Austri - 13.05.1931, Blaðsíða 5
AUSTRl
5
hallir sýslunefndarmenn, er lögðust gegn
málinu, hafa bæði í þessu máli og öörum
málefnum Eskfirðinga gengiö fit frá velvilja
yðar til hreppsfélagsins og þvf tekið trúan-
leg ósannindi yðar á fundinum um afstöðu
hreppsbúa tli málsins. Væri ve! ef þetta mál
yrði til þess að sýslunefndarmenn færu
framvegis meira eftir eigin dómgreind við
afgreiðslu mála á sýslufundi, og að þelr
nefndarmenn, sem eru sömu skoöunar í
almennum málum, einkum atvinnumálum,
bindust samtökum um stefnufasta afgreiðslu
slíkra mála í sýslunefnd.
Sjálfstæðismenn
hinir fornu börðust drengilegri baráttu fyrir
sjálfstæði íslendinga, og unnu sigur.
Sfi barátta var háð við Dani, sem töldu
sig rétt borna til að ráða málum íslenzkrar
þjóðar — sökum auðs og fjölmennis.
Kosningabaráttan, sern háð er nfi og háð
verður til 12. júní n. k., er sama eðiis.
Hún er sjálfstæðisbarátta hinna emærri
kjördæma í landinu, og fámennari, gegn
yfirráöum hinna stærri kjördæma og fjöl-
raennari. Hún er háð um það, hvort hinn
forni íhlutunarréttur hinna smærri kjör-
dærua og fámennari, um löggjöf landsins
og stjórn, elgi aö hverfa í hendur hinna
stærri kjördæma og fjölmesnari — og |já
sérstaklega Reykjavíkur — eða hvort smærri
kjördæmin eigi að halda þeim rétti, sem
þau hafa haft frá öndverðu.
Svonefndir „Sjálfstæðis"- og „Jafnaöar-
menn“ eru hér á einu máli. Þelr viðhafa
mörg orö og stór um það, að kjördæma-
ikipunin sé ranglát. Þeir vilja draga áhrifa-
vaidið á löggjöf og landsstjórn úr höndum
félagsheildanna, kjördœmanna, í hendur
miöstjórna stjórnmálaflokkanna, svo að
meiru ráði um ríkisstjórnina hagsmunir og
sjónarmið flokka en héraða. Þess vegna
berjast þeir fyrir því, að hinn forni réttur
hinna fámennari kjördæma verði af þeim
tekinn. Þad kalla þeir réttlœti.
En um leið og þeir vllja rýra rétt hinna
smærri kjördæma, vilja þeir auka áhrifa-
vald hinna stærrl staöa og héraða. Það
kalla þeir réttlæti.
Að því stefnir þessi barátta samherjanna,
að gera hina smærri — fámennari kjör-
dæmin — ósjálfstæðari gagnvart hinum
stærri. Slík er sjálfstæðisbaráttan.
Og að því stefnir þessi barátta samherj-
anna, að minnka áhrifavaid hins veikara og
auka áhrifavald hins sterkra, smækka hið
smða og stækka hið stóra, Slík er jafnaöar-
baráttan.
Ogþetta kalla þeir réttlæti.
En er það réttlœti ?
Þessari spurningu varða kjósendur aö
svara afdráttarlaust, áður en þeir varpa at-
kvæðum sínum á frambjóðendur þá, sem í
kjörl verða 12. júní n. k.
Stjórnmála- og framboðsfundi
í Norðyr-Múlasýslu höldum við undirritaðir:
í Seyðisfjaröarhreppi, þórariiÍ3SÍ2öaeyrum 22. maí næstkomandi.
- Loðmundarfirði 7~V t23. maí —
- Borgarflrði (Bakkageröi) —
- Bakkaflröi (Skeggjastöðum) . 27. maí —
- Vepnafirði —
- Hjaitastaöaþlnghá (Kóreksstööum) . . . 1. júní —
- Tunguhreppi (Kirkjubæ) —
- Hlíðarhreppi (Fossvöllum) —
- Jökuldalshreppi (Skjöldólfsstööum) . . . 4. júní —
- Fellahreppi —
- Fljótsdalshreppi —
Heima í hreppunum verður síöar nlnar auglýst ð hvaða stöðum
og tíma fundirnir verða haldnir.
6. maí 1931.
Halidðr Stefánsson. Páll Hermannsson.
Árni Jðnsson. Arni Viliijálmsson.
Frá Landssímanum.
Stðlka verður tekin tll náms vlð talsfmaafgreiöslu hér 4 stöðinnl. Eiginhandar-
umsóknir, stílaöar til landssímastjórans í Reykjavík, sendist undirrituðum fyrir 20. þ.
m., ásamt próf- og heilbrigðisvottoröum.
Éyðublöð undir heilbrigðisvottorð fást á stöðinni. Nánari upplýsingar veitir und-
Irritaður.
Seyöisfirði, 13. maí 1931.
Þeir, sem svara henni játandi, varpa at-
kvæðum á „Sjálfstæðis''- og „Jafnaðar-
mennina“, hinlr kjðsa Framsóknarnienn.
En þeir, sem af heilum hug börðust und-
ir merki sjálfstæðismanna hlnna fornu, í
deilunni við Dani, hljóta að eiga örðugt
með aö viöurkenna það, að rétt sé nú
þegar að afsala hinum forna rétti kjör-
dœma sinna í hendur annara stærri kjör-
dæma, og þó fyrst og fremst flokksstjórna,
Þeir hljóta aö finna þaö, að hið nýja
„sjálfstæöi“ er eitthvað annaö es hið
gamla var, ef það á að vera í því fólgið,
að afsala sér rétti sínum.
Og þeir, sem unna hugsjónum jafnaðar-
manna, hljóta líka aö finna, rð eitthvað er
bogið við þá jafnaðarmennsku, sem stefnir
að því, að smœkka hið smda og stœkka
hið stóra.
K. F.
Bsndur, veltufé og íhaldið.
Ein af þeim nytjastofnunum, sem æ ofan
í æ er tekin fyrir og rægð af íhaldsflokkn-
um, er Búnaöarbankinn.
Á meðan bankinn veitir hvert lánið á
fætur öðru til ræktunar í landinu, fullyrða
íhaldsblöðin að bankinn sé þurausinn og
lán ófáanleg. Sýnir þtssi aðferð íhaldsfi.
gagnvart þessuin einu möguleikum, sem
bændur hafa til að auka búskaparskilyröin,
ljósast það feikna hatur og öfund yfir því
að nú skuli sveitirnar einnig hafa fengiö
nokkuð veltufé milli handanna. Og úr því,
flokkurinn hafði ekki bolmagn til aö hefta
framgang þessa máls lengur, þá er næsta
viöspyrnan að reyna að fæla bændur frá því,
að nota sér þessa möguleika, með sífeldum
rógi um bankann.
Búnaöarbankinn hefir gjört meira en aö
lána álitlegar upphæöir til ræktunar, hann
hefir hlaupið undir bagga með bændum til