Austri - 13.05.1931, Side 2

Austri - 13.05.1931, Side 2
2 AUSTRI 40 miljónir, í gróðabrall, sem ekkert sér eftir af. Samkeppnisskipulagið er ekkert annað en styrjöld milli atvinnurekenda, sem reyna beint og óbeint að troða skóinn hver ofan af öðrum, sjálfum sér til hagsbóta. En eins og kunnugt er, valda styrjaldir æfin- lega töpum á verðmætum. Þessi töp eru því ekkert annað en eðlileg afleiðing afþví skipulagi, sem ríkt hefir í atvinnulífi þjóð- arinnar undanfarið, Átakanlegasta dæmið um eyðileggingu samkeppnisskipulagsins er Seyðisfjörður, hinn sannkallaði píslarvottur þessa skipu- lags. Fyrir nokkrum árum voru hér 5 blómleg atvinnufyrirtæki. Afstaða þessara fyrirtækja hvers til annars var rógur og undirferli, tluttur leynt og ljóst, utan lands og innan, og eftir að banki kom hér, kapphlaup um að ná yfirtökunum á þessari peninga- stofnun. Það kapphlaup stóð auövitað ekki lengi, því þingm. bæjarins, Jóh. Jóhannes- son, skaffaði einu þessara fyrirtækja, þegar i byrjun bankastarfseminnar hér, þá að- stöðu við útibúiö, að hin fyrirtækin voru brátt dauðadæmd í baráttunni fyrir tilveru sinni. Þau hrundu iíka brátt hvert af öðru fyrir ofurefli aðstöðu þeirrar, sem fyrirtæki St. Th, Jónssonar hafðl aflað sér með til- styrk Jóhannesar. En þetta verzlunarstríð varð einnig dýrt hinu „sigrandi" fyrirtæki Stefáns. það hrundi að lokum með tap sem verða mun fast að tveim miljónum. En orustuvöllurinn, — Seyðisfjörður, — liggur nú lamaður eftir hildarleikinn. Þaö má nú vera öllum Ijóst, að til þessa leiks var stofnað eingöngu með tilstyrkjó- hannesar Jóhannessonar. Hvort Seyðfirðing- ar vilja þakka Jóhannesi þessa pólitísku stórspekulation, á kostnað bæjarbúa, ein- göngu gjörða til að halda þingsætinu, skal ósagt iátið fyr en eftir kosningar. Á áður umgetnu tímabili (1915—1927) stjórnuðu þessir fhaldsmenn og samkeppn- isforkólfar fjármálum þjóðarinnar: Björn Kristjánsson, Tofte (sá er íhaldið leysti út með alt að 100 þús. kr. gjöf, frá hinum gjaldþrota íslandsbanka, í stað þess að láta hann sæta ábyrgð fyrir frammistööu sína þar), Claessen, Siguröur Eggerz, Magnús Quðmundsson og Jón Þórláksson. Þetta eru formælendur samkeppnisskipulagsins og kjarni íhaldsflokksins, enda var fénu varið samkvæmt lífsskoðun þeirra, í harðvítuga samkeppni fjárplógsmanna við sjávaasíðuna, en bændur og þeirra fyrirtæki fengu harla lítlö nema að borga gengishækkunarskatt Jóns Þorlákssonar. Þeir eru margir óskilamennirnir, sem eytt hafa þessum miljónum, og íhaldið, sem hefir pólitískan stuðning þessara manna, reyndi, meðan það gat, að halda nöfnum þeirra leyndum. Síðan Framsóknarflokkurinn tók við stjórn þessara mála, hefir það smá skýrst fyrir þjóðinni, hverjir þessir menn hafa verið. Það mun nú öllum ljóst, að það háttalag, sern að ofan er drepiö á, muni ekki hafa haft bætandi áhrif á álit þjóðarinnar út á við. Þegar það er athugað, að einmitt þeir kaupsýslumennirnir, sem mest hefir borið á utanlands og innan, hafa einmitt veitt óheilbrigðustu fyrirtækjunum forstöðu, væri það ekki nema eðlilegt, að arfur Tryggva Qunnarssonar, — traustið á íslendingum — væri nú tapað. Og þegar við framferði sumra óvandaðra kaupsýslumanna bætast mjög hneykslanlegar aöfarir sumra æðstu manna í fjármálum þjóöarinnar, má enginn búast við góðri aðstöðu, íslandi ti! handa, þegar komið er út fyrir landssteinana. Ef nokkuð hefir skaðað álit íslendinga út á við, þá er það framkoma íhaldsfl. í fjárrnálum. Ekki einungis sjálft fjármála- sukkið og hin óheilbrigða undirstaða sumra atvinnufyrirtækja við sjávarsíðuna, heldur og míklu frekar aðferðin, sem forráðamenn þjóðarinnar höfðu til að Ieyna ástandinu eins og það var, hefir vakið sterka andúð gegn íslenzku fjármálalífi í augum annara þjóða, sem við okkur skifta. Það voru ekkert annað en felskar staö- hæfingar, þegar Magnús Quðmundsson sagði og lét segja útlendum fjármálamönn- um, aö enska lánið (1921) ætti aö nota til að bjarga við atvinnuvegum íslendinga. Lánið fór allt til að, halda við og grynna á töpum banka, sem þá þegar var gjald- þrota, svo hann gæti aftur satt hít ýmsra fyrirtækja, sem voru á sama glötunarbarm- inum. Öllu þessu varvandlega haldið leyndu, innan Iands og utan. 1haldsflokkurinn, hinir núverandi „Sjálf- srœöismenn", héldu ástandinu svo vandlega leyndu, aö hinir útlendu lánardrottnar fengu fyrst, 9 árum seinna, að vita hvern- ig hiö raunverulega ástend haföi veriö á þeim tíma, sem Magnús Quömundsson var að svœla út enska lániö, á braskaravísu. Hinum tvöföldu gjaldþrotum var frestaö um jafnlangan tíma. Þetta bakferli gagnvart útlendum lánar- drottnum var fjármálafals af verstu tegund. Er slíkt framferði, hjá valdamönnum full- valda ríkis, til að auka álit þess í augúm annara ríkja? íhaldsflokkurinn stagast stöðugt á því, að lánstraust landsins sé tapað, og vill auð- vitað kenna Framsókn um. Sé nú svo — (og það væri ekki undarlegt að svo væri) — þá má áreiðanlega leita orsakanna til þessara fjármálablekkinga, sem nú var á minnst. Beri menn nú saman siöferöishliðina á hinni ætíð heiöarlegu framkomu Tryggva Gunnarssonar, í verzlunarmálum, annars- vegar og framkomu Magnúsar Quðmunds- sonar, Claessens og Jóns Þorlákssonar hinsvegar. Myndi Tryggva Gunnarssyni nokkurntíma hafa komið til hugar önnur eins framkoma gagnvart lánardrottnum sínum? þvíeróhætt að svara neitandi. Eitt er víst, að eftir slíka framkomu og blekkingar mun engum íhaldsmanni þýða, hvorki sem ráðherra eða öðruvísi, að koma til útlendra fjármálamanna, — sem nokkuð þekkja til frammistöðu flokksins og stjórnar á atvinnumálum þjóðarinnar — og biðja um lán. Sannaðist það átakanlega á Claessen síðastliðið haust. Framsóknarstjórninni einni var þetta fært, vegna þess að hún hafði sýnt það utan- lands og innan, að hún ætlaöi að feta í fótspor Tryggva heitins Gunnarssonar og halda við heiðarleik og skilsemi íslendinga í fjármálum og ööru, að því leyti, sem hún getur við ráðið. Það kom þráfaldlega fram hjá útlendum fiármálamönnum, við lántökuna í haust, að töp íslandsbanka og meðferð á veltufé und- anfarin ár væru fyrir neðan venjulegt við- skiftasiðgæði og áliti landsins til hins mesta tjóns, ef ekki væri breytt um stefnu til hins betra. Framsóknarflokkurinn vill koma í veg fyrir að slíkt álit nái aö festa rætur meöal útlendra þjóða. Þess vegna hefir það verið annað aðalstarf stjórnarinnar, að koma skipulagi á bankamál þjóðarinnar. Símfregnir. (Frá fréttaritara Austra í Reykjavík x1/b.) Kjördæmaskipunin. A fundi að Stórólfshvoli viðurkenndi Ólafur Thors að samningar um kjördæma- skipunina, mill Jafnaöarmanna og íhalds- manna, væri, í öllum aðalatriðum, réttur eins og forsætisráðherra hefði greint frá honum í Tímanum, og símað befir verið til Austra áður. Eins og menn muna eflaust, þá birtist í Austfirðingi fyrir stuttu, frá miðstjörn íhalds- flokksins, mjög ákveðin yfirlýsing um þaö, að flokkurinn stæði ekki á bak við þessa fyrirhuguöu kjördæmaskipun. En á fundum út um land verða fhaldsmenn, hver af öðr- um, að viðurkenna hiö gagnstæða. — f fyrra, þegar Helgi læknir á Kleppi framdi níðingsverkið á Jónasi Jónssyni, þá risu upp allir þingmenn íhaldsins og skrifuðu undir mjög „fróma“ auglýsingu þess efnis, að þeir hefðu engan þátt átt í ódæði Helga. Á sama tíma, og út allt sl. ár létu þessir sömu menn blöð sín um allt landið mæla þessu athæfi bót og halda verknaðinum áfram með hinum svívirðilegustu blaða- greinum. Sjálfir þingmenn fhaldsins, sem yfirlýsinguna gáfu, börðust fyrir málstað Helga leynt og opinberlega, utan þings og innan og á mannfundurn um endilangt fs- land. — Má af þessu sjá hversu mikils virði yfirlýsingar þessa flokks eru, í mál- um, sem þeir skammast sín fyrir að láta vitnast að séu flokksmál.

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/593

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.