Austfirðingur - 27.09.1930, Síða 3
Stjettir og flokkar
SUMARIÐ, sem nú er að líða,
heiir verið hið erfiðasta til
lands og sjávar. Aðeins á litlum
kafla á Suðvesturlandinu mun hey-
skapur hafa gengiö stórskemda-
laust. Allsstaðar annarsstaðar hafa
atvinnurekendur orðið fyrfr stór-
hnekki af völdum tíðarfarsins.
Hey hafa hrakist og stórskemst,
og mest af því sem náðst hefir
er ljett fóður og stopult. Fiskur
hefir verkast seint og illa og ligg-
ur sumstaðar undir skemdum. Of-
an á alt þetta bætist svo alment
verðfall á erlendum markaði á öll-
um útfluttum afurðum landsmanna.
Hvergi hefir tíðarfarið verið
stirðara en á Austfjörðum og eng-
ir máttu síður við erfiöu árferði
en Austfirðingar. Hin síðustu ár
hefir fjórðungurinn orðið fyrir
hinum mestu áföllum. Aldrei hef-
ir Austfirðingum eins og nú ver-
iö þörf á að standa saman um
áhugamál sín. Öngþveiti það sem
í er komið á að knýja menn tii
sameiginlegra átaka. Því verður
ekki neitað, að Austfirðingar hafa
orðið nokkuð afskiftir um framlag
af hálfu ríkisins til þess að efla
atvinnuVegi fjórðungsins beint eða
óbeint. Ekki verður heldur fyrir
það synjað, að nokkuð hafi bólaö
á reipdrætti milli einstakra sveita-
og sýslufjelaga innbyrðis. Þeir,
sem vinna vilja af einlægum hug
að viðreisn fjórðungsins, verða að
vera yfir það hafnir, að láta smá-
smuglegan hreppakrit og sveita-
drátt ráða aðgerðum sínum. Verk-
efnin, sem leysa þarf, eru ekki
bundin viö neinn sjerstakan stað.
Þau eru allsstaðar. Samgöngumál
fjórðungsins eru fjarri góðu lagi.
Ótalmargt má gera til að bæta at-
vinnuskilyrðin. Viðfangsefni þessi
verða ekki leyst í einu vetfangi.
Menn verða að líta með sanngirni
á þarfirnar og ráðast fyrst til end-
urbóta þar sem skórinn kreppir
mest að.
Nokkrir áhugasamir Austfirð-
ingar hafa gengist fyrir því að
gefa út blað það, sem hjer kem-
ur fyrir almenningssjónir. Erblað-
inu fyrst og fremst ætlað að berj-
ast fyrir áhugamálum fjórðungs-
ins, en auk þess mun haldið uppi
umræðum um landsmálin alment
°g eru skoðanir ritstjórans á þeim
málum mönnum nokkuö kunnar
hjer eystra.
Um leið og „Austfirðingur" hef-
ur göngu sína, vil jeg þakka fyr-
irrennara mínum, Sigurði Arn-
grímssyni ritstjóra, sem um und-
anfarin ár hefir gefið út blaðið
„Hæni“ og bætt þar með úr þörf-
inni á almennu málgagni fyrir
fjórðunginn.
Árni Jónsson
frá Múla.
Erlendir menn, sem til íslands
koma og hafa tækifæri, vilja og
getu til að líta opnum augum á
íslenska þjóðarhagi, eru allir á einu
máli um það, að eftirtektarverð-
asta einkenni íslensks þjóðlífs sje
að hjersjeminni mannamunur en
annarsstaðar, meiri stjettajöfnuð-
ur, — að íslendingar sjeu „demo-
kratiskariu en allar aðrar þjóðir.
Jafnframt því, að líta á þetta sem
ríkasta sjereinkennið, telja þeir
það einnig heilbrigðasta þáttinn í
fari þjóðarinnar.
Ástæðurnar til þessa eru auð-
fundnar. Fámenniö hefir altaf veitt
sjerstök skilyrði til náinnn kynna
manna á meöal hjer á landi. Ætt-
vísin hefir altaf lifað hjer. Menn
hafa vitað ekki einungis hver um
annars hagi persónulega, heldur
auk þess getað rakið upprunann
og ættarmótið. Á þennan hátt hafa
verið tök á að meta manninn
sjálfan án tillits til umbúða lífs-
kjara eða lífsstöðu. Slík þekking
hefir stuðlað að því, að draga úr
þeim hleypidómum, sem annars-
staðar hafa orðið til þess, að hækka
manninn eða lækka úr hófí, eftir
því hver staða hans í þjóðfjelag-
inu hefir verið. Hjer á landi hefir
aldrei verið þjóðhöfðingi með
„guðlegu“ valdi. Konungurinn hef-
ir altaf setið í öðru landi og al-
menningur hefir lítið annað vitað
um hann, en að hann hjeti ann-
aðhvort Friðrik eða Kristján. At-
vinnuhættirnir hafa til skamms
tíma verið þannig, aö verkamað-
urinn og atvinnurekandinn hafa
átt við mjög lík æfikjör að búa.
Bóndinn hefir verið verkamaður,
embættismaðurinn bóndi. Kot-
ungssonurinn hefir orðið prestur
og prestssonurinn farið í verið.
Menn getur greint á um það,
hvort heppilegt hafi verið fyrir
ræktun landsins, að óðalsrjettur
hefir ekki verið hjer, en hitt er
augljóst, að það á sinn þátt í
stjettajöfnuðinum. Erlend kúgun
hefir þjáð landslýðinn öldum sam-
an. Eldgos og hafísar hafa eytt
bjargræði hærri sem lægri. Drep-
sóttir og sultur hafa ekki farið í
manngreinarálit. Þau sameiginlegu
skipbrot hafa sorfið af ýmsa agnúa,
sem öðrum þjóðum ama. Loks
vita menn, að íslendingar eru svo
náskyldir, að ef rakið er einar
fjórar aldir aftur í tímann, mæt-
ast allir, bóndinn, verkamaðurinn,
kaupmaðurinn, biskupinn og ráð-
herrann í sama ættföðurnum. —
* *
Einn af mestustjórnmálamönn-
um Breta sagði fyrir hundrað ár-
um síðan, aö í Bretlandi byggju
tvær þjóðir, hinir ríku og hinir
fátæku. Nokkur hiuti þjóðarinnar
fæddist, lifði og dó í auði og alls-
nægtum. Allur þorrinn fæddist í
örbirgð og dó í örbirgð. Milli
þessara tveggja „þjóða“ var djúp
staðfest. Arfgeng auðlegð skapaði
„yfirstjettar-tilfinningu" annarar
„þjóðariunar“, en „undirstjettar-
tilfinningu11 hinnar. Hvorug skeytti
um hinnar hag. Auðmennirnir
sátu að sumbli og fóru á dýra-
veiðar. Fátæklingarnir þrælkuðu
meira en þrekið leyfði. Konurnar
urðu að standa í hverskonar
erfiðisvinnu og börnin, jafnvel
fjögra og fimm ára gömul, voru
látin vinna í námum og verk-
smiðjum. Ylirstjettin leit niður á
verkalýðinn, sem óæðri verur.
Verkalýðurinn leit upp til yfir-
stjettarinnar í hatursfullri auömýkt.
Um nána kynningu stjettanna var
ekki að ræða. Þær höfðu enga
þekkingu hver á aiinari, engan
skilning, enga samúð, — töluðu
naumast sama mál. Og ástandið
var tæplega verra í Bretlandi en
víða annarsstaðar erlendis. Hvar
sem borið var niður varö nálega
þaö sama uppi á teningnum.
Hrokafull og haröneskjuleg yfir-
stjett. Kúguð og bæld undirstjett.
Slíkt ástand hlýtur að leiða til
stjettabaráttu, enda er hún úr
þessum jarðvegi sprottin.
* *
*
Getur nokkur maður haldið því
fram, að ástandið hjer á landi hafi
nokkurn tíma verið slíkt, sem nú
var lýst? Vissulega ekki. Og þó er
alið hjer á stjettaríg, hatri og
hleypidómum árið út og árið inn
eftir fullkomnustu erlendum fyrrr-
myndum.Verkamönnunum er kent,
að hagsmunir þeirra og atvinnu-
rekendanna hljóti altaf að rekast
á. Bændunum er kent, að hags-
munir þeirra og útgerðarmannanna
geti aldrei fallið saman. Ráðandi
stjórnmálaflokkarnir í landinu lifa
á því, aö tefla stjett gegn stjett.
En hvað hefir reynslan kent
okkur í þessum efnum?
Síðustu áratugina hafa orðið
þær framfarir á sviði atvinnuveg-
anna við sjóinn, að víöa má leita
að sambærilegu dæmi.
Frambjóðandi Alþýðuflðkksins
við Iandskjöriö í sumar taldi að
íslendingar ættu um tvö hundruð
miljónir króna. Langsamlega mest-
ur hluti þessa auðs hefir safnast
síöasta mannsaldurinn. Ef kenn-
ingar verkalýðsleiðtoganna væru
rjettar ætti ranghverfan á þessari
auösöfnun að vera sú, að fátækum
einstaklingum hefði fjölgað ílandinu
á þessum tíma. En allir vita, aö svo
er ekki. Annar af forkólfum jafnað-
armanna hjer á landi sagði fyrir
nokkrum árum, að kaupgjald manna
hefði hækkað svosíðanfyrirstríð—
án tillits til peningagildis — að
nú ynni verkamaöurinn á tveim
dögum fyrir þeim lífsnauðsynjum,
sem áður hefðu kostað þriggja
daga erfiði. Síðan hefir kaupgjald
hækkaö, en vöruverð farið lækk-
andi, svo hlutfalliö Hefir enn
breyst verkamönnum í hag.
Útkoman verður því sú, að á
sama tíma sem þjóðarauðurinn
vex um tugi miljóna, fyrir framtak
atorkusamra manna, batnar líka
aðstaða verkamanna, svo að nem-
ur þriðjungi eöa meiru. Þetta er
óblandið gleöiefni öllum öðrum
en þeim, sem hafa það að atvinnu
sinni að troöa þeim kenningum
í verkamenn, að þeir hljóti aö
vera svarnir óvinir atvinnurek-
endanna. —
* *
*
Herferðir Tímans eru nákvæm-
lega sama eðlis og herferðir banda-
mannanna gegn atvinnurekendun-
um. Bændum er talin trú um aö
fjölmennasti stjórnmálaflokkurinn
í landinu sje þeim andvígur og
sitji á svikráðum við þá. Sann-
leikurinn er sá að núverandi Sjálf-
stæðismenn hafa ýmist átt frum-
kvæði að, eða stutt með ráðum
og dáð, öll þau mál sem til viö-
reisnar horfa íslenskum landbún-
aði. Langmerkasta málið, sem nú
er á döfinni er raforkumálið. Fyrir
þessu máli hafa Sjálfstæðismenn
barist árum saman gegn stjórn og
þingliði „bændaflokksins" og nú
loks eru þeir að vinna nokkurn
bug á beinum fjandskap stjórnar-
innar við málið. Alt síðasta kjör-
tímabil sátu íhaldsmenn við völd
og í stjórnartíð þeirra fer löggjafar-
valdið fyrst að hlaupa verulega
myndarlega undir bagga með
bændunum. Allar þær miljónir,
sem runnið hafa úr vasa útgerðar-
manna og annara atvinnurekenda
við sjóinn, til viöreisnar landbún-
aðinum hafa verið möglunarlaust
greiddar, af því að menn skilja,
að nauðsynlegt er fslenskri menn-
ingu og íslensku þjóðerni, að
skilyrði sjeu fyrir þróttmikla bænda-
stjett í sveitum landsins. Bændur
verða að láta sjer skiljast, að
þeim er þaö lífsnauðsyn, að ekki
sje þrengt kosti annara atvinnu-
rekenda og það er blátt áfram ó-
sæmilegt að flokkurinn, sem kenn-
ir sig við bændurna, skuli leyfa
sjer, að halda áfram sama rógn-