Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 31.03.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 31.03.1931, Blaðsíða 2
2 alÞýðemaðurinn þelta, því að sjálfsögðu myndum vér nota þurfisksmarkaðinn jafn- mikið eftir sem áður, og fiskverk- un því ekki minka, en verð þur- fiskjarins skána við það að létt yrðiö á markaði hans. Tvö mál eru það sem nú liggja fyrir Alþingi, sem miklu sklftir norð- lenskan sjávarútveg hvernig ræðst fram úr, ábyrgð fyrir viðskiftum við Rússiand og útflutningur á nýj- um fiski. Takist þinginu að finna góða lausn á báðum þeim málum, má óhætt fullyrða, að það hafi ekki til ónýtis komið saman í þetta sinn. Jöfnunarsjóður ríkisins. í fyrra fluttu þingmenn Alþýðu- fiokksins frumvarp til laga um jöfn- unarsjóð ríkisins, en sem ekki varð útrætt. Nú flytja þeir þetta frumvarp að nýju. Tilgangur frumvarpsins er, að safna á góðu árunum til hinna lakari, með því að leggja til hliðar nokkuð af tekjum ríkissjóðs, þegar árferði er gott og tekjur ríkissjóðsins miklar, og nota það fé aftur til þess að vinna fyrir það að ýmsum þarf- legum framkvæmdum, þegar tekjur ríkissjóðs eru litlar, eins og verða vill þtgar kreppa er í landi eins og t. d. nú. — Fáir menn munu ganga að því gruflandi, að tekjur ríkissjóðsins muni minka til stórra muna á því ári sem nú er byrjuð fyrir nokkru, frá því, sem var síðastl. ár, sem var eitt af tekjumestu árum ríkissjóðs. — Búast má við, að afleiðingar af þeirri tekju- rýrnun, sem verður fyrir ríkissjóðinn vegna hins mikla verðhruns á íslensk- um afurðum, hafi það í för með sér að mikið minna verði unnið að verk- legum framkvæmdum á þessu ári en í fyrra. Skapar slíkt ástand atvinnu- skort fyrir það fólk sem unnið hefir hjá landssjóði að undanförnu, að mikið er dregið úr þeirri vinnu, sem hann hefir haft með höndum. Sjálf- sagt dettur engum í hug að neita þvf, að skynsamlegra hefði verið að eiga nú óunnið fyrir þá V2 tnilj. kr., sem vegamálastjóri eyddi í fyrra^fram yfir það sem heimilað var í|fjárlögum, — og vinna heldur fyrir það fé nú en þá. Nú er kreppa í atvinnuvegum þjóðarinnar, en i fyrra var mikið at- vinnulíf. þörf fólksins fyrir að fá eitthvað að vinna, sem það fær pen- inga fyrir, er því mikið meiri nú en þá. En einmitt nú hefir flogið fyrir, að mikið muni verða dregið úr fram- kvæmdum ríkissjóðs vegna þess, að fé sé ekki til, til þess að vinna fyrir. En hverjar eru þá ástæðurnar fyrir því, að fé er ekki til, sem hægt er að nota til verklegra framkvæmda nú, munu margir spyrja. Pær framkvæmdir, sem ríkissjóður hefir aðallega með höndum, eru vega- gerðir, brúargerðir og símalagningar. Vitanlega fer mikið af því fé sem ■ lagt er til þessa, til þess að kaupa útlent efni, járn og cement í brýr, og staura og símaþráð til lagninga. En að sjálfsögðu væri hægt að beina fénu meira til annara framkvæmda en þeirra, sem mikið útlent efni þarf til, þegar úr litlu er að spila, t. d. að láta brúargerðir og símalagningar bíða þegar svo stendur á, en ieggja þá meiri áherslu á vegagerðir þar, sem kostnaður er nær eingöngu vinna fólksins. En slíka fyrirhyggju er ekki að finna hjá vegamálastjóra eða öðr- um þeim, sem yfir ríkissjóðsvinnunni ráða. Eins og áður hefir verið frá skýrt hér í blaðinu, eyddi vegamálastjóri Ys miljón meira til vega og brúar- gerða síðastl. ár, en heimilað er á fjárlögum þess árs, og nú er komið upp úr kafinu, að hann hefir líka eytt upp undir það annari eins upphæð af þessa árs fjárframlögum, sem kölluð er fyrirfiam-greiðsla. Símastjóri hefir gert hið sama. Pessir kupipánar báðir eru því valdir að því, að búið er að eyða fé frá þessu ári, sem eðlilega hefir þær afleiðingar, að minna verður til að vinna fyrir á þessu ári. Fyrirhyggju- leysi þessara manna og þvilíkra, veld- ur því, að fé vantar til framkvæmda í harðari árum. Ef ráðum jafnaðarraanna, sem koma fram í frumvarpi um jöfnunarsjóð, væri fylgt, yrði ætíð fé til að vinna fyrir þó hart yrði í ári. Aðeins sú fyrirhyggja, að geyma frá betri árun- um til hinna lakari, gerir það kleyft, að hafa fé til að vinna fyrir, þó harðni í ári. Undanfarin þrjú ár hafa verið mjög tekjurík fyrir þjóðina. Alveg einstakt fyrirhyggjuleysi má telja það, að hafa ekki einasta eytt öllu sem komið hefir í ríkiskassann, heldur étið út á tekjur yfirstandandi árs, eins og bent hefir verið á hér að framan, að vegamála- stjóri og landssímastjóri hafa gert. A. V. Alþýðusamband Vestfirðingafiórð- ungs hélt ársþing sitt dagana 27. og 28. Jan. sl. í stjórn þess voru kosnir: Vilmundur Jónsson, læknir, ísafirði. Guðm. G. Hagalín, ritstj., ísafirði. Ingimar Bjarnason, sjóm , Hnífsdal. En auk þeirra eiga sæti í stjórn- inni. — samkvæmt lögum Alþ\;ðu- sambands íslands — þeir tveir úr stjórn Alþýðusambands íslands, sem búsettir eru á sambandssvæði A. V. og eru það Finnur Jónsson fram- kvæmdastj. ísafirði og Ragnar Krist- jánsson Patreksfirði. f’ingið skifti þannig ve.rkum með stjórninni, að Finnur Jónsson er for- seti, Guðm. G. Hagalín ritari og Ingimar Bjarnason gjaldkeri, en þeir Vilmundur Jónsson og Ragnar Kristjánsson meðstjórnendur. Á þinginu voru ýms mál tekin til meðferðar og verður hér aðeins minst nokkurra þeirra. A. V. gefur út blaðið ^Skutull* og var um það eíni samþykt svohlj. tillaga: a) Þingið samþykkir að samband- ið gefi blaðið »Skutul« út áfram og annist stjó’-nin útgáfu þess, annað- hvort með því að fela fulltrúaráði verklýðsfélaganna á ísafirði ritstjórn- ina, eins og nú er gert, eða méð því að fá til sérstakan ritstjóra þeg- ar fært þykir og unt verður. b) ífingið felur stjórninni að vinna að fjársöfnun til nýrrar prentsmiðju, meðal verklýðsfélagana í sam'oand- inu og annarstaðar ef unt er. í greinargerð um málið segir svo: »Stefna blaðsins verður í fylsta

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.