Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.10.2002, Page 26

Stúdentablaðið - 01.10.2002, Page 26
26 sem vinnuafl í heilbrigðiskerfinu. Það sem skín í gegn í öllum þeim tillögum sem fram koma er skortur á vinnuafli í kerfinu. Nauðsynlegt er að manna stöður, sama hvaða aðferð- um er beitt. Þessi aukatími sem við þurfum að vinna er okkur hins vegar mjög dýrmætur. Hann seinkar okkar námsferli, við fáum lækningarleyfið seinna, við komumst seinna út í sémám og þurfum að bíða lengur eftir að hækka í launum.“ Kolbrún segir að ungir læknar hafi verið frekar ósáttir með framkvæmd kandídatsársins. í fyrra sendu þeir tfá sér yfirlýsingu þess efnis að þeir hörmuðu hve illa hefði verið staðið að kennslu og framkvæmd kandidatsársins á liðnu ári og telja að þessi reynslutími hafi einkennst af skipulagsleysi. „Það göfuga markmið; að mennta unga lækna sem best gleymist oft. í stað þess að hugsa um hina raunverulegu ástæðu fyrir dvöl kandídata á spítölunum er verið að reyna að manna spítalana og leysa þann mikla vanda sem heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir" Hvað telur þú að mœtti bœta í ykkar starfsnámi? „Það sem mér finnst að hafi helst vantað inn í verknámið hér er að nemum finnist þeir hluti af teyminu sem er starfandi á viðkomandi deild. Það er ekki alltaf ljóst hvaða aðili innan deildarinnar ber ábyrgð á nemanum og fer því oft mikill tími í það hjá okkur að finna okkur verkefni. Það er ekki nóg að láta fólk mæta alla daga vikunnar, það þarf að bjóða upp á kreíjandi verkefni þar sem nemum er leyft að axla ábyrgð undir öruggri handleiðslu. Það sem mér finnst erfiðast er að við erum alltaf að skipta um deildir og alltaf með nýtt fólk í kringum okkur. Maður þarf alltaf að sanna sig upp á nýtt fyrir nýju fólki. Þessi sífelldu umskipti setja pressu á stúdenta sem finna sig ekki sem hluta af teyminu og þ.a.l. er erfiðara að leyfa þeim að axla ábyrgð. Mér finnst einnig vanta Fullyrðingin „nám er vinna“ á betur við suma stúdenta en aðra. HILMA GUNNARSDÓTTIR tók þrjá stúdenta tali og ræddi við þá um fyrir- komulag starfsnáms. meiri áherslu á hið mannlega. Það er ekki öllum í blóð borið að vera góðir í mannlegum samskiptum og því mætti reyna að bæta þann þátt“ Ert þú sátt við það sem þú hefur fengið útúr þínu námi? „Það er alltaf eitthvað sem má betur fara. Læknastarfið er gríðarlega viðamikið starf þar sem krafist er fæmi á mörgum sviðum, ekki bara að þú sért með næga fræðilega þekkingu. Það skiptir máli hvemig þú sem persóna tekst á við það umhverfi sem spítalinn býður upp á. Mér finnst að verknámið hafi ekki alveg skilað því sem það á að gera. Ég fann það best þegar ég fór að vinna sem aðstoðarlæknir í sumar. Þá var boðið upp á skipulega kennslu og tilfellafundi ásamt því sem maður var mánaðartíma á sömu deildinni. Mér fannst ég læra miklu meira á þeim tíma heldur en í verknáminu. Held að það sé sambland tveggja þátta, umskipti milli deilda em of hröð í verknáminu og það vantar að skipuleggja betur í hvað tíminn á deildunum á að fara. Þannig held ég að rétt skref hafi verið stigið í sumar þegar byrjað var að meta vinnu læknanema sem aðstoðarlæknar yfir sumartímann til verklega þáttarins í náminu." Markmiðin óljós Guðmundur Freyr Sveins- son er með B.A í stjóm- málaffæði og stundar nú M . P . A mei stara- nám við HÍ í opinberri stjórnsýslu. Þetta er ungt nám og er því Inokkrum deildum Háskólans þurfa nemendur að inna af hendi ákveðinn tíma í starfsnámi. Skipulag slíks náms er misjafnt og í sumum deildum kann að virðast óljóst til hvers er ætlast af nemend- um. Vandað og gott stafsnám er í mörgum greinum forsenda þess að hægt sé að útskrifa hæfa einstaklinga til starfa í þjóðfélaginu og mikilvægt að vel sé að verki staðið. Markmiðin eru háleit en hvemig tekst til? Eru nemendur sáttir vió sitt starfsnám? Eru kröfumar of miklar eða mættu þær vera meiri? Göfugu markmiðin gleymast stundum Kolbrún: na geta ekki krafist þess af okkur að við skilum ákveðnum afköstum. í verklega kúrsa er 95% mætingar- skylda. Kúrsamir eru settir upp á ákveðinn hátt, við þurfum að vinna ákveðinn fjölda af sjúkraskrám, setja upp ákveðinn fjölda nála o.s.frv. Síðan er ætlast til að farið sé yfir þessi verkefni nemandans og hann fái gagnrýni á störf sín. Á meðan þú ert nemi er ekki hægt að krefjast þess af þér að þú sért vinnuafl inn á deild- um sjúkrahúsanna. Neminn á íyrst og fremst að sinna sínu námi undir handleiðslu og fá þannig uppbyggi- lega gagnrýni á störf sín.“ Kolbrún er alls ekki mótfallin mætingarskyldunni sem er í gildi í verklegum kúrsum, og segir að án hennar myndu kúrsamir missa marks. „Hins vegar verður að gæta þess að nemendur kikni ekki undan álagi. Við erum undir vaktaálagi í skólanum og ég veit ekki til þess að það þekkist annars staðar í Háskólakerfinu. Fólk er t.d. mjög ósátt að þurfa að standa vaktir um helgar því auk þess að standa vaktir þurfum við að skila af okkur a.m.k. 8 tímum á dag alla daga vikunnar. Þannig verður okkar vinnuvika í mætingu 60 tímar og lestur bætist þar ofan á.“ Læknanemar em heil 6 ár í grunnnámi og þurfa svo að vinna eitt ár sem kandídatar áður en þeir fá lækningaleyfi. Undanfarið hafa legið á borðinu tillögur þess efnis að lengja kandídatsár Iækna- nema um allt að hálft ár. Kolbrún telur að slíkt sé algjörlega út í hött og segir ríkja mikla óánægju meðal stúdenta með þessar tillögur. „Miðað við þau rök sem komið hafa fram í málinu fyrir lengingu er ekkert sem bendir til þess að menntunarlega myndi þetta tímabil verða betra. Við sjáum ekkert því til fyrirstöðu að hægt sé að bæta skipulagið án þess að lengja tímabilið sem við störfum 55 í stað þess að hugsa um hina raun- verulegu ástæðu fyrir dvöl kandí- data á spít- ölunum er verið að reyna að manna spít- alanaU Kolbrún Pálsdóttir er læknanemi á 5. ári og formaður félags læknanema. Hún hefur ákveðnar skoðanir á starfsnáminu og fyrirkomulagi þess. „Það er mjög misjafnt hvað fólk hefur verið að fá út úr verknáminu 'og oft finnst mér vanta mikið upp á gæðin. Sjúkrahúsin eru undirmön- nuð og oft gefst læknum lítill sem enginn tími til þess aó sinna nemum sem koma inn á deildimar. Maður þarf að vera virkilega ákveðinn til þess að fá athygli og góða tilsögn“ Hvenœr hefst starfsnám læknanema fyrir alvöru? „Á Islandi hefst kliníska námið fyrr en víðast hvar annars staðar. Það byijar strax á 2. ári, þá fa nemar inn á spítalana og em í 2 vikur. Þegar komið er á 4. ár byggist námið mest upp á því að mæta á deildir og fylgjast með þar. Nemum er ætlað að taka þátt í daglegum störfum á deildunum og jafnframt mæta í fyrirlestra.“ Hvaða kröfur eru gerðar til ykkar meðan á náminu stendur? „Þegar við emm í verknámi em engar beinar skyldur sem við þurfum að gegna, stjórn- endur spít- alan-

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.