Vikuútgáfa Alþýðublaðsins


Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 15.01.1930, Page 3

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 15.01.1930, Page 3
VIKUOTGÁFA ALPÝÐUBLAÐSIKS 3 Ólafitr Síefánssots skáid. 12. J>. m. lézt í ‘hressingar- hælinu i Kópavogi kornungur maður, Ólafur Stefánsson. Hann hafði lengi verið sjúkiingur bæði á Vífilsstöðum og í Kópavogi. Síðast liðið sumar dvaldi hann norður í Þingeyjarsýslu og kom 'þaðan í haust heilsubetri en hann hafði verið í mörg ár. Ólafur vár skáld gott. Hafa nokkur kvæða hans birst hér í blaðinu og vöktu þau mikla athygli. — Hann var mjög áhugasamur jafn- aðarmaður. Avíirp til æskunaar. [Alþýðublað Hafnarfjarðar er nýtt blað, sem hafnfirzk alþýða gefur út. Ritstjórinn er Þorvaldur Árnason bæjarfulltrúi. Þessi grein er tekin upp úr því.) Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd, þá ertu á framtíSar-vegi. Þorst. Erlingsson. Ihaldið íslenzka leitar margra bragða til að helga sig í augum æskulýðsins, þar á meðal síð- ustu nafnbreytingu. Fy.ir nokkr- um árum voru ýmsir svo hrein- skilnir í íhaldinu, að þeir vildu að f'okkurinn sýndi sig í réttu Ijósi og kallaði sig Ihaldsflokk. En ekki leið á löngu þar til margir innan flokksins fóru að halda því fram, að heitið væri illa valið, og myndi æskuna fremur fýsa í flokkinn ef hann héti vel. Félag ungra íhaldsmanna hafði þá verið stofnað í Reykja- vík, en var harla fáment. Eru löngu landsfrægar orðnar hinar mörgu uppástungur um nýtt' nafn handa Ihaldsflokknum, til að dubba upp á hann í augum æskulýðsins. Þá kom Sig. Egg- erz til sögunnaT og gaf íhaldinu nýtt nafn og sjálfan sig með. Síðan heitir íhaldið „Sjálfstæðis“- flokkur" og félög ungra íhalds- manna heita nú félög ungra „sjá!fstæðismanna“. En þetta nafnbreytingabrölt hefir engin á- hrif haft í 'þá átt að draga æsku- menn að íhaldinu. Kom þetta bezt i Ijós nýlega hér í bæ þegar stofnað var svokallað „Félag ungra sjálfstæðismanna". Eftir mikla erfiðismuni var félagið stofnað og telur tólf meðlimi. Æskulýðurinn skilur vel, að hér er um nafnbreytingu að ræða, en ekki stefnubreytingu. íhaldið er enn sjálfu sér likt þrátt fyrir nýtt nafn. Beztu sjálfstæðismenn- irnir, í bezta skilningi þess orðs, eru einmitt jafnaðarmenn. Eng- Um stjórnmálaflokki er eins vel trúandi til að vinna sönnum sjálfj stæðismálum gagn eins og Al» Þýðuflokknum. Hefir það komið glögt í ljós við fyrirspurn, sem fram kom á alþingi, að jafnaðar- menn vilja ganga lengst í sjálf- stæðismálinu og hafa um það allra flokka hreinastan skjöld. Þeir vilja hvorki vera kóngsþræl- ar né undirlægjur Stór-Dana eins og íhaldsmenn, sem nú kalla sig „sjá’fstæðismenn“( I). I stefnuskrá Alþýðuflokksins segir svo, 13. gr.: „Vinna s.kal að og efla vinsam- lega samvinnu og viðskifti við aðrar þjóðir, en sporna af alefli við ásælni og yfirgangi erlends valds, auðs eða yfirdrottnunar.“ Þrátt fyrir þessa ákveðnu yfir- lýsingu Alþýðuflokksins, hafa í- haldsmenn sífelt reynt að breiða það út, að stefna Alþýðuflokksins sé óþjóðleg og jafnaðarmenn ó- þjóðræknir. Hefir sá söngur verið margendurtekinn bæði í ræðu og riti. Hafa íhaldsmenn löngum lát- ,ið sem þeir óttuðust ásælni danskra jafnaðarmanna. Mcga allir sjá hver fjarstæða slíkt er. Þegar yfir síóð úrslitabarátta ís- lendinga um sjálfstæðismálið, studdu danskir . jafnaðarmenn drengilega málstað íslendinga. Og það má hafa fyrir satt, að þeir eru fúsir til sliks enn, og jafnfúsir þó að til fulls aðskiln- aðar drægi með þessum tveim bandáþjq,ðum. Nei, frá dönskum jafnaðar- mönnum þurfurn við ekkert að ióttast í sjálfstæðismálinu, en hins vegar þurfum við að vera vel á veröi fyrir ásælni danska auð- vald ins og yfirgangl Stór-Dana. Það voru þeir, tém eitt sinn vildu flytja íslendinga til hinna dönsku heiða til að rækta lyngmóana þar. Andi þeirra sveimaði yfir vötnun- um þegar íslenzki fáninn var tek- inn af Elnari Péturssyni á Reykja- víkurhöfn. Og glögt er það enn hvað þeir vilja, er þeir halda úti málgagni hér á landi til að gæta danskra hagsmuna. — Það er nú að visu svo, að venjulega ber lítið á þjóðrækni hjá Islendingum. Þó munu þeir yfirleitt gæddir ríkri þjóðræknis- tilfinningu. En þeir eru menn dul- ir i skapi ,og kasta tilfinningum sínum lítt á glæ. Þjóðræknin b'undar eins og falinn eldur í brjóstum þeirra, en blossar upp, einkum ef einhverju þjóðlegu og fomhe'gu er mi.boðið. Hún blocs- ar upp þegar mestu undirlægjur danska. auðvaldsins dirfast að kalla sig sjálfstæðismenn. Það nafn er mörgum góðum íslend- ingi heilagt, og' hann þolir ekki að það sé misnotað. Hún bloss- ar upp er erlent vald ætlar að hnekkja sjálfstæði þjóðarinnar á einhvern hátt, og þá fylkja jafn- aðarmenn sér fast um það stefnu- skrármál sitt, að „sporna af al- efli við ásælni og .yfirgangi er- lends valds, auðs eða yfirdróttn- unar“. — Annað, sem íhaldsmenn hér í Hafnarfirði predika fyrir æsku- mönnum þeim, sem ekki erfiða bcinlínis við plógian og rekuna, er það, að jafnaðarstefnan sé hagsmunastefna einnar stéttar, sem sé verkamanna, og sé því ekki fyrir aðra að ljá henni lið sitt. Þetta er fjarstæða. Satt er það að vísu, að eins og á'standið er nú, fellur fátséktin þeim í skaut, -sem erfiði og þunga eru hlaönir, og má þvi með sanni segja, að verklýðsstéttirnar hafi mestan hag af baráttu jafnaðar- manna. Má þar nefna baráttuna fyrir sæmilegum verkalaunum o. s. frv. En kaupgja'.dsmálin eru fyrst og fremst nauðvörn stéttar- félaga, en ekki neitt sérstakt höf- uðatriði. Á því sviði er það höf- uðnauðsyn, að koma því skipu- lagi á rekstur framleiðslutækj- anna, að hinn starfandi lýður njóti gæðanna sjálfur. — En jafnaðarstefnan er of einnig hugsjónastef.ia og ýmsir ágætustu hugsjónamerín veraldar- innar skipa sér undir merki henn- ar. Ætli þeir geri það í eigin- hagsmunaskyr.i? Sumir þessara manna eru heimsfrægir vísinda- menn, stórskáld og rithöfundar, sem setið hafa við allar lista- lindir. Sumir þessara manna berj- ast við ótal örðugleika af því þeir fylgja jaínaðarstefnunni, en ættu vísa breiðslétta braut tll frægðar og frama ef 'þeir vildu krjúpa að klæðafaldi auðvalds- ins. En vitanlega eiga íhaldsmenn vont með að skilja, að nokkur fylgi ákveðinni stjómmálastefnu nepia i hagsmunaskyni. En svo er þó fyrir að þakka, að á þess- ari efnishyggju-, peningavalds- og vélamenningar-ö!d, eru marg- ir, sem berjast fyrir göfugum málefnum án þess að gera það í hagsmunaskyni. Slíkir menn hafa verið uppi á öllum öldum, þó. áhrifa þeirra hafi gætt mis- jafnlega mikið. Og þjóðirnar eiga það fyrst og fremst þessum mönnum að þakka, hvað þokað hefir áleiðis, en ekki hinum, sem seint og snemma hugsuðu um eigin hag. — Jafnaðarstefnan er hugsjóna- stefna, og einmitt þess vegna er hún stefna okkar æskumanna. Undanfarin ár hafa íslenzkir jafnaðarmenn barist harðri bar- áttu fyrir auknum réttindum æskulýðsins. Og þrátt fyrir magn- aða andstöðu íhaldsins hefir það unnist á, að þeir, sem eru 21 árs, eiga nú kosningarétt i mál- efnum sveita o^ kaupstaða. — Næstkomandi laugardag eigum við æskumenn hér í Hafnarfirði að mæta við kjörborðið í fyrsta sinn og kjósa fulltrúa. Stígum á stokk og strengjum þess heit, að nota allir þann rétt, sem kostað hefir svo harða bar- áttu. En við þurfurn að gera meira, hver um sig, en að kjósa. Við eigum að hvetja a'ðra til að gera það líka. Enginn má sitja heima. Við eigum að koraa að sex fulltrúum, og getum það ve), ef við erum samtaka. Vlknútgáfa AIMðablaðsins kemur rít á hverjum miðvikudegi kostar að eins 5 króntir á ári. Gjalddagi fyrir 1. okt. Úrsögn sé sk'ifleg, bundin við áramót, enda sé kaupandt skuldlaus. Ritstjóri: Haraldur Guðmundsson, sími 2394. Afgreiðsla i Aipýöuhúsinu, Hverf- isgötu 8, sími 988. A-listinn er listi þeirra manna, sem berjast fyrir bættum lífs- kjörum fjöldans! A-'istinn er listi alþýðunnar. A-Iistinn er listi þeirra manna, sem berjast fyrir auknum rétt- indum unga fólksins! A-listinn er listi æskunnaT. Ungur 'jafna^armadur. Afpýðubóktis. VII. Skólamönnum og fyrirliðum þessarar þjóðar væri holt að lesa með athygli margt það, sem Lax- ness ritar um skólamál. Dómur hans er á þessa leið: „Skólar eru allsendis ónógar og ófullkomnar stofnanir auk þess, sem þeir eru bygðir á úreltum og um leið vitlausum uppeldis- hugmyndum útdauðrar höfðingja- stéttar. — — — Það er yfirleitt kostað kapps um að gera skóla- nemendur að fíflum á ófrjórri kunnáttu 1 alfræöi, en svo er nefnd þekking á ýmsum nöfnum, númerum og löghelguðum yfir- borðsorðtækjum um hlutina, þekking, sem leitast er við að tilreiða svo, að hún geti á engan hugsanlegan hátt knúið fram á- huga nemendanna fyrir bættum kjörum alþýðu né vakið hjá þeim þá ást til fullkomnis lífs, sem hvetur oss til að ryðja öllu úr vegi, er skygt fái á hið himneska ljós.-------Hver skólastofa er smækkuð mynd af hinu borgara- lega þjóðfélagi, þar sem einn kurfur situr í forsæti og gerir kröfur til fullra umráða yfir hugsunum og tilfinningum lýðs- ins, rexar og regerar yfir hreyf- ingum manna og augnaráðum. Hvenær sem eitthvað bregður út af, eru sakamál hafin, dómar dæmdir og hegningum framfylgt. Þetta fyrirkomulag helst upp f gegnum miðskólana, allar götur upp 'í háskólana.--“ Þetta mun sumum þykja öfga- kent. En hver einasti skólamaður, sem sannur vill vera og heill, hlýtur að viðurkenna sannleika þann, sem Halldór flytur. Aljir hverju leyti. Annað mál er það, að til eru . aðrar hliðar á skólalífinu. Höf- undur ritar ekkert um þær. Hann lýsir ekki sólsldríinu í skólunum, starfsgleðinni, skilningi frá beggja hálfu, er saman vinna, innileikanum og velvildinni mill- um lærisveina og kennara. En alt þetta er ti). (Fih.) ' H. J.

x

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikuútgáfa Alþýðublaðsins
https://timarit.is/publication/596

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.