Austfirðingur - 27.09.1930, Qupperneq 4

Austfirðingur - 27.09.1930, Qupperneq 4
2 AUSTFIRÐÍNGUR Dánarfregn. þau hjónin frú Marie og Sig- urður kaupmaður Jónsson urðu 6. þ. m. fyrir þeirri sorg að missa einkadóttur sína, Hjördísi, 13 ára gamla. Hjördís var mjög efnilegt barn, en átti síöustu missirin viö mikla vanheilsu að búa, sem nú hefir orðið henni að bana. Kunn- ugur menn fjær og nær munu af alhug samhryggjast foreldrunum í þessari þungu raun. um um þá menn, sem með fram- takssemi sinni og áræði hafagert ríkinu kleyft, að styrkja þann at- vinnuveginn, sem orðinn er afturúr, á miklu stórfeldari hátt en nokk- urn mann óraði fyrir. * * * Hjer er hafin stjettabarátta, jafn harðvftug sem í nokkru öðru landi. Næstu árin munu skera úr um það, hvort heilbrigðustu einkenni þjóðarinnar eiga að haldast í fram- tíðinni, eða þau eiga að afmást. Hjer hefir verið minni stjettamun- ur, minni munur ríkra og fátækra en í nokkru öðru landi. Nú er verið að draga í dilkana. Verka- mennirnir eiga að hata atvinnu- rekendurna, bændumir útgerðar- mennina, leikmennirnir embættis- mennina. Með þessu er verið að koma d þeim stjettamun, sem umbótamenn annara þjóða hafa verið að berjast gegn mannsaldur fram af mannsaldri. því þegartek- ist hefir að troða undirstjettartil- finningunni og öreigahrokanum inn í vinnandi lýð landsins, þá mun fljótlega fara að hylla undir „yfirstjettina" og auðrembinginn á hinu leytinu. þaö er einkenni skottulæknanna að gefa sömu mixtúruna viö öllum sjúkdómum Þekking þeirra nær ekki til þess að skilgreina þörfina í hvert skifti. Frömuðir stjettabaráttunnar hjer á landi taka ekki nægilegttil- lit til þeirra sögulegu raka sem liggja að sjereinkennum íslenskrar þjóðlundar. Þeir virðast telja gefið að sömu ráðin eigi við með þjóð, sem býr svo strjált að ekki kemur nema einn maður á hvern ferkílómetra, og með þeirri, er telur hundruð manna á hvern fer- kílometra. Ekkert er skaðlegra þjóðlífi voru en sundrungin, sem stööugt er mögnuð. Engin barátta er ó-ís- lenskari en stjettabaráttan. Skil- yrðin eru hjer fyrir hendi enn ti friðsamlegra úrræða í atvinnumál unum, ef menn vilja opna augun fyrir því og hætta að gefa okkur útlendu mixtúrurnar, sem ekkí eiga við hjer. Ekkert nema víðsýni manna, sjálfsþekking og góögirni geta bjargað þjóðinni frá þeim hnekki, sem sem henni er búin ef sundrúngin magnast fram úr því sem er. Þeir stjómmálaflokk ar, sem hafa stjettaríg og tortrygni sjer að lífsnæringu eiga ilt erind til þjóðarinnar. Hörmulegt slys varð hjer í firðinum þ. 23. þ. m. Sigfinnur Mikaelsson bóndi á Grýt- áreyri var að flytja heim hey, er er hann hafði aflað sjer á Dverga- steinsengjum, á litlum vjelbát þilj- uðum er hann hafði fengið lánað- an hjá Sveinbirni Ingimundarsyni á Vestdalseyri. Bátnum fylgdi elsti sonur Sveinbjörns, Jóhann 20 ára aö aldri og tveir yngri bræður hans, Ingvi Hrafn 15 ára og Ingi- mundur 13 ára. Með Sigfinni vóru einnig við heyflutninginn 3' ungar dætur hans, Helga 13 ára, Pálína 11 ára og Anna Steinunn 10 ára. Báturinn lá fyrir festum örskot frá landi við svonefnda Kolstaða- höfn í Dvergasteinslandi og var íeyið flutt út í hann á róðrarbát. n er síðustu heybaggarnir vóru uttir í bátinn, og alt áðurnefnt fólk í hann komið til heimferðar, hvoldi bátnum snögglega — hefir eflaust verið of háfermdur. Fólk landi, er var við heyskap þarna skammt frá, sá þegar slysið vildi il, og var jafnskjótt náð í bát Dann er næstur var, og róinn líf- róður á vettvang, en er að var comið voru engin önnur vegsum- merki en heybaggarnir sem flutu um sjóinn, en alt fólkið druknað og báturinn á mararbotni. Sigfinnur Mikaelsson var um fimtugt, vaskleikamaður, glaðvær, hagyrtur, drengur góður og vin- margur. Ungmennin 6 er með hon- um fórust á svo sviplegann hátt vóru öll hin efnilegustu. Enginn af .þeim sem fórust nje 3eim er á horfðu, kunnu sund. Br það meira alvörumál en marg an grunar og verður að því vik- ð hjer í blaðinu síðar. Þegar ^etta er ritaö hefir tekist að finna ík allra þeirra er fórust, nema yngstu dóttur Sigfinns sál., sem enn er eigi fundin. Þistlar. í. Síðustu tíu árin hefir varla kom- ið svo út blað af Tímanum að ekki hafi verið þar ein eða fleiri greinar um þá Magnús Guðmunds son og Jón Þorláksson, annan eða báða, Enn er blaðið að skamma Magnús fyrir að taka enska lánið, og þó hafa foringjar Tímamanna orðiö að margkannast við þaö opinberlega, aö ekki hafi orðið hjá því komist að taka lán ið og að lánskjörin hafi ekki ver- iö verri en við var að búast.þeg ar litiö væri á þáverandi hag ríkissjóðs. Ekkert blað á landinu hafði barist eins harövítuglega fyrir því að enska lánið yrði tekið eins og Tíminn. Og enginn maður hefir þorað að halda því fram að Magnús hafi átt sökina á því að ríkissjóður var svo illa kominn sem þá var. Ógætileg afgreiðsla fjárlaganna á þeim árum ol kreppu ríkissjóðs. Magnús Guð mundsson hefir af öllum veriö Húsgögn allskonar: Borðstofu, dagstofu, svefnherbergis, skrifstofu. Samstæð eða einstök stykki útvegum við frá Húsgagnaverksmiðju „Thór“, Horsens. Myndir og verðlistar til sýnis. talinn einhver gætnasti fjármála- maður á þingi. Dauðasök Magn- úsar er þá sú, að hann tók lán, sem Tíminn gerði háværastar kröf- ur um aö tekið væri, með þeim kjörum sem foringjar Tímamanna hafa oröið að játa, aö verið hafi samræmi við ástand ríkissjóðs þeim tíma. Hvað ætli hefði sungiö í Tím- anum ef Magnús hefði ekki tekið ánið? 2. Skrif blaðsins um Jón þorláks- son bera höfundunum sama vitni sanngirni og fjármálavits. Áður en gengið hækkaði klifaði Tíminn stöðugt á því hvað rúmjölstunn- an væri dýr, en hljóp alveg yfir að skýra mönnum frá því hvað kjöttunnan hækkaði í verði. Svo cemur gengishækkunin og síðan hefir Tíminn látlaust stagast á því, hve lítið hafi fengist fyrir kjöttunn- una, en gleymir alveg að geta íess hvað mjöltunnan hefir lækk- að. Tíminn færir Jóni til skuldar 25 aura á hverri krónu, sem bónd- inn fjekk fyrir kjötið og sjómað- urinn fyrir fiskinn, en gleymir að æra honum til tekna 25 aura af hverri krónu sem bóndinn ogsjó- maðurinn greiddu fyrfr aðfluttar vörur. Ekki er að kynja þótt skuld- ir safnist, þar sem reikningsfærsl- an er með þessum hætti. Annars vita það allir menn, að Jón Þorláksson átti ekki sök gengishækkuninni, sem varð 1925. Jón hlaut sem fjármáiaráðherra að taka fyrst og fremst tillit til tillagna bankastjóranna í þjóð- bankanum, þegar um svo víðtækt fjárhagsmál var að ræða. Banka- stjórar Landsbankans voru þeir sömu og nú. Tíminn veit vel að stefna þeirra var að koma krón unni upp í gullgildi. Og hann veit líka, að Jón þorláksson beittisjer loks fyrir því að krónan hækkaði ekki frekar en orðið var. Nú hafa jafnan verið skiftar skoöanir um það innan allra flokka hversu rjett mæt eða heppileg gengishækkunin 1925 hafi verið. Magnús heltinn Kristjánsson og Klemens Jónsson voru t. d. báöir hækkunarmenn 1925. Magnús var í kjöri af flokks- ins hálfu árið eftir og fjármála- ráðherra 1927. Slíkur var dómur Tímaflokksins um þessa fjármála- stefnu hans. En hafi verið um sök að ræða þegar krónan hækkaði, hvíl- ir sú sök þyngst á herðum banka- stjórum Landsbankans. Minnast menn þess aö hafa sjeð nokkra gagnrýni á gerðum þeirra í Tím- anum? 4. Þessi framkoma Tímans gagnvart Jóni Þorlákssyni og bankastjórum -andsbankarfs minnir mjög á ann- að mál sem töluvert var deilt um fyrir nokkrum árum. Á þinginu 1924 bar Tryggvi Þórhallsson fram rumvarpið um Búnaðarlánadeild- ína. Samkvæmt lögunum átti deild- n að taka til starfa 1. júlí það ár og var Landsbankanum gert að skyldu aö leggja fram „alt aðu 250 jús. krónum á ári í þessu skyni. í lögunum var svo fyrirmælt að Búnaðarfjelag íslands skyldi semja reglugerð fyrir stofnunina áður eu hún tæki til starfa, þ, e. fyrir 1. úlí. Tryggvi þórhallsson átti þá sæti í stjórn Búnaðarfjelagsins, svo jar voru hæg heimatökin í þess- ari reglugerðarsmíð. En samt var áhugi flutningsmanns frumvarpsins ekki meiri en það, að reglugerðin var ekki tilbúin fyr en um haustiö. Og nú spryngur bomban. þegartil átti að taka lýsir Landsbankastjórn- in því yfir að hún hafi ekki fje á reiðum höndum til stofnunar deildarinnar. Tryggvi Þórhallsson var um þessar mundir endurskoð- andi Landsbankans, svo þar voru líka hæg heimatökin, að rannsaka hvort þessi yfirlýsing væri á rök- um bygð. En hvað gerir Tryggvi? Hann ræðst á Jón Þorláksson og segir að hann hafi lýst yfir þeirri „óheyrilegu Iífsskoðun" að ekki væri hægt að stofna Búnaðarlána- deildina. Bankastjórar Landsbank- ans voru ekki nefndir á nafn, frek- ar en þeir væru ekki til. 5. í árásunum á Jón þorláksson var því auðvitað haldið fram, að Jón stofnaði ekki deildina bara af bölvun sinni, til þess að allir ís- lenskir bændur til samans gætu ekki fengiö „alt að“ einum miljón- arfjórðung af Iánsfje með sæmi- legum kjörum. Og þó skipaði Jón, eftir synjun bankastjórnarinnar, þá Thor Jensen, Sigurð búnaðarmála- stjóra og Halldór á Hvanneyri til þess að undirbúa lögin um Rækt- -j-unarsjóðinn. Var þetta fyrsta spor- ið sem stígiö var til að koma því þjóðþrifamáli í framkvæmd. Búnaðarbankinn er æði miklu stórfeldara fyrirtæki en Búnaðar- lánadeildin var. Og nú hefir stjórn- in í verkinu lýst yfir þeirri „ó-

x

Austfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.