mikið af landinu á
einu ári og jafnvel lært tungumál
landsins. Reyndar verð ég að
viðurkenna að ísland var kannski
ekki besti valmöguleikinn að því
leytinu að íslenskan er fáránlega
erfið. Þá langaði mig líka að fara ein-
hvert þar sem ég gæti fengið metnar
einingar sem ég tek og þar sem ég
gæti fengið verklega reynslu. Allt
þetta get ég fengið hér. Mig langaði
heldur ekki að fara til meginlands
Evrópu og skóiinn á Grænlandi
bauð ekki upp á áfanga á ensku. Ég
hefði reyndar kannski getað farió til
Noregs eða Svalbarða, fékk til
dæmis inn í skóla á Svalbarða en
mig langaði að fá eitthvað meira út
úr þessu ári heldur en bara
skólalærdóm og ísland bauð upp á
þann möguleika.“
Nú minntistu á það að þú hefðir
áhuga á að lœra tungumálið og talar
um að íslenskan sé erftð, hvernig
hljómar íslenskan í þínum eyrum?
„íslenskan hljómar eins og að þið
talið mjög hratt. Hinsvegar þegar ég
les hana þá sé ég oft orð sem ég
kannast við og get giskað á hvað
þýða eins og tii dæmis mjólk og
milk, jógúrt og jogurt. En þið hafið
hinsvegar stafi sem ég þekki ekki og
þið berið þá líka stundum öðruvísi
fram. Ég á til dæmis erfitt með að
bera fram r-ið eins og þið gerið það.
Þetta er samt svo sem ekki svo
skrýtið fyrir mig að vera með annað
tungumál í kringum mig. I Kanada
höfum við tvö tungumál, ensku og
spyija um hvort um sé að ræða
lambakjöt eða nautakjöt. Hitt er
annað mál að það er alveg ótrúlegt
hvað það eru margir hér sem tala
virkilega góða ensku. Það kemur mér
ekki á óvart að þið talið ensku heldur
hitt hversu klár þið eruð í ensku,
notið oft orð eða hugtök eins og að
enskan sé móðurmál ykkar. Þið talið
líka með hreim sem er mjög þægilegt
að skilja, til dæmis á ég erfiðara með
að skilja bresku krakkana heldur en
íslensku.“
Frábærir íslenskir
steinar!
Hvernig finnst þér síðan að lœra
jarðfrœði á Islandi?
„Steinamir ykkar eru frábærir og ég
er einmitt búin að vera dugleg að
safha mér fullt af fallegum steinum.
Prófessoramir hér eru mjög góðir og
vita hvað þeir era að tala um. Einnig
era rannsóknimar sem prófessoramir
gera hér áberandi. Gaman að
greinamar sem við erum að lesa era
oft skrifaðar af orófess-
úralega einstakt að við getum farið
og orðið vör við jarðskjálfta á jarð-
skjáiftamælum í skólanum. Þá finnst
mér sú áhersla sem lögð er á
vettvangsferðir góð.“
Nú ertu i svipuðu námi i Kanada.
Hvernig stenst Háskóli íslands
samanburðinn?
„Það er í rauninni erfitt að bera
saman þessa tvo skóla. Háskólinn
minn í Kanada er lítill miðað við
Háskóla íslands en út af því að ég get
auðvitað bara tekið þá áfanga hér
sem kenndir era á ensku á ég erfitt
með að dæma um það. Eitt get ég þó
hrósað Háskóla íslands fyrir en það
er hversu auðvelt er að nálgast
prófessorana og fá aðstoð þeirra,
mun auðveldara en heima. Ég er
mjög ánægð með námið hér.“
Nú höfum við íslendingar ekki
möguleika á þvi að vita þetta:
Hvernig er að vera erlendur nemi
við Háskóla íslands?
„Það er mjög gaman og þetta er
góður skóli, en það er margt sem ég
tel að þurfi að bæta. Mér finnst við
erlendu nemarnir vera nokkuð
aðskilin frá hin-
-^/VP*N
51Jarðfræðinám á íslandi er
einstakt að því leyti að við getum farið og orðið vör
við jarðskjálfta á jarðskjálftamælum í skólanumíé