Austri - 02.06.1931, Síða 1
I. ár.
Seyöisfiröi, 2. júnf 1931.
18. blað.
Húsböndahollusta „Jafnaðarmannsins“
og hrossakaupin.
Einkunnarord: Þeir, sem af lýginni lifa, en látast um sannleikann skrifa
treysta á trúgirni hinna, sem tala og hugsa enn minna.
Plaussr.
Þessi staka Plausors kom mér í hug, er
ég leit 10. tbl. „Jafnaöarmannsins" frál.þ.
m. Slíkur hátíðardagur sósíalista mátti ekki
í gleymsku falla, þótt kröfuspjöldin vantaði
og „skrúðgangan" færist fyrir. þess vegna
varð ritstjórinn, Jónas Quðmundsson, að
fara á stúfana og skreyta dálítið hátíðar-
númer blaðsins. Hann þurfti að votta yfir-
boðurum sínum — íhaldshetjunum — hús-
bóndahollustu, kvitta fyrir kaupsamninginn
um kjördæmin nýju og leita að tálbeitu
fyrir lítiltrúaða samherja.
Þetta viðfangsefni reifar J. G. í ritsmíð-
um þrem sama daginn og heita þær: „Fram-
sóknarflokkurinn og þingræðið", — „Þeir,
sem lifa á lýginni" og „Nauðsyn".
Allt eru þetta heróp fyrir kosninga-lífróðri,
sem J. Q. verður nú að hefja á fúafleytu,
undir forustu fornra fénda, en kominn nú í
auðmýktarstöðu til þeirra. Ber hann nú
fram undir rós kröfuna um kosningaíylgi
alþjóðar við flatsængurfélag þeirra íhalds-
sósíalista og útskúfun Framsóknar.
Qætir í ritsmiðum þessum hjá J. Q. nokk-
urrar herkænsku í rangfærslum staðreynda,
en meira þó óskammfeilni og sérgæðings-
háttar. Hann hefir réttilega til þess fundið,
að lýgin ein og falsháttur gátu hrúað það
pólitiska kviksyndi, sem hann og samherj-
arnir eiga yfir að ganga í kosningunum.
Ljósastur vottur um innræti ogsannleiks-
ást J. Q. eru ummæli hans um Framsókn
og þingrofiö, ástæður ráðherra fyrir þing-
rofinu og einkunnir flokksins. Engum dylst
að þar er á borð borið fyrir auðtryggnina
og fákænskuna.
Alveg tel ég óþarft að svara þeirri fávís-
legu illkvittni og ranfærslum," sem fram
koma hjá J. Q. í fyrstnefndri ritsmíð, enda
hefir flestu því verið af öðrum svarðað;
aöeins vil ég spyrja J. Q. fárra spurninga,
út af þeirri fullyrðingu hans, að Framsókn
sé flokkur rangsleitni og afturhalds í öll-
um greinum.
Var það af rangsleitni og afturhaldi, að
Framsókn knúði fram vökulögin svo nefndu,
og mannúðlegar réttarbætur fyrir sjómenn?
Var það af rangsleitni og afturhaldi, að
Framsókm aftraði handahófslegri beitingu
gerðardóma og varalögreglu í vinnudeilum,
með því að knýja fram lög um sáttasemj-
ara í vinnudeildum?
Var það rangsleitni af Framíókn, að ýta
fram og lögfesta lánadeild við Búnaðar-
banka íslands fyrir lítil grasbýli við kaup-
staði og kauptún, eöa að koma á lögum
um verkamannabústaði og vildarkjörum um
byggingu þeirra?
Um margt fleira mætti spyrja, sein Fram-
sókn hefir til betri vegar snúið fyrir þá,
sem J. Q. læzt vinna fyrir, þótt af hæpnum
heilindum virðist, svo sem faðmlög hans
við íhaldið votta; en hér skal að sinni
horfið frá 1. þætti ádeilu blaðsins og vikið
að 2. þætti.
J. Q. virðist þar ætia að leggjast djúpt,
þótt mistekist hafi og eigi verði séð, hvort
falsháttur eða fljótfærni olli.
Hann segir: . . . „Einmitt af því Fram-
sókn vissi að ný stjórn mundi verða mynd-
uð og kjördæmaskipunin afgreidd í fyrra
sinn af Alþingi — einmitt þessvegna rauf
hún þingið".
Með þessari blekkingu ætlar þá J. Q að
hlunnfæra lesendur blaðsins og láta þávill-
ast á því, að kjördæmaskipunin sje liður í
stjórnarskrárbreytingu, sem tvennar kosn-
ingar þurfi til að lögfesta, og þessvegna
hafi saklaust verið að lofa svikamylnunni
að snúast. En allir, sem þessi mál þekkja,
vita það gjörla, að bæði má töíu þing-
manna og kjördæmaskipun breyta, án þess
að hreifs við stjórnarskránni, og hrossa-
kaupin um þetta áttu að takast með svika-
mylnunni áður til kosninga kæmi og kjós-
andur landsins fengju að átta sig.
Austfirðingafjórðungur, sem nú hefir 7
kjördæmakosna þingmenn, átti að fórna 3
og fá að halda 4 hlutfallskosnum fulltrúum,
en þar bjóst J. G. við að ná 3. eða 4. sæti
með röskum V? atkvæða, sem J. Q. mundi
telja sér öruggan.
Heipt J. G. í garð þeirra, sem stöðvuðu
svikamylnuna og báru fyrnefnda- slgurvon
hans út á gaddinn, er að vísu skiljanleg,
en ekki að sama skapi drengileg. Hann
hrópar á réttláta kjördæmaskipun, og rétt-
lættiskennd hans virðist fullnægt, ef honum
sjálfum er Ieiðin rudd að þingsæti, hvað
sem högum sambor^ara hans líður. Þeirra
er þá að fórna, hans að þiggja. Og í dupt-
ið vill hann krjúpa fyrir þeim nýju hús-
l>«ndum og fornu andstæðingum, til að ná
markinu þráða. Mætti um þá auðmýkt heim-
færa orð hins gamla Skálholtsprédikara:
„Margur hefir lotið djöflinum fyrir minna".
Lokaþátturinn hjá J. Q. í nefndu blaði,
sem hann nefnir „Nauðsyn", er grímulaus
árás á mig, vegna afskifta minna af land-
kaupamáli Neskaupstaðar, þótt greinin að
yfirvarpi sé svar til annars manns, um hlut-
laust efni.
Meir en litla óskammfeilni þarf til að
fara með það mál svo, sem J. Q. gjörir,
og heföi ég ekki að óreyndu ætlað honum
svo áráövandlega efnismeðferö, sem þar
kemur f ljós. Aðeins lífróður til kosninga
getur skýrt þá framkomu hans.
Sögu þessa landkaupamáls er óþarft að
rekja hér, en eðlilegt er að spurt verði um
það, hvað ég hafi í málinu gert og hvers
hafi verið af mér krafist. því má í fám orð-
um svara þannig:
Ég hefi, með aðstoð flm., komið málinu
í það horf, að þingið gat gengið að þvf,
að heimila stjórninni jarðarsöluna með
ákveðnum skilyröum og aðgengilegum.
Ennfremur hefi ég liðkað samninga milli
ráöherra og bæjarstjórnar á þann veg, að
nú er ríkishluti jarðarinnar hænum falur,
að því er ég bezt veit, fyrir lágmarksverð
það, sem heimildarlögin tiltaka og með
auðveldum greiðsluskilyrðum. — Kaupum