Austfirðingur - 30.07.1932, Blaðsíða 3

Austfirðingur - 30.07.1932, Blaðsíða 3
AUSTFIRfrlNQUR 3 AUSTFIRÐINGUR Vik u bla ð Ritstjóri og ábyrgðarmaöur Árni Jónsson frá Múla. Sími nr. 70. Verð árgangsins 5 kr. Bo<3s>oo<3s>oo<s>oo<ss>eo<asw Einar Arnörsson veröur Hæstarjettarddmari. Ákveöið er að Einar Arnórsson verði skipaður Hæstarjettardómarl. í professorsembætti hans er til- nefndur Bjarni Benediktsson, Sveinssonar. Þingkosningar í Reykjavík. í Reykjavík verða aö fara fram nýjar kosningar til Alþingis til þess að kjósa mann í stað Einars Árnórssonar um leið og hann tekur við dómaraembætti. Lögjafnaðarnefndin. Sambandslaganefndin hefir nú lokið störfum og eru dönsku full- trúarnir farnir heim. Rædd voru gjaldeyrismál og aukin viðskifti en ekkert látið uppi um árangur. Druknun. Nýlega druknaði í Skaftárósi ungur maður, Jón Vigfússon frá Geirlandi, efnlsmaður 25 ára. Var að silungsveiðum. Krossanesdeiluuni Iokiö. Vinnudeilunni vlö Krossanes- verksmiðjuna er nú lokið. Kaup 13.60 fyrir 12 stunda vinnu hvort heldur sem er á nótt eða degi. Kommunistaóeirðirnar teknar til rannsóknar. Rannsókn stendur yfir út af Kommunistaóeirðunum hjer og er Ólafur þorgrímsson skipaður rannsóknardómari. Kommunistar ætluðu fyrst að neita að svara. En hafa þá verið settir í gæslu- varðhald og við það losnað um málbeinið. Ekkert verður sagt um árangur rannsóknarinnar að svo stöddu. Ríkisverksmiðjan á Siglufiröi hefir tekið á móti 40000 málum til bræðslu og er það 10000 mál- um meira en í fyrra. Dr. Páll Eggert Ólason hefir verið kosinn í bankaráð Út- vegsbankans í stað Magnúsar Torfasonar. Yfir Vatnajökul. Dr. Max Kell fór hjeðan snemma í júní síðastl. landveg austur í Hornafjörð. Þar hafði hann mælt sjer mót viö dr. Verleger frá Hamborg og var ferðinni síðan heitið upp á Vatnajökul. Þeir lögðu af stað frá Hoffelli í Horna- firði. 17. júní og fylgdu þeim 7 menn upp á jökul til þess aö bera farangurinn og var meðal þeirra Guðmundur bóndi í Hof- felli. Þeir höfðu riieðferðis tjald, sleöa, skíði svefnþoka úr íslensk- um gæruskinnum og matvæli til fimm vikna, því að dr. Verlegar heldur áfram rannsóknum þarna. Er komið var upp á jökul, skildu fylgdarmennirnir við þá fjelaga, en þeir hjeldu áfram þvert yfir jökulinn og voru 7 daga norður yfir, að Kverkfjöllum. Ætluðu síð- an upp á Kverkfjöll, en hreptu illviðri og biðu í fjóra daga. Sneru síðan sömuleið til baka og voru tvo sólarhringa yfir jökulinn. Jökullinn var góður yfirferðar að nóttu til, en illfær á daginn; þeir gengu altaf á skíðum. Útsýni af jöklinum var hið fegursta. Dr. Verleger er í þann veginn að leggja af stað í annan leiðangur norður yfir jökul og fær með sjer tvo fylgdarmenn úr Horna- firði. Hann ætlar upp á Snæfell og rannsaka það. Sex Englend- ingar dvelja uppi á Vatnajökli, fóru upp á jökul úr Suðursveit og búast við að dvelja á jöklinum 5—6 vikur við rannsóknir. (Mbl.). Hjúskapur. Um síðústu helgi voru gefin saman í Reykjavík ungfrú Karen Georgsson (læknis á Fáskrúðs- firði) og Jens Sigurðsson vjel- fræðingur (sonur Sigurðar Jóns- sonar kaupm. á Sf.). Innflutningurinn í júní nam samkv. tilkynningu frá fjármálaráöuneytinu kr. 3.026.- 748,00. Þar af tíl Reykjavíkur 2.232.2200,00. í bankaráð Útvegsbankans var kosið á framhaldsaðalfundi bankans 22 þ. m. Gengu þrír fulltrúar úr samkvæmt hlutkesti: Eggert Claessen, Magnús Toifa- son og Lárus Ejeldsteö. Var Lár- us endurkosinn, en í stað hinna Guðmundur Ásbjörnsson kaupm. og Dr. Páll Eggert Ólason. Fyrir voru í bankaráöinu Svavar Guð- mundsson og Stefán Jóhann Stef- ánsson. Fjármálaráðhera var ein- ráður um kosninguna. Seyðisfjöröur heitir rit, sem verslunarmanna- fjelag Seyðisfjarðar hefir gefiö út. Segir þar frá legu staðarins, höfn- inni, veðráttufari o. s. frv. Þá er lýsing á bænum, atvinnuháttum bæjarmanna og öðru því lfku. Loks er getið hinna helstu stofn- ana, sjúkrahússins bankans, upp- lýsingar um verslun og siglingar inn- og útflutning. Rit þetta er ætlað þeim, sem viðskifti vilja eiga við Seyðisfjörð á einn og annan hátt, utanlands og innan. Það er á 4 tungumálum, íslensku, ensku, þýsku og norsku. Fjöldi mynda er í ritinu og auglýsingar frá fjölda atvinnurekenda. Allur frá- gangur ritsins, pappír og prentun, er framúrskarandi góður og er ritið tii fylsta sóma bæði útgef- endunum og prentsmiðjunni. Sjúkradagur. Fyrir forgöngu S. Fougners- Johansens bókbindara hefir und- anfarin sumur veriö haföur hjer á Seyðisfirði einn fjársöfnunar- dagur fyrir sjúklinga. Á laugar- daginn var, var sjúkradagur þessa sumars. Voru merki seld á götun- um um daginn, en um kvðldið var mjög fjölsótt skemtun í skól- anum. Setti S. Fougner-Johansen, samkomuna, en sfðan söng frú Björg Guðnadóttir nokkur lög. Hefir frúin hreimmikinn og styrk- an messosópran, vel þjálfaðan og var söng hennar tekið hið besta. Þá flutti Haraldur Guðmundsson ræðu. Loks söng Bragi nokkur lög — og svo var auðvitað dansað. „Dana“, danska hafrannsóknarskipið lá hjer inni nokkra daga nú í vik- unni. í fyrirdrætti út hjá Vestdals- eyri fengu þeir nokkra laxa og er það sjaldgæf veiði hjer um slóðir. Merktur fugl. Hinn 25. þ. m. náðist hjer dúfa. Merktur. Hægri fótur málmhringur 5; LM N D 16391 N U R P. Vinstri fótur. Merktur. Gúmmíhringur 885. Hafði Fyrst sjest 21. þ. m. Frjettir af Kveonafundinum. sem hald- inn var á Hallormsstað 8—10 þ. m. koma í næsta blaði. Framleiðir: Síðstakka, tvöfalda, úr striga. Talkumstakka, tvöfalda, úr ljerefti. Drengjastakka, tvöfalda, úr ljerefti. Hálfbuxur, tvöfaldar, úr striga. Kvenpils, tvöföld, úr striga. Kvenpils, tvöföld, með tveimursmekkj- um. Kvenkjólar (síldarstakkar). Svuntur, tvöfaldar, úr striga. Svuntur, einfaldar, úr ljerefti. Kventreyjur, tvöfaldar, úr ljerefti. Kurlmannatreyjur, tvöfaldar, úr Ijerefti. Karlmannabuxur, tvöfaldar, úr ljerefti. Drengjabuxur, tvöfaldar, úr ljerefti. Sjóhatta (enska fagið). Ermar, einfaldar, úr sterku Ijerefti. Vinnuskyrtur („Bullur"), úr striga. Ullar-slðstakka („Doppur"). Ullar-buxur (,,Trawl-buxur“). Svartar kápur, á fullorðna og unglinga. Vörurnar mjög vandaðar að efni og frágangi. Austfirðingar, styðjið ís- lenskan iðnað. Nánari upplýsingar hjá Gesti Jöhannssyni. Fridagur verslunarmanna er á mánudaginn. Fer fjöldi fólks upp f Hjerað þessa tilefnis. Margir fóru með Novu í gærmorg- un. Eu flestir fara í dag, gangandi og ríðandi. Eru samkomur í Hjer- aöinu á morgun, bæði í Skriðdal og á Fossvölium, auk þess sem fyrirhugaður er pólitfskur fundur á Egilsstöðum. Dánardægur. Sfðastliðinn sunnudag andaðist á Norðfirði Páimi Pálmason, kaupmaður eftir langvinn veikindi. Þessa vinsæla manns verður nán- ar getið síðar hjer í blaðinu. A þriðjudaginn vatð bráökvödd að heimili sínu hjer á Seyðisfirði Sigþrúður Þorkellsdóttir, 61 árs að aldri. Hún var merk kona og vel látin af ölium, sem hana þektu. Það hefir verið, er og verð- ur óþarfi að flytja til lands- ins neðantaldar vörur, þvf aö H.f. Hreinn f Reykjavík framleiöir þær jafngóöar og ódýrar og þœr erlendu. — H.f. „Hreinn“ framleiðir: krystalsápu, handsápur, rak- sápu, baðsápu, stangasápu, þvottaduft, kerti, stór og smá, skóáburð, gólfáburð, vagna- áburð, fœgilög, ræstiduft, kreolin-baðlyf. Gleymið ekki að vátryggja. Vátryggingarfjelagið NORGE h.f. Stofnaö í Drammen 1857. Brunatrygging. Aðalumboð á íslandi: Jdn Ólafsson, málaflm. Lækjartorgi 1, Reykjavík. Sími 1250. Duglegir umboösmenn gefi sig fram, þar sem umboös- menn ekki eru fyrir. Ksru húsmæðurl Til að spara fje yðar, tímaog erfiöi þá notið ávait: Hansion gólfgljáa og Clterry Blossom skóáburð. Fæst í öllum helstu verslunum á Ausfurlandi. í heildsölu hjá Kr. Ú. Skagfjörð Reykjavík

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.