Austfirðingur - 30.07.1932, Blaðsíða 1

Austfirðingur - 30.07.1932, Blaðsíða 1
AUSTFIRÐIN6U 3. árgangur Seyöisfiröi, 30. júlí 1932 24. tölublað Ávextirnir. Þeir menn sem ósleitilegast hafa að því unnið i undanförnum árum, að æsa landslýöinn, ala á róg og sundurþykkju innan þjóð- tjeiagsins, og eíla stjettaríginn sl- felt meiri óbilgirni, mega vel una árangri iðju sinnar. Þeir atburöir gerast nú, aö enginn heföi spáö því fyrir fíum árum, aö slíks væri von í þessu fámenna þjóðfjelagi. í upphlaupi því, sem kommunist- ar gerðu í Reykjavík nú fyrir skemstu urðu svo alvarlegir áverk- ar á mönnum, bæöi í og utan lögreglunnar, að litlu munaöi, að að ekki þyrfti um að binda. Og þaö er óhætt að fullyrða^ að ef ekki verður tekið mjög hörðum höndum á þeim, sem að upphlaup- inu stóðu, þi muni að því reka að ekki verði látið sitja við „pústra og hrindingar", heldur muni beinlínis leiða til manndripa. Þó að vísu verði ekki komiö fram refsingu á hendur öðrum en þeim. sem beinlínis stóöu að þessu uppþoti, þá fer því allfjarri, að þeir sjeu hinir einu seku. Jarðveg- urinn var undirbúinn. Með lát- lausum rógi um arðrín og svik- semi íslenskra atvinnurekenda var búið að koma þvf inn hjá fjölda manna innan verkamannastjettar- innar, að þeir ættu atvinnurekend- unum ekkert gott að unna heldur aðeins ilt eitt. Og það eru ekki einungis hinir eiginlegu verka- mannaforingjar, sem á kenningu þessari hafa hamraö. Við hlið þeirra hafa staðið ýmsir af fremstu forkólfum þess flokks, sem á aöal fylgi sitt meöal hins friösama fólks, sem sveitirnar byggja. Und- irrððurinn byrjaði hvorki í dag eða gær. Hann byrjaöi fyrir 16 árum síðan, þegar þeir Jónas Jónsson og Olafur Friðriksson hófu sameiginlega baráttu slna fyrir sðsíalismanum, annar meðal bænda, hinn meðal verkamanna. Þessir gðfugu fjelagar standa nú ekki lengur í broddi fylklngar. Þeir standa utan við barsmföarn- ar, og njðta eins og hverjir aðrir „friðsamir" borgarar verndar þess þjóöfjelags. sem þeir hafa gert mest til aö sundra. Einar Olgeirs- son, Stefán Pjetursson og hvað þeir nfl heita allir þessir byltlnga- seggir kommunista, hefðu ekki fengið tækifæri til að gerast písla- vottar slnna göfugu hugsjóna, ef þeir fjelagar hefðu ekki áður ver- ið búnir að plægja akurion. íslenskur atvinnurekstur er svo i vegi staddur, að óhætt er að fullyrða, að aldrei hafir óbyrlegarl blásið f minnum núllfandi manna. Það er sama hvort litiö er til sjávar eða sveita. Allsstaðar er vá fyrir dyrum. Orsakirnar eru aö sumu leyti hin almenna kreppa, sem læsir síg um ðll lönd, að sumu Ieyti óforsjálni þeirrar stjðrn- ar, sem undanfarin ár hefir farið með völd. Só stjórn vann aö þvf bæði beint og óbeint að viðhalda hjer í landi kaupgjaldi, sem at- vinnuvegirnir fá ekki undir risið. Jafnframt kom hún fjárhag rfkis- ins svo, að eftir samfelda röð hinna tekjuhæstu ára, þá er nú lítiö sem ekkert fje fyrir htndi til opinberra framkvæmda. Arðránið, sem leiðtogar iýðsins eru sífelt að tönnlast á, er i þá leiö, að atvinnurekendurnir hafa gefist upp hver af öðrum, en verkamennirnir hafa haldið fullu kaupi. Mikið af þeim töpum, sem bankarnir hafa beðið, hefir runnið til verksmanna f kaupgjaldi, sem var atvinnurekstrinam um megn. ÞaO er sýnilegt aö leiðtogar verka- manna vita þetta vel. Undanfarin ár hefir krafan altaf verið þessi: atvinnutækin f hendur alþýðunnar. Nú þegar ,alþýðan" hefir átt þess kost, að fá umrið atvinnutækj- anna í sínar hendur, þi hefir hún ekki viljað þiggja boðin, vegna þess að hún getur ekki tekið i sig ihættuna. Með þessu er feng- in fullkomin yfirlýsing um það frá leiðtogum verkamanna, að arðránskenningin er blekking ein og fals. Því ef þeir hefðu verið þess fulltrúa að atvinnureksturinn gæfi arö, þí var það vissulega skyida þeirra, að stuðla aö því, að si aröur rynni f vasa þeirra, sem þeir þykjast bera mest fyrir brjósti. Það er enginn maður svo ill- gjarn aö hann ðskj þess aft verká- lýðurinn eigi viö bág kjör að búa. Og íslenskum atvlnnurekendum verður ekki með rjettu Iegið i hálsi fyrir það, að þeir hafi beitt verkamenn kaupkúgun. Allir vita að kaupgjaldið hefir hækkað ekki einungis peningalega, heldurraun- verulega um að minsta kosti þriðjung síðan fyrir stríö. Nú liggur málið þannig fyrir að at- vinnureksturinn stenst ekki það kaupgjald, sem leiðtogar verka- lýðsins heimta. Þeir viöurkenna þetta með því aö hafna þvf, að reka sjálfir atvinnutækin þegar þeim stendur það til boða. En samt er stoJnað til barsmlða og blóðsúthellinga, þegar ekki er orð- ið við kröfunum. Þeir menn sem hafa vakið þá öldu, sem nú er að brotna yfir íilenskan atvinnurekstur, hafa unn- ið það hermdarverk, sem seint mun fyrnast. Og vissulega munu renna á þá tvær grímur, þegar þeir sjá ávexti iðju sinnar, í þeirri mynd, sem nú hefir birst. Stjetta- baráttan ieysir aldrei, þau vand- kvæði, sem nú steðja mest að. í stað hennar verður að koma gagn- kvæmur skilningur i hðgum og háttum atvinnurekstrarins af hálfu allra, sem að honum standa. Þá fyrst er von um að rofi til í þessu þjóðfjelagi. Flugheimsókn til Seyðisfjarðar. Pöstudagskvöldið 22. þ. m. kom hingað hinn heimsfrægi þýski flugmaður von Gronau. Hafði hann flogið fri eyjunni Sylt f Norðursjónum sama daginn og var nikvæmlega 10 stundirileið inni. Von Qronau var á leið til Reykjavíkur, en hafði bensín frem- ur af skornum skamti, og þótti því rjettara að stytta ifangann um nær 2 stundir með þvf að halda hingað. Flugvjelin, sem hann var i og þeir fjelagar 4, heitir Qrænland, og er sú hin sama, sem hann flaug i yfir Grænland í fyrra sumar. Gronau hefir flogiö hingað til lands þrisvar íður, og tveir fjelaga hans hafa einnig komið til íslands fyr. Er hann «nn sem fyr að at- huga norður flugleiðina og eins Og sjest i skeyti, sem annarsstað- að birtist f blaðinu hsfir ferð hans gengið greiðlega, því i þriðjudag er hann kominn til Montreal f Canada, yflr Grænland. í viötali við ritstjóra Austfirð- ings skýröi Gronau frí þvf, að á fundi Atiantshafsflugmanna, sem haldinn var f Róm f mafminuði, hefði það \erlð einróma álit allra þitttakenda að norðurleiðin væri eina færa flugleiðin milli Evrópu og Ameríku. Er það ætlun Gron- au3 að þess verði ekki langt að bíöa að reglubundnar flugferðir komist i þessa leið. Það var einkennileg tilviljun, að Mr. Watkins hafði verlö hjer á ferðinnl daginn íðurmeð Gertrud Rask. Eru þeir kunnugir vel Watkins og Gronau og vinna báöir í þjónustu sama miiefnis. Harmaði Gronau það að hitta ekki þennan vin sinn hjer. Kvað hann Watkins hinn ihugasamasta mann og étrauðan til allra fram- kvæmda. í því sambandi sagði von Gronau sögu af því, aö í fyrra hefði hann verið aö halda fyrirlestur í breska landfræðifjelag- inu f Lundúnum og sýnt þar skuggamyndir frá Grænlandi. Að loknu erindinu stóð upp forseti mðtsins og kvað sjer iítast svo á þessar grænlensku myndir, að lítt væri fýsilegt, að hefja fastar flug- ferðir um slíkan Niflheim. Þá stðð upp lítill og unglingslegur maður í áheyrendahðpnum, sagði von Gronau. „Látiðþið mig vitaþetta. Jeg hef verið heilan vetur langt norður í Grænlandsjöklum, og allan þann tfma mátti daglega fljúga um landið þvert og endi- langt." Þetta var Watkins. Þessi heimsðkn Gronaus getur sennilega haft töluverða þýðingu fyrir Seyðisfjörð f framtíðinni. Gronau ljet mjog vel af Seyðis- firði sem flughöfn, og hann taldi miklar líkur til þess, að þegar fastar flugferðir tækjust um fs- land milli Evrðpu og Ameríku, þi mundi verða haldið til Seyðis- fjarðar þegar svo stæði i að veð- urikilyröi væru óhagstæð fyrir sunnan en hagstæð hjer eystra. — Ef tii vill á Seyöisfjöröur eftir að veröa tfður viðkomustaður í áætl- unarferöum i farþegarflugi milli meginlandanna austan og vestan hafsins? Grænlandsferðir. Grænlandsfariö „Gertrud Rask" kom hingað i fimtudaginn var i leið til Scoresbysunds i Austur- Grænlandi. Tðk skipið hjer kol handa nýlendumönnum þar nyrðra. Scoresbysundsnýlendan er aðeins fírra ira gömul og eru þar 60— 70 Grænlendingar, sem þangað voru fluttir fri Angmagsalik. Ekki er þar nema ein dönsk fjölskylda, loftskeytamaður og fðlk hans. Nýlendustjórinn er Grænlendingur og sömuleiöis presturinn. Þegar verið var að flytja nýlendumenn norður eftir skrapp skipiö meö þi inn til ísafjarðar og hlaut sálusorgarlnn vfgslu sfna þar. Enginn læknir er þarna, en ný- lendustjórinn hefir eitthvað kynst lækningum. „Gertrud Rask" er 4 mastrað seglskip með gufuvjel, d að giska 500 smálestir að stærð. Er skipiö hið rammbyggilegasta og til þess gert að vera í förum í ís. Skips- stjórinn heitir Tvinge og hefir verið í Grænlandsförum í 18 ír. Hingað var skipið 6 daga frá Höfn. Til Scoresbysunds er að vísu helmingi styttri lelð, en þó

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.