Stúdentablaðið - 01.10.2002, Síða 25
Náttúrufræðihús í
uppnámi?
Stjóm SHÍ lýsti yfir miklum von-
brigðum sínum á fundi þann 10.
október sl. að í fjárlagafrumvarpi
ársins 2003 skuli ekki vera veitt
nægjanlegu fjármagni til þess að
ljúka við byggingu náttúmffæðihúss
í Vatnsmýrinni. í ályktun ráðsins,
sem send var til ráðherra og
alþingismanna, segir að skv. ffum-
varpinu verði smíði hússins ekki
lokið fyrr árið 2004 eða 8 áram eftir
að bygging þess hófst.
Forsvarsmenn Háskólans höfðu sagt
að þeir myndu afhenda húsið til
notkunar 23. ágúst 2003. Fréttir
þessar valda stúdentum miklum
vonbrigðum því ffamkvæmdir við
húsið hafa gengið eins og í sögu
undanfama mánuði og því mun það
valda þeim skoram, sem ætlunin er
að fari inn í húsið og búa við hús-
næðishallæri, þ.e. líffræði-,
jarðfræði- og landafræðiskor,
óþægindum.
í viðtali við Tómas Inga
Olrich, sem birt er í Stúdentablaðinu
í dag, segir menntamálaráðherra að
húsið verði tekið í noktun að hluta á
næsta ári.
Stúdentagarðar afhentir
í lok september lauk ffamkvæmdum við námsmannaíbúðir í Amarási í Garðabæ. Ásdís Halla Bragadóttir bæjar-
stjóri afhenti talsmönnum stúdenta íbúðimar, Garðabær er eigandi íbúðanna 14 en FS sér um rekstur og útleigu.
Miðvikudaginn 9. október sl. flutti
Magnús Þorkell Bemharðsson, lekt-
or í nútímasögu Mið-Austurlanda og
Islam við Hofstra háskólann í New
York, fyrirlestur í Hátiðasal í
Aðalbyggingu Háskóla íslands und-
ir heitinu: „Af hverju hatar Bush
Saddam? Stjómmálaafskipti írak og
Bandaríkjanna í sögulegu ljósi.“
Fullt var út úr dyram á fyrirlesturinn
eins sést hér til hægri og komust
færri að en vildu.
Magnús Þorkell Bemharðsson
lauk BA-prófí í stjómmálaffæði og
guðffæði ffá Háskóla íslands, MA-
prófi í trúarbragðaffæði ffá Yale Di-
vinity School 1992 og Ph.D.-gráðu í
sagnfræði ffá Yale University árið
Af hverju hatar Bush Saddam?
1999. Hann gegnir
nú stöðu lektors í
nútímasögu Mið-
Austurlanda og
Islam við Hofstra
háskólann í New
York og hefur
sérhæff sig í nú-
tímasögu írak. Á
næsta ári kemur út
bók Magnúsar, Re-
claiming a Plund-
ered Past: National-
ism and History in
modem Iraq 1921-
1941, á vegum Há-
skólaforlagsins í
Texas, en þessi bók
er að mestu leyti byggð á
doktorsritgerð hans. Hann
hefur einnig ritstýrt bók um
heimsendafræði (apoca-
lypticism) f hinum mis-
munandi trúarbrögðum
(London 2001) og öðra riti
um menningartengsl
Bandaríkjanna og Mið-
Austurlanda (New Haven,
2002). Um þessar mundar
ritar hann menningar- og
stjómmálasögu írak 1941-
1991 með sérstöku tilliti til
samskipta þeirra við
Bandaríkin og Bretland.
Gunnþóra hlýtur
Arkímedesarverðlaunin
Á dögunum var það tilkynnt að
Gunnþóra Ólafsdóttir, nemandi í
landfræði og ferðamálafræðum við
jarð- og landfræðiskor HÍ., verður á
meðal þeirra sem munu hljóta
Arkímedesarverðlaun Evrópu-
sambandsins þann 5. desember nk.
Verðlaunin, sem eru að upphæð
34.000 evrur, eru fyrir verkefni
hennar „The Nature Tourist;
Analysis of tourist needs and views
towards nature in the highlands of
Iceland and implications for plann-
ing of nature tourist destinations".
Verðlaunin era æðstu verðlaun sem
ESB veitir háskólanemum í
grunnnámi og era þau hugsuð til að
gefa verðlaunahöfum tækifæri til að
íjármagna frekara nám eða
rannsóknir. Markmið verðlaunanna
er að auka og vekja athygli á
rannsóknum í Evrópu, auka sam-
vinnu milli Evrópulanda og hvetja
ungt fólk í háskólanámi til að líta til
rannsókna og vísinda þegar það
\
Gunnþóra Ólafsdóttir, nem-
andi í landfræði og ferða-
málafræðum sem hlaut Ark-
ímedesarverðlaun Evrópu-
sambandsins 2002.
hugar að starfsvali.
Gunnþóra hefur aðstoðað
Önnu Dóra Sæþórsdóttur, lektor í
ferðamálafræðum við rannsókir
hennar á þolmörkum ferðamennsku
á íslandi. Verkefni Gunnþóru er að
hluta til byggt á BS-ritgerð hennar
og er að miklu leyti unnið úr
gögnum sem söfnuð voru vegna
þolmarkarannsóknarinnar í Land-
mannalaugum og á Lónsöræfum.
Gunnþóra sagði við
Stúdentablaðið að hún muni nota
verðlaunaféð til þess að fara í dokt-
orsnám og lítur til Englands,
Danmörku eða Svíþjóðar í því sam-
bandi. Hún hefiir hug á að helga sig
fræðistörfum í mannvistarlandfræði
og ferðamálafræðum í framtíðinni.
Hún sagði ennfremur að hún væri
mjög þakklát fyrir þessa viður-
kenningu og að þessi útnefning
segði ýmislegt um gæði námsins í
Háskóla íslands því ESB gerir mikl-
ar kröfur til umsækjendanna.
ft
Einkennistákn Arkímdesar-
verðlauna ESB. Sjá nánar:
http://www.cordis.Iu/-
improving/awards/-
archimedes.htm.
Námsmenn knýja fram
hækkun námslána
í síðasta mánuði felldi málskots-
nefnd LÍN úr gildi úrskurð stjómar
LÍN í skólagjaldamálinu svokallaða
sem snerist um hámark skólagjalda-
lána vegna framhaldsnáms í kjölfar
gengislækkunar krónunnar árið
2001. Málið fjallaði um það hvort
LÍN ætti að miða við hámark
skólagjaldalána til námsmanna
erlendis í erlendri mynt, eins og
sjóðurinn vildi gera, eða í íslensk-
um krónum. Námsmenn búsettir á
íslandi gátu fengið að hámark
2.800.000 kr. lán til ffamhaldsnáms,
þar sem viðmiðunin var í íslenskum
krónum, en þegar gengi íslensku
krónunnar var hvað lægst gagnvart
erlendum myntum gátu námsmenn
búsettir erlendis aðeins fengið 2,1-
2,4 milljónir kr. Námsmenn
erlendis, undir forystu SÍNE, mátu
það svo að þeir ættu að þá íslensku
hámarksupphæð sem tiltekin var í
reglum sjóðsins. Var fallist á sjón-
armið námsmanna erlendis.
Skrifstofa SÍNE hvetur alla
lánþega eða aðstandendur þeirra,
sem telja sig eiga ffekari rétt til
skólagjaldalána vegna síðasta
námsárs, að leita til sín eða á skrif-
stofu LÍN fyrir 1. febrúar 2003.
Orkuveitan veitir
námsstyrki
Orkuveita Reykjavíkur veitti ný-
verið tveimur konum námsstyrki
sem stunda nám á sviði verkffæði-
og tæknigreina. Styrkina hlutu
Brynja Baldursdóttir, MA-nemi í
iðnaðarverkfræði við Georgia
Institute of Technology í Atlanta í
Bandarikjunum og fyrram stúdent
við HÍ, og Ólöf Kristjánsdóttir,
nemi á þriðja ári i umhverfis- og
byggingaverkffæði við HÍ. Hvor
styrkþegi fær
í sinn hlut
225.000 kr.
A.
Kennslukannanir
á netið
Fyrir stuttu var tekin ákvörðun um
að allar kennslukannanir verði
framvegis á netinu en þær era mik-
ilvægar til þess að stúdentar geti
látið skoðanir sínar á kennslunni í
ljós. Þær era jafnframt tækifæri
fyrir kennara til að aðlaga kennslu
að mismunandi aðstæðum og þör-
fum nemenda. Stúdentaráð telur að
nú sé tækifæri til að hafa fleiri,
reglulegri og sérhæfðari kannanir.
Það er von ráðsins að stúdentar eigi
eftir að nýta sér þetta tækifæri til að
tilkynna ef einhvað megi bæta og
hrósa ef svo ber undir.