Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 23

Stúdentablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 23
búin um hádegi. Síðan fer ég og athuga tölvupóstinn til að sjá hvort að fólkið heima elski mig ennþá. Síðan tekur við annað hvort matarinnkaup eða lærdómur. Við notum oft ffítímann til að labba um bæinn og förum líka oft í sund. Gufubaðið er í uppáhaldi hjá mér en heitu pottamir eru líka góðir. Það er mjög gott að fara í sund héma því það er ekki jafn mikið af klór i sund- laugunum hér og heima. Á kvöldin hef ég verið að pijóna sem ég lærði að gera í Nýja-Sjálandi en hér á Gamla garði em mörg okkar farin að prjóna, jafnvel strákamir. Eg er búin með 2 húfúr og er núna að prjóna vettlinga auk þess sem ég hef verið að hjálpa hinum með pijónið sitt. Það er auðvitað ósköp misjafnt hvað fólk er að gera héma á kvöldin. Margir lesa bara á kvöldin, svo er það alltaf bjórdrykkja og stundum spilum við eða horfúm á sjónvarpið. Síðan förum auðvitað oft út að skemmta okkur saman, djömmum um helgar og lærum á virkum dögum. Við emm í rauninni ekkert öðruvísi, komum bara ffá öðru landi. Nú býrð þú eins og svo margir erlendir nemar á Gamla garði, hvemig er að búa þar? Það er gott að búa á Gamla garði. Ég viðurkenni að fyrst vildi ég ekki búa með hinum erlendu stúdentunum heldur langaði mig að búa í ibúð með íslenskum krökkum. Ég er samt sem áður ánægð að búa hér. Hér er ég nálægt miðbænum, nálægt skólanum og bý með fullt af góðu fólki. Við emm auðvitað öll að upp- lifa sömu hlutina; pirringinn yfir að skilja ekki islenskuna, hvað allt er dýrt héma og margt fleira. Þetta að við séum öll að gera hlutina hér í fyrsta skipti er gott að sumu leyti en slæmt að öðm, sérstaklega þar sem ekkert okkar veit meira en hinn, nema kannski garðsprófasturinn sem þarf að þola endalausar spumingar ffá okkur. En þetta gengur vel og okkur kemur vel saman enda emm við öll að leita að því sama, það er að fá að upplifa ísland - hið raunvem- lega ísland. albertin@hi.is 990kkur á Gamla garði kemur vel saman enda erum við öll að leita að því sama, það er að fá að upplifa ísland - hið raunverulega (slandíí Sterklegir kjálkar En hvernig finnst þér Íslendingarnir vera? „Mjög hlédrægir! Þegar ég kom héma fyrst þá fannst mér fólk eiginlega vera hálf dónalegt. Hins vegar þegar ég fór að kynnast fólkinu héma komst ég að því að þið emð allt öðmvísi, miklu opnari en þið virðist vera við fyrst sýn. í Kanada emm við dugleg við að hlæja að sjálfum okkur og tölum mikið um veðrið. En fólk hér á íslandi heldur ömgglega að ég sé eitthvað klikkuð út af því að ég er alltaf brosandi og veifandi eins og ég er vön heima, en það er bara ég, stelpan sem brosir og veifar. íslensku strákamir em líka virkilega flottir. Hvemig er hægt að mislíka ljóshærða, blá- eygða, flotta stráka með sterklega kjálka? Hins vegar hef ég ekki kynnst neinum íslenskum strákum persónulega þannig að ég veit í rauninni lítið annað um þá en það að þeir líta vel út.“ Hvað með skemmtanalífið í Reykjavik? Við íslendingar hreykjum okkur af því að eiga merkilegt skemmtanalíf i borginni okkar, hefurðu eitthvað kynnst því? Já, það er gaman að skemmta sér í Reykjavík en í Kanada loka allir barir og skemmtistaðir klukkan 2 þannig að ég á oft erfitt með að halda mér vakandi þangað til að fólk fer út hér í Reykjavík, en ég er að læra á þetta. Til dæmis veit ég að hér ferðu ekki út klukkan 22 á kvöldin út af því að þá er enginn úti. Annað sem er ólíkt frá Kanada er að fólk hér klæðir sig meira upp og næturlífið á götunum er meira en heima þar sem fólk er meira inn á bömnum eða skemmtistöðum. Heima er líka meira „Cat Calling" sem ég hef ekki heyrt hér. Fólk hér virðist líka vera dmkknara en ég er reyndar ekki viss um að svo sé í raun og veru. Eitt sem kom mér líka mjög á óvart var að hér sést fólk æla út á götu eða að pissa í næsta mnna, þetta sést ekki heima en þetta var eitt af því sem ég sá fyrsta kvöldið sem ég fór að djamma í Reykjavík. Þið drekkið líka öðmvísi. Ég sakna einmitt kanadíska bjórsins, ykkar bjór er ekki jafn góður og hann er líka veikari en okkar bjór í Kanada. Það er reyndar hægt að kaupa eina tegund af kanadískum bjór hér, Moosehead sem er ágætur. Við Kanadabúar emm mjög stolt af bjórnum okkar og erum miklir bjórdrykkjumenn. Hins vegar er súkkulaðið ykkar mjög gott, betra en heirna." Nú verð ég að spyrja þig um eitt, hvað er „ Cat Calling "? „Við notum þetta orð yfir það til dæmis að blístra á eftir manneskju sem labbar framhjá þér á bamum eða kalla „Hæ, sæta eða sæti,” á eftir ein- hverjum. Ég hef ekkert orðið vör við þetta hér.“ Nú hafa Islendingar sumir kannski svolítið staðlaða mynd af erlendum nemum, til dœmis hef ég heyrt að þið skiptist í tvo hópa: Þá sem koma bara til að lœra og þá sem koma bara til að djamma. Hvorum hópnum mundir þú segja að þú tilheyrðir? „Ég er virkilega að reyna að tilheyra báðum hópunum. Ég er að vonast til að verða kennari þegar ég er búin í námi og mín reynsla sem manneskja er alveg jafn mikilvæg eins og skólalærdómurinn þannig að ég er að reyna að kynnast íslensku menn- ingunni og djamma smá. Það er líka gaman að fá að kynnast hinum erl- endu nemunum og þeirra löndum og menningum. Það er líka öðruvísi reynsla fyrir mig sem krakkamir sem em bara í Kanada öðlast ekki. Það lítur vel út að hafa öðlast á þennan hátt ákveðna víðsýni. Ég held reynd- ar að flestir í mínum sporum hér séu sama sinnis, séu að reyna bæði að læra og djamma.“ Allir að prjóna Hvernig er þessi dœmigerði dagur hjá þér? Ósköp svipaður og hjá öðrum held ég. Ég vakna, fæ mér múslí og jógúrt, út af því að mjólkurvörur hér em frábærar. Ég er bara í tímum snemma á morgnana og er yfirleitt 99Ég sakna kanadíska bjórsins, ykkar bjór er ekki jafn góður og hann er líka veikari en sá kandíski44 ^^Hvernig er hægt að mislíka Ijóshærða, bláeygða, flotta stráka með sterklega kjálka?46 55Í Kanada loka allir barir og skemmtistaðir klukkan 2 þannig að ég á oft erfitt með að halda mér vakandi?66

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.