Austri - 02.06.1931, Síða 5
AUSTRI
5
Yfirlýsing.
Rvík 27/5 1 931.
Aö gefnu tilefni lýsir miðstjdrn Framsdknarflokksins yfir þvf, aö af hálfu
Framsdknarflokksins, hefir ekki veriö stofnað til neinna samnlnga né nein tilboö
gerö, tll neinna flokka, um breytingu á núverandi kjördæmaskipun.
Miöstjdrnin.
Þingrofið.
Eftir Halldór Stefánsson.
Kunnara en frá þurfi að segja eru hróp
og óspektir stjórnarandstæðinga út af
þingrofinu og í sambandi við það fortölur
þeirra um stjórnarskrárbrot, þingræðisbrot
og þjóöræðisbrot, sem þeir kalla lýðræðis-
brot, en það stafar [aftur af því, að for-
kólfar og blaðamenn beggja flokkanna hugsa
íér kjósendur sem lýð (sbr. flökkulýð),
sem eigi að veita sér auðmjúka þjónustu.
Það þarf ekki Jangt [mál til að hrekja
villur stjórnarandstæðinga í þessu máli.
Þingrof táknar það, eins og menn vita, að
umboö þingmanna er felt úr gildi frá þeim
tíma, sem ákveðið er í þingrofsúrskuröin-
um.
Það, sem um er deilt, út af þingrofinu,
er ekki svo mjög það, hvort heimilt hafi
verið að rjöfa þingið, heldur hitt, hvort
stjórninni, eftir stjórnarskránni, hafi verið
heimilt að rjúfa það þá þegar.
Þegar það kemur fyrir, að stjórn, sem
setið hefir við völd á þingræðisgrundvelli,
kemst vitanlega í minnihluta, þá er það á-
greiningslaust viðurkent af stjórnarvenjum
allra nálægra landa, og af öllum stjórn-
málamöunum og öllum stjórnmálaflokkum,
— nema núverandi stjórnarandstæðingum á
íslandi, — að stjórnin' á1 völ tveggja leiða.
Önnur leiðin er aó beiðast lausnar þá
þegar og leggja umboð sitt í hendur þings-
ins. Hin leiðin er að rjúfa þingið og leggja
umboð sitt í hendur kjósenda.' Stjórnirnar
eru hvarvetna annarsstaðar/algerlega óátald-
ar hvora leiðina sem þær óska að fara.
Að leggja umboðið í hendur þingsins
það er að virða þingræðið meira en þjóð-
ræðið. Aö le 'gja umboðið í hendur þjóð-
arinnar, það er að virða þjóðræðið meira
en .þingræðið.
Hvort er þir.gið yfir þjóðinni, eða þjóðin
yfir þinginu? —
Það er ekkert vafamál. — Þingið hefir
fengið umboð sitt frá þjóðinni. — Þjóðin
er það, sem er fullvaldinn, en ekki þingið.
Að tala um þjóðræöisbrot, í sambar.di við
þingrofið, er þessvegna beint öfugmæli. Að
tala um þingræðisbrot, þó umboðið sé lagt
í hendur fullvaldans í málinu, er að lítils-
virða þjóðina og kjósendurna. — Þing-
raðisbrot er það eitt, að virða ekki lög-
lega afgreidd mál þingsins.
Þá er að minnast á þá ástæðuna, sem
stjórnarandstæðingar bera fyrir því, aö
þingrofið hafi verið stjórnarskrárbrot.
Þeir byggja þessa skoðun sína á því, að
í 18 gr. stjórnarskrárinnar segir að þingi
megi ekki slíta, fyr en fjárlög hafa verið
sambykkt.
Þeir rökræða ekki þenna skoðunarhátt
verulega, en bera aðeins fyrir sig, aö próf.
E. Arnórsso.i álíti þetta og hafi haft þessa
skoðun áður en þessir umræddu atburðir
komu fyrir.
Það ætti nú að gefa rangri skoðun gildi
að hún væri gömul!!
Þess er því næst að geta, að til þess að
reyna að verja þessa skoðun hefir próf.
E. A. orðið að bera fyrir sig bæði ósann-
indi og ranga tilvitnun í rit annara nianna.
Enda hefir E. A. hlotið maklega lítilsvirð-
ingu, sem þjóðrjettarfræðingur og vísinda-
maður, innanlands og utan, fyrir þenna
skoðunarhátt sinn og rökstuðning sinn fyr-
ir hann.
Það, sem 18. gr. stjórnarskrárinnar ræð-
ir um, það er aðeins venjuleg seta þingsins
jiegar þing er ekki rofið og hættir störfum
án þess að umboð þingmanna falli niður.
Þá má ekki hamla þi'ni-inu frá aé halda
áfram störfum, m. ö. o. slíta þingi, fyr en
fjárlög hafa verið samþykkt. — Hefði stjórn-
in slitið þinginu þ. e. látið þaö hætta störf-
um dn þess að rjúfa það, — án þ;ss að
leysa það upp, — fella niður umboð þing-
manna, — þá hefði hún framið stjórnar-
skrárbrot.
Tuttugasta grein stjórnarskrárinnar ræðir
svo aftur um þi.igrof og er það allt annar
atburður en þingslit, eins og ég hefi áður
sýnt.
Nítjánda greinin ræðir svo enn um það,
hversu fara skuli þegar þingi er frestað, —
það kemur í raun og veru ekki þessu máli
við, að öðru leyti en þvi, að það skýrir
það, að hér er um þrjár sjálfstæðar, hverri
annarí óháðar, greinar að ræða, sem setja
reglur um sinn atburðinn hver.
Eins og ég hefi getið um fyr, er það
jafuan á valdi stjórnar, sem kemst í minni
hluta, hvort hún kýs að leggja umboð sitt í
hendur þingsins eða þjóðarinnar. —
Ef hún kýs síðari leiðina, þá er það
fyrst og fremst af því, að hún vill fá úr-
skurð þjóðarinnar um það, hvort hún —
þjóðin, — fellst fremur á málstað stjórnar-
innar, eða þess þingmeirihluta, sem að
vantraustinu stendur.
f annan stað geta verið sérstakar ástað-
ur fyrir hendi, sem til greina koma um,
það, hvaða ákvörðun stjórnin tekur í þessu
efni.
Og þessar sérstöku ástæður voru fyrir
hendi hér. — Þær eru teknar fram í for-
sendum stjórnarinnar fyrir þingrofsúrskurð-
inum og hafa verið birtar í blöðum og eru
því kunnar.
Veigamesta af þessum sérstöku ástæðum
tel ág þá, að vitað var að stjórnarandstæð-
ingar gátu ekki komið sér saman um
stjórnarmyndunina á almennum þingræðis-
legum grundvelii.
Hvaða úrræði voru þá fyrir hendi?
Þau ein, að fá skipaða ópólitíska bráða-
byrgðastjórn. í því skjóli átti svo ýmist að
samþ. stórpólitísk — og að dómi okkar
Frams.manna — stórskaðlag einstök mál,
og undirbúa önnur samskonar á dul.
Það'var þetta, sem hindrað var með
þingrofinu og það var aftur út af því — að
þetta var hindraö — sem stjórnarandstæð-
ingar urðu svo afarreiðir.
Og hver voru svo þessi skemdarmál? —
Það var, í einu orði sagt, að auka og
efla pólitískt vald Reykjavíkur yfir þjóðmál-
unum, en rýra að sama skapi pólitísk á-
hrif hinna einstöku kjördæma annara, á
Dann hátt, að í reyndinni hefði landið
komist undir pólitísk yfirráð Reykjavíkur.
Frá Norðfirði.
Þegar fregnir bárust hingað um þingrofið,
efndu þeir forkólfar bandamanna (fhalds-
og Jafnaðarmanna) til fundar, til að mót-
mæla því. Fundaráiyktun sú, sem þar var
samþykt, var að mestu samhljóða því, sem
íhaldið og Jafnaðarmenn sendu frá sjer um
aað efni annarsstaðar frá og víða hefir ver-
ið birt, og er því óþarfi að endurprenta
:>að hjer. Eins og að líkum lætur, var mik-
ið talað um þingrofið hjer um þær mundir,
og létu forkólfar stjórnarandstæðinga það
á sér skilja, að þeir, hvorir um sig, mundu
eigi una málalokum nema stofnað yrði lýð-
veldi nú þegar.
Þeir, sem háværast töluðu um þetta,
munu hafa veriö af Jafnaðarmanna hálfu
<ristinn Ólafsson bæjarfógeti og Stefán
Guðmundsson bæjarfulltrúi, en af íhaldsins
hálfu þeir Páll Þormar, brezkur konsúll,
fálkariddari, bæjarfulltrúi, kaupmaður etc.
og Bern. B. Arnar, fyrverandi ritstjóri Ár-